Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Druslugangan handan við hornið

Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið laugardaginn 24. júlí. Gengið verður af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem ræður og tónlistaratriði taka við.

Lífið
Fréttamynd

Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur

Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur.

Innlent
Fréttamynd

Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig!

Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl.

Skoðun
Fréttamynd

Hin meðvirku

Ég er kona.Ég hef upplifað kynferðislega áreitni af hálfu skólafélaga og vinnufélaga.Ég hef upplifað að aðili sem ég var í nánu sambandi við, fór yfir mörk mín.

Skoðun
Fréttamynd

Segir nefndina hafa vitað af á­sökunum þegar hún réð Ingó

Tryggvi Már Sæ­munds­son, rit­stjóri Eyja­r.net sem hefur safnað undir­skriftum til að mót­mæla því að Ingólfur Þórarins­son hafi verið af­bókaður af Þjóð­há­tíð, segir að þjóð­há­tíðar­nefnd hafi þegar vitað að Ingó væri um­deildur þegar hún réð hann til að sjá um brekku­sönginn.

Innlent
Fréttamynd

Hefðu viljað ljúka máli flugumferðarstjóranna fyrr

„Strax þegar við fréttum af þessu máli þá ákváðum við að færa til þessa starfsmenn og pössuðum að skilja að meinta gerendur og þolanda,“ segir Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, um uppsögn tveggja flugumferðarstjóra sem grunaðir eru um að hafa brotið á tvítugum nemanda í flugumferðarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Við karlmenn

Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill munur á við­brögðum við kyn­ferðis­of­beldi milli kyn­slóða

María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur, segir að nema megi ákveðinn kynslóðamun á viðbrögðum við fregnum af kynferðisofbeldi. Undanfarnar vikur hafa reynslusögur fólks af kynferðisofbeldi og -áreiti riðið yfir samfélagsmiðla og vakið mikla athygli. María segir margt benda til að við séum stödd í fjórðu bylgju femínisma og tengist hún að mörgu leiti tæknibreytingum og aðgengi að samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Segjast hafa stað­­fest alla send­endur

Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna.

Innlent
Fréttamynd

Fékk skilaboð frá nauðgara sínum sem stendur nú frammi fyrir handtöku

Lögregluþjónar í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum gáfu í dag út handtökuskipun gegn manni fyrir meinta nauðgun árið 2013. Nærri því átta ár eru síðan kona fór til lögreglunnar og sagði manninn hafa nauðgað sér en hann varð aldrei ákærður. Fyrir um ári síðan fékk hún skilaboð frá manninum sem hófust á orðunum: „Svo ég nauðgaði þér.“

Erlent
Fréttamynd

Konur þurfa bara að klæða sig meira

Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur vakið hörð viðbrögð með ummælum sem hann lét falla um ástæður fjölda nauðgana í landinu. Ummælin lét hann falla í viðtali við blaðamann Axios.

Erlent
Fréttamynd

Börn þiggja greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir í auknum mæli

Íslenskur karlmaður fékk nýlega tvær stúlkur á grunnskólaaldri til að senda sér ögrandi myndir, fór svo með þær í verslunarferð og keypti fyrir þær gjafir fyrir tugi þúsunda. Færst hefur í aukana að börn þiggi greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir að sögn verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

19. júní: Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna tileinkaður upprætingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum

Enn og aftur berast fregnir af hörmulegu kynferðisofbeldi í tengslum við vopnuð átök, nú síðast frá Tigray-héraði í Eþíópíu. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings frá Eritríu, hefur verið sakaður um allt í senn stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og tilraun til þjóðarmorðs í tilraun sinni til að skipta út stjórn héraðsins. Sú ákvörðun var tekin eftir að kosningar til héraðsþings fóru fram í Tigray í september s.l. í trássi við tilmæli alríkisstjórnarinnar um frestun fyrirhugaðra alríkis- og héraðskosninga vegna COVID faraldursins.

Skoðun
Fréttamynd

Fáir glæpir al­var­legri en man­sal

Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum.

Skoðun
Fréttamynd

Móður veitt forsjá í forsjárdeilu

Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu.

Innlent
Fréttamynd

Átta mánaða fangelsi fyrir kyn­­ferðis­brot gegn ein­hverfum manni

Karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en huti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Hann er dæmdur fyrir að hafa nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manni með þroskahömlun og brotið á honum kynferðislega. Þá er honum gert að greiða brotþola 800 þúsund krónur í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur þyngir verulega dóm tveggja fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur dæmt Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í heimahúsi í Reykjavík í febrúar 2017. Þá var mönnunum tveimur gert að greiða stúlkunni 1,8 milljónir króna hvor í miskabætur.

Innlent