Þolandi kynferðisofbeldis fær formlega afsökunarbeiðni forsætisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2022 07:34 Morrison var harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu ráðherra sinna og annarra yfirmanna innan ráðuneytanna þegar Higgins steig fram og greindi frá afleiðingum þess að hafa greint frá nauðguninni. epa/Lukas Coch Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðið konu formlega afsökunar sem var hunsuð og útskúfuð eftir að hún tilkynnti að sér hefði verið nauðgað af samstarfsmanni sínum. Konan starfaði fyrir tvo ráðherra í áströlsku ríkisstjórninni. Ásakanir Brittany Higgins um þá meðferð sem hún hlaut af hálfu yfirmanna sinna eftir að hún tilkynnti um kynferðisbrotið varð til þess að rannsókn var gerð á vinnustaðarmenningunni í ástralska stjórnkerfinu. Higgins sat í þingsal þegar Morrison, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri báðu hana og aðra þolendur kynferðisbrota og annarrar áreitni á vinnustaðnum afsökunar. „Ég biðst afsökunar, við biðjumst afsökunar. Ég bið Higgins afsökunar á þeim hræðilegu atburðum sem áttu sér stað hér. Þetta átti að vera öruggur staður en breyttist í martröð,“ sagði forsætisráðherrann. „Og mér þykir meira miður en það. Allir þeir sem komu á undan Higgins... en hún sýndi hugrekki þegar hún steig fram og hér erum við.“ Tugþúsundir söfnuðust saman til að mótmæla eftir að Higgins greindi frá nauðguninni og afleiðingum þess að segja frá henni á vinnustaðnum. Morrisson var harðlega gagnrýndur í kjölfarið, fyrir það hvernig ráðherrar í ríkisstjórn hans og aðrir yfirmenn tóku á málinu. Higgins greindi frá því árið 2019 að samstarfsmaður hennar hefði nauðgað henni á skrifstofu yfirmanns þeirra en á þeim tíma starfaði Higgins fyrir tvo ráðherra. Þegar hún greindi öðrum þeirra, dómsmálaráðherranum Lindu Reynolds, frá árásinni var hún „sett til hliðar“, fékk lítinn stuðning og var hvött til að segja upp störfum. Opinber rannsókn leiddi í ljós að einn af hverjum þremur starfsmönnum þings og ráðuneyta hefði upplifað kynferðislega áreitni. Þá var niðurstaðan sú að á vinnustöðunum ríkti „karlaklúbbs“ menning sem einkenndist af einelti, kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum. BBC greindi frá. Ástralía Kynferðisofbeldi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ásakanir Brittany Higgins um þá meðferð sem hún hlaut af hálfu yfirmanna sinna eftir að hún tilkynnti um kynferðisbrotið varð til þess að rannsókn var gerð á vinnustaðarmenningunni í ástralska stjórnkerfinu. Higgins sat í þingsal þegar Morrison, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri báðu hana og aðra þolendur kynferðisbrota og annarrar áreitni á vinnustaðnum afsökunar. „Ég biðst afsökunar, við biðjumst afsökunar. Ég bið Higgins afsökunar á þeim hræðilegu atburðum sem áttu sér stað hér. Þetta átti að vera öruggur staður en breyttist í martröð,“ sagði forsætisráðherrann. „Og mér þykir meira miður en það. Allir þeir sem komu á undan Higgins... en hún sýndi hugrekki þegar hún steig fram og hér erum við.“ Tugþúsundir söfnuðust saman til að mótmæla eftir að Higgins greindi frá nauðguninni og afleiðingum þess að segja frá henni á vinnustaðnum. Morrisson var harðlega gagnrýndur í kjölfarið, fyrir það hvernig ráðherrar í ríkisstjórn hans og aðrir yfirmenn tóku á málinu. Higgins greindi frá því árið 2019 að samstarfsmaður hennar hefði nauðgað henni á skrifstofu yfirmanns þeirra en á þeim tíma starfaði Higgins fyrir tvo ráðherra. Þegar hún greindi öðrum þeirra, dómsmálaráðherranum Lindu Reynolds, frá árásinni var hún „sett til hliðar“, fékk lítinn stuðning og var hvött til að segja upp störfum. Opinber rannsókn leiddi í ljós að einn af hverjum þremur starfsmönnum þings og ráðuneyta hefði upplifað kynferðislega áreitni. Þá var niðurstaðan sú að á vinnustöðunum ríkti „karlaklúbbs“ menning sem einkenndist af einelti, kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum. BBC greindi frá.
Ástralía Kynferðisofbeldi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira