Geiri X greinir frá hrottalegu kynferðislegu ofbeldi sem hann hefur mátt sæta Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2022 14:57 Ásgeir Ásgeirsson segist í sjokki eftir að hafa greint frá þeirri kynferðislega ofbeldi sem hann hefur mátt sæta, hrottalegum nauðgunum af hálfu konu og karlmanna. Pétur Friðgeirsson Ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson, sem gengur undir listamannsnafninu GeiriX, birti sláandi frásögn á Facebook-síðu sinni, þar sem greint er frá kynferðisofbeldi sem hann segist hafa mátt sæta. Um er að ræða þrjár árásir sem hann varð fyrir á yngri árum. „Ég bíð eftir símtölunum frá þeim sem ég náði ekki að segja frá í tæka tíð og verða reiðir/reið,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Spurður um hver viðbrögðin hafi verið en um klukkustund er síðan hann birti grein sína. Ásgeir segir að það hafi tekið verulega á að setja textann saman. „Ég er tómur og í sjokki hér í sófanum.“ Setti upp trúðsgrímuna Ásgeir segist hafa lent í alvarlegri misnotkun 13 ára gamall, og svo tvisvar aftur síðar. Tvö skipti var ofbeldið af hendi kvenna og eitt skipti af hendi karlmanns og/eða karlmanna. Tilefni skrifanna eru þau að hann er BDSM-hneigður og honum ofbýður þau ummæli sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðingur, og fleiri stuðningsmenn hennar, hafa haft uppi að undanförnu þess efnis að BDSM sé í raun ofbeldi gegn konum. BDSM samtökin hafa sent út yfirlýsingar þar sem þessu er hafnað. Þá hefur Margrét Nilsdóttir formaður félagsins BDSM á Íslandi skrifað grein á Vísi og rætt þessi mál í útvarpsviðtali á Bylgjunni, til að stemma stigu við því sem hún telur ranghugmyndir um BDSM: Að það sé ekki ofbeldi. „Ef ég hefði ekki haft samtökin BDSM á Íslandi til að leita til á 18. aldursári, væri þetta sennilega ekki skrifað þar sem ég sá engan tilgang með að lifa. Tilfinningalega var ekkert sem hélt mér gangandi og þegar ég leitaði til Stígamóta á miðjum þrítugsaldri voru þeirra viðbrögð þau að skella skuldinni á mig, ég hefði verið karlmaðurinn (13 ára gamall nörd) og hefði vel getað stöðvað það sem gerðist,“ segir Ásgeir. Brotin sem Ásgeir mátti þola eru alvarleg og hann hefur aldrei jafnað sig á þeim. Hann vildi ekki kæra því skömmin hefur verið of mikil. Þeirri skömm vill hann nú skila.Pétur Friðgeirsson Hann rekur svo þessi brot sem hann hefur mátt sæta en viðbrögð hans við fyrsta brotinu voru þau að hann fraus alveg og varð síðan í framhaldinu aðeins skelin af sjálfum sér. Ég tapaði öllum tilfinningum. Ég setti upp trúðsgrímuna eins og mörg okkar gera þegar við vitum ekki hvernig við eigum að hegða okkur. Var byrlað og misnotaður „Annað brotið átti sér stað þegar ég var 19 ára gamall. Ég var þá á bar með vinum, þegar byrlað var fyrir mér. Klukkan hefur líklega verið um 9 að kvöldi. Það litla sem ég man er að fullorðinn karlmaður, með aðstoð annars ungs manns, misnotaði mig svo hrottalega að þegar ég rankaði við mér í strætóskýli við Kringluna klukkan að ganga 6 morguninn eftir, þurfti ég í neyð minni að hringja í pabba vinar míns, sem þá starfaði sem leigubílstjóri í heimabænum, til að sækja mig. Þegar hann sá mig sitja þarna í strætóskýlinu snemma morguns með blóðpoll á rassgatinu, áttaði hann sig greinilega á hvað hefði gerst. Hann sagði ekkert, setti teppi í aftursætið og keyrði mig heim, rukkaði mig ekki einu sinni og minntist aldrei á það við mig síðar, blessuð sé minning hans.“ Ásgeir segir að hann hafi seinna borið kennsl á gerandann þegar Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður fjallaði um barnaníð, þar hafi þá verið um að ræða dæmdan barnaníðing. Kona nauðgaði honum hrottalega heila nótt „Þriðja skiptið var ég í kringum 24 ára aldurinn að leita að leikfélaga og endaði með konu sem var ekki bara eldri, heldur mun stærri og sterkari en ég. Hún nýtti sér yfirburðina og hafði fljótt náð að binda mig niður þrátt fyrir að rætt hafði verið um að hlutverkin yrðu á hinn veginn og nauðgaði mér síðan heila nótt svo hrottalega ... að þegar hún henti mér út á nærfötunum með restina af fötunum í fanginu keyrði ég og lagði hjá bensínstöð nálægt, klæddi mig eins og ég best gat, sat, reykti og hugsaði hvar ég gæti keyrt út í sjó á nægilega mikilli ferð til að rotast örugglega við höggið og drukkna. Fyrst núna um daginn fæ ég svo að vita að þarna var það stundað að „laða“ karlmenn til skyndikynna - undir ýmsum formerkjum, taka allt upp á myndband og fjárkúga þá. Því miður hef ég sennilega verið of lítill fiskur eða eitthvað. Það breytir því ekki að mér nauðgað á svo ofbeldisfullan hátt, að ég var allur marinn og fjólublár á vissum stöðum eftir þetta og gat varla gengið fyrir kvölum.“ Ásgeir segist ekki hafa kært, hann skammaðist sín svo mikið. Pistil Ásgeirs, sem er ítarlegur en þar fjallar hann meðal annars um samband sitt við Rósu Bragadóttur eiginkonu sína, hvernig það sé að vera BDSM-hneigður og hvaða áhrif það hafi haft á sambandið. Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Félagasamtök Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum. 28. janúar 2022 13:38 Um kynfræðslu unglinga, klám og ofbeldi Unglingsárin eru spennandi en jafnframt erfiður og ruglingslegur tími fyrir okkur öll. Við höfum komist að því að veröldin er flóknari en virtist í fyrstu og sannreynt að fullorðið fólk veit ekki alltaf betur og er ekki alltaf heiðarlegt. 28. janúar 2022 10:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
„Ég bíð eftir símtölunum frá þeim sem ég náði ekki að segja frá í tæka tíð og verða reiðir/reið,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Spurður um hver viðbrögðin hafi verið en um klukkustund er síðan hann birti grein sína. Ásgeir segir að það hafi tekið verulega á að setja textann saman. „Ég er tómur og í sjokki hér í sófanum.“ Setti upp trúðsgrímuna Ásgeir segist hafa lent í alvarlegri misnotkun 13 ára gamall, og svo tvisvar aftur síðar. Tvö skipti var ofbeldið af hendi kvenna og eitt skipti af hendi karlmanns og/eða karlmanna. Tilefni skrifanna eru þau að hann er BDSM-hneigður og honum ofbýður þau ummæli sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðingur, og fleiri stuðningsmenn hennar, hafa haft uppi að undanförnu þess efnis að BDSM sé í raun ofbeldi gegn konum. BDSM samtökin hafa sent út yfirlýsingar þar sem þessu er hafnað. Þá hefur Margrét Nilsdóttir formaður félagsins BDSM á Íslandi skrifað grein á Vísi og rætt þessi mál í útvarpsviðtali á Bylgjunni, til að stemma stigu við því sem hún telur ranghugmyndir um BDSM: Að það sé ekki ofbeldi. „Ef ég hefði ekki haft samtökin BDSM á Íslandi til að leita til á 18. aldursári, væri þetta sennilega ekki skrifað þar sem ég sá engan tilgang með að lifa. Tilfinningalega var ekkert sem hélt mér gangandi og þegar ég leitaði til Stígamóta á miðjum þrítugsaldri voru þeirra viðbrögð þau að skella skuldinni á mig, ég hefði verið karlmaðurinn (13 ára gamall nörd) og hefði vel getað stöðvað það sem gerðist,“ segir Ásgeir. Brotin sem Ásgeir mátti þola eru alvarleg og hann hefur aldrei jafnað sig á þeim. Hann vildi ekki kæra því skömmin hefur verið of mikil. Þeirri skömm vill hann nú skila.Pétur Friðgeirsson Hann rekur svo þessi brot sem hann hefur mátt sæta en viðbrögð hans við fyrsta brotinu voru þau að hann fraus alveg og varð síðan í framhaldinu aðeins skelin af sjálfum sér. Ég tapaði öllum tilfinningum. Ég setti upp trúðsgrímuna eins og mörg okkar gera þegar við vitum ekki hvernig við eigum að hegða okkur. Var byrlað og misnotaður „Annað brotið átti sér stað þegar ég var 19 ára gamall. Ég var þá á bar með vinum, þegar byrlað var fyrir mér. Klukkan hefur líklega verið um 9 að kvöldi. Það litla sem ég man er að fullorðinn karlmaður, með aðstoð annars ungs manns, misnotaði mig svo hrottalega að þegar ég rankaði við mér í strætóskýli við Kringluna klukkan að ganga 6 morguninn eftir, þurfti ég í neyð minni að hringja í pabba vinar míns, sem þá starfaði sem leigubílstjóri í heimabænum, til að sækja mig. Þegar hann sá mig sitja þarna í strætóskýlinu snemma morguns með blóðpoll á rassgatinu, áttaði hann sig greinilega á hvað hefði gerst. Hann sagði ekkert, setti teppi í aftursætið og keyrði mig heim, rukkaði mig ekki einu sinni og minntist aldrei á það við mig síðar, blessuð sé minning hans.“ Ásgeir segir að hann hafi seinna borið kennsl á gerandann þegar Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður fjallaði um barnaníð, þar hafi þá verið um að ræða dæmdan barnaníðing. Kona nauðgaði honum hrottalega heila nótt „Þriðja skiptið var ég í kringum 24 ára aldurinn að leita að leikfélaga og endaði með konu sem var ekki bara eldri, heldur mun stærri og sterkari en ég. Hún nýtti sér yfirburðina og hafði fljótt náð að binda mig niður þrátt fyrir að rætt hafði verið um að hlutverkin yrðu á hinn veginn og nauðgaði mér síðan heila nótt svo hrottalega ... að þegar hún henti mér út á nærfötunum með restina af fötunum í fanginu keyrði ég og lagði hjá bensínstöð nálægt, klæddi mig eins og ég best gat, sat, reykti og hugsaði hvar ég gæti keyrt út í sjó á nægilega mikilli ferð til að rotast örugglega við höggið og drukkna. Fyrst núna um daginn fæ ég svo að vita að þarna var það stundað að „laða“ karlmenn til skyndikynna - undir ýmsum formerkjum, taka allt upp á myndband og fjárkúga þá. Því miður hef ég sennilega verið of lítill fiskur eða eitthvað. Það breytir því ekki að mér nauðgað á svo ofbeldisfullan hátt, að ég var allur marinn og fjólublár á vissum stöðum eftir þetta og gat varla gengið fyrir kvölum.“ Ásgeir segist ekki hafa kært, hann skammaðist sín svo mikið. Pistil Ásgeirs, sem er ítarlegur en þar fjallar hann meðal annars um samband sitt við Rósu Bragadóttur eiginkonu sína, hvernig það sé að vera BDSM-hneigður og hvaða áhrif það hafi haft á sambandið.
Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Félagasamtök Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum. 28. janúar 2022 13:38 Um kynfræðslu unglinga, klám og ofbeldi Unglingsárin eru spennandi en jafnframt erfiður og ruglingslegur tími fyrir okkur öll. Við höfum komist að því að veröldin er flóknari en virtist í fyrstu og sannreynt að fullorðið fólk veit ekki alltaf betur og er ekki alltaf heiðarlegt. 28. janúar 2022 10:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum. 28. janúar 2022 13:38
Um kynfræðslu unglinga, klám og ofbeldi Unglingsárin eru spennandi en jafnframt erfiður og ruglingslegur tími fyrir okkur öll. Við höfum komist að því að veröldin er flóknari en virtist í fyrstu og sannreynt að fullorðið fólk veit ekki alltaf betur og er ekki alltaf heiðarlegt. 28. janúar 2022 10:30