Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Formúlu 1 liðs Red Bull Racing, mun láta af störfum undir lok árs eftir tuttugu ára feril hjá liðinu. Formúla 1 9.12.2025 23:30
Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Ökuþórinn Lando Norris náði ævilöngu markmiði sínu um að vinna heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 um helgina en nú vill hann fá tíma til að jafna sig og losna undan öllu stressinu og frá allri streitunni sem fylgir því að keyra formúlubíl. Formúla 1 9.12.2025 10:30
Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn „Ég elska þig mamma, ég elska þig pabbi. Takk fyrir allt,“ sagði grátandi Lando Norris, nýbúinn með síðasta spölinn að sínum fyrsta heimsmeistaratitli í Formúlu 1. Allt það helsta úr lokakeppni ársins má sjá á Vísi. Formúla 1 7.12.2025 19:46
Hótað lífláti eftir mistökin Forráðamenn Formúlu 1 liðs Red Bull hafa beðist afsökunar á sínum þætti í þeirri reiðiöldu sem beindist að Kimi Antonelli, ökuþór Mercedes, sem fékk líflátshótanir eftir kappaksturinn í Katar um helgina. Formúla 1 1.12.2025 15:17
Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, lýsti verkfræðingi Red Bull liðsins sem „heilalausum“ eftir ásakanir um svindl í lokin á næstsíðustu keppni tímabilsins í gær. Formúla 1 1.12.2025 08:08
Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Heimsmeistarinn Max Verstappen sýndi úr hverju hann er gerður í dag þegar hann tryggði sér sigur í Katar kappakstrinum í Formúlu 1. Úrslitin í keppni ökumanna ráðast því ekki fyrr en í lokakappastri ársins. Formúla 1 30.11.2025 18:00
Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Ökumenn Ferrari í Formúlu 1, þeir Lewis Hamilton og Charles Leclerc, hafa ekki náð í einn einasta sigur þetta tímabilið og þá hefur Hamilton ekki einu sinni náð á verðlaunapall en hann er afar ósáttur með gæði Ferrari bílsins þetta árið. Formúla 1 29.11.2025 22:46
Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Oscar Piastri, ökumaður McLaren, vann sprettkeppnina í Katar í dag. Samherji hans, Lando Norris, endaði í 3. sæti og er á toppnum í keppni ökuþóra í Formúlu 1. Formúla 1 29.11.2025 15:11
Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Það er mikil spenna í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1 en næstsíðasta keppnin fer fram um helgina. Staðan er hins vegar þannig að liðsfélagar eru að keppa um heimsmeistaratitilinn. Formúla 1 28.11.2025 22:30
Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Þrátt fyrir ófarir síðustu helgar getur Lando Norris, ökuþór Formúlu 1 liðs McLaren, orðið heimsmeistari í mótaröðinni um komandi keppnishelgi í Katar. Formúla 1 25.11.2025 13:46
Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Góður vinur Michaels Schumacher telur að þýski ökuþórinn muni aldrei sjást aftur opinberlega. Formúla 1 25.11.2025 09:00
Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Lewis Hamilton segir að þetta tímabil, hans fyrsta hjá Ferrari, sé það versta á ferli hans. Formúla 1 24.11.2025 12:00
Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Max Verstappen er einu skrefi nær ótrúlegri endurkomu í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna eftir að helstu keppinautum hans var vísað úr keppni. Formúla 1 23.11.2025 10:00
Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Dramatískur brottrekstur tveggja efstu manna í baráttunni um heimsbikar ökumanna gæti gert spennuna enn meiri fyrir síðustu tvær keppnir tímabilsins. Formúla 1 23.11.2025 08:53
Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Max Verstappen vann sinn annan sigur í Las Vegas-kappakstrinum á ferlinum og hélt þar með litlum möguleikum sínum á titlinum lifandi. Spennan helst því áfram í heimsmeistarakeppni ökumanna í formúlu 1. Formúla 1 23.11.2025 08:33
Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Lando Norris verður á ráspól þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Las Vegas fer af stað í nótt. Liðsfeálgi hans hjá McLaren, Oscar Piastri, ræsir hins vegar fimmti. Formúla 1 22.11.2025 10:30
Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Ella Häkkinen, dóttir tvöfalda heimsmeistarans í Formúlu 1, Mika Häkkinen, hefur verið bætt við þróunarlið ökumanna hjá McLaren. Formúla 1 18.11.2025 15:32
Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Fyrrverandi Formúlu 1 ökuþórinn Mika Hakkinen segir það afar sorglegt að nánast í sömu andrá og Michael Schumacher hafi átt að hefja næsta blómaskeið í sínu lífi hafi það verið hrifsað af honum. Formúla 1 12.11.2025 18:05
Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton og Charles Leclerc hafa verið yfirlýsingaglaðir í viðtölum og svo virðist vera sem yfirmaður þeirra sé orðinn þreyttur á því. Formúla 1 11.11.2025 10:31
Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Lewis Hamilton hefur átt erfitt fyrsta tímabil hjá Ferrari í formúlu 1 og ekki batnaði það neitt í brasilíska kappakstrinum um helgina. Formúla 1 10.11.2025 10:00
Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Hinn 19 ára gamli Kimi Antonelli varð í 2. sæti í Brasilíukappakstrinum í Formúlu 1 í gær og sló þar með 18 ára gamalt stigamet nýliða í Formúlu 1 en fyrra metið átti Lewis Hamilton. Formúla 1 10.11.2025 07:00
Norris með aðra höndina á titlinum Lando Norris, ökumaður McLaren, kom sá og sigraði í Sao Paolo kappakstrinum í Brasilíu í dag og leiðir keppni ökumanna með 24 stigum þegar þrjár keppnir eru eftir. Formúla 1 9.11.2025 20:02
Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Lando Norris ræsir fyrstur í Sao Paolo í Brasilíu á morgun þegar ræst verður til keppni í Formúlu 1 en heimsmeistarinn Max Verstappen á ærið verkefni fyrir höndum. Formúla 1 8.11.2025 20:05
Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Þó hinn margfaldi heimsmeistari Max Verstappen hafi saxað á forystu Lando Norris í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1 þá efast Hollendingurinn um að það sé nóg til að geta barist við Norris og kollega hans Oscar Piastri um heimsmeistaratitilinn. Formúla 1 28.10.2025 20:03