Biðjast afsökunar á að hafa samið við nauðgarann og íhuga að láta hann fara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2022 11:49 Nauðgarinn David Goodwillie er mikill markaskorari. Skoska B-deildarliðið Raith Rovers ætlar ekki að nota nauðgarann David Goodwillie og íhugar að rifta samningi sínum við hann, áður en hann spilar leik fyrir félagið. Sú ákvörðun Raith Rovers að semja við Goodwillie hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð og dregið dilk á eftir sér. Nokkrir starfsmenn Raith Rovers hafa sagt upp, tveir af stærstu styrktaraðilum félagsins vilja ekki lengur auglýsa framan á búningum þess og fyrirliði kvennaliðsins, Tyler Rattray, hætti í mótmælaskyni. Kvennalið Raith Rovers hefur líka slitið sig frá félaginu vegna kaupanna umdeildu á Goodwillie. Liðið spilar næsta leik sinn án merkis Raith Rovers á búningum sínum og ekki á heimavelli liðsins, Stark's Park. Þá hafa þekkt nöfn á borð við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, gagnrýnt Raith Rovers fyrir að semja við Goodwillie. Árið 2017 var Goodwillie fundinn sekur um að vera nauðgari í einkamáli ásamt fyrrverandi samherja sínum, David Robertson. Þeir greiddu þolandanum hundrað þúsund pund í skaðabætur. Goodwillie fór þó ekki fyrir rétt því ekki þóttu næg sönnunargögn fyrir hendi. Raith Rovers hefur varið ákvörðunina að semja við Goodwillie og segja að hún hafi eingöngu verið tekin út frá fótboltalegum forsendum en nú er komið annað hljóð í strokkinn. John Sim, stjórnarformaður Raith Rovers, hefur beðist afsökunar á því að hafa samið við Goodwillie. Hann kom til liðsins frá Clyde á lokadegi félagaskiptagluggans á mánudaginn. „Fyrst í stað vil ég biðja stuðningsmenn okkar, styrktaraðila, leikmenn og Raith Rovers samfélagið innilega afsökunar á reiðinni og angistinni sem við höfum orsakað. Okkur varð á. Þegar við tókum ákvörðunina einblíndum við of mikið á fótboltann og ekki nógu mikið á hvaða áhrif þetta hefði á félagið okkar og samfélagið,“ sagði Sim í yfirlýsingu. „Undanfarna daga höfum við hlustað á stuðningsmenn sem hafa sett sig í samband við okkur og ég er þakklátur fyrir hreinskilni þeirra. Við sjáum eftir þessu og ætlum okkur að laga þetta.“ Sim staðfesti einnig að Goodwillie myndi ekki spila með Raith Rovers og félagið ætli að skoða mál hans og íhugi jafnvel að rifta samningi hans áður en hann spilar fyrir það. Hinn 32 ára Goodwillie hefur skorað grimmt fyrir Clyde undanfarin ár. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Skotland og skorað eitt mark. Skoski boltinn Kynferðisofbeldi Skotland Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Sú ákvörðun Raith Rovers að semja við Goodwillie hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð og dregið dilk á eftir sér. Nokkrir starfsmenn Raith Rovers hafa sagt upp, tveir af stærstu styrktaraðilum félagsins vilja ekki lengur auglýsa framan á búningum þess og fyrirliði kvennaliðsins, Tyler Rattray, hætti í mótmælaskyni. Kvennalið Raith Rovers hefur líka slitið sig frá félaginu vegna kaupanna umdeildu á Goodwillie. Liðið spilar næsta leik sinn án merkis Raith Rovers á búningum sínum og ekki á heimavelli liðsins, Stark's Park. Þá hafa þekkt nöfn á borð við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, gagnrýnt Raith Rovers fyrir að semja við Goodwillie. Árið 2017 var Goodwillie fundinn sekur um að vera nauðgari í einkamáli ásamt fyrrverandi samherja sínum, David Robertson. Þeir greiddu þolandanum hundrað þúsund pund í skaðabætur. Goodwillie fór þó ekki fyrir rétt því ekki þóttu næg sönnunargögn fyrir hendi. Raith Rovers hefur varið ákvörðunina að semja við Goodwillie og segja að hún hafi eingöngu verið tekin út frá fótboltalegum forsendum en nú er komið annað hljóð í strokkinn. John Sim, stjórnarformaður Raith Rovers, hefur beðist afsökunar á því að hafa samið við Goodwillie. Hann kom til liðsins frá Clyde á lokadegi félagaskiptagluggans á mánudaginn. „Fyrst í stað vil ég biðja stuðningsmenn okkar, styrktaraðila, leikmenn og Raith Rovers samfélagið innilega afsökunar á reiðinni og angistinni sem við höfum orsakað. Okkur varð á. Þegar við tókum ákvörðunina einblíndum við of mikið á fótboltann og ekki nógu mikið á hvaða áhrif þetta hefði á félagið okkar og samfélagið,“ sagði Sim í yfirlýsingu. „Undanfarna daga höfum við hlustað á stuðningsmenn sem hafa sett sig í samband við okkur og ég er þakklátur fyrir hreinskilni þeirra. Við sjáum eftir þessu og ætlum okkur að laga þetta.“ Sim staðfesti einnig að Goodwillie myndi ekki spila með Raith Rovers og félagið ætli að skoða mál hans og íhugi jafnvel að rifta samningi hans áður en hann spilar fyrir það. Hinn 32 ára Goodwillie hefur skorað grimmt fyrir Clyde undanfarin ár. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Skotland og skorað eitt mark.
Skoski boltinn Kynferðisofbeldi Skotland Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira