Dómur fyrir nauðgun á kvennasalerni staðfestur en bætur lækkaðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 14:36 Brot mannsins áttu sér stað í miðbæ Reykjavíkur í febrúar 2019. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm yfir Reebar Abdi Mohammed, 34 ára karlmanni frá Kúrdistan, fyrir nauðgun. Reebar var dæmdur fyrir að nauðga konu á kvennasalernisbás skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar 2019. Miskabætur til konunnar voru lækkaðar úr þremur milljónum króna í tvær með dómi Landsréttar. Í dómi Landsréttar kom fram að Reebar ætti sér engar málsbætur en hann hefði ráðist með freklegum hætti gegn kynfrelsi konunnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Komst að lokum undan honum Reebar var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og nýta sér yfirburði sína vegna aðstöðu- og aflsmunar og þess að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis. Lýsti hún því að Reebar hefði komið að henni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni skemmtistaðarins, kysst hana og leitt inn á salerni og þar inn á salernisbás. Þar hefði hann lagt hönd sína á ber kynfæri hennar, dregið niður um hana buxurnar, stungið fingrum í leggöng og síðan þvingað eða reynt að þvinga lim sínum í leggöng hennar. Í framhaldinu hafi hann reynt að láta hana hafa við sig munnmök en þá hafi hún komist undan honum. Upptökur úr eftirlitsmyndavél sögðu aðra sögu Á meðan á öllu stóð hafi hún gripið um hár hennar en hún reynt ítrekað með orðum og athöfnum að fá Reebar til að láta af háttsemi sinna. Konan hlaut sprungu ofan sníps, roða, sár og mar á hymen og sprungu á spöng. Reebar neitaði sök en viðurkenndi hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa hitt konuna á skemmtistaðnum. Hans frásögn var á þá leið að hún hefði beðið hann um að hafa við sig samræði á salerninu. Hann hefði ekki verið með smokk og því ekki viljað það. Hann hefði veitt henni munnmök auk þess að koma við brjóst hennar og stinga fingri í leggöng. Hún hefði sjálf afklæðst inni á salerninu. Reebar sagði endurtekið hjá lögreglu að hann hefði fyrst hitt konuna á dansgólfinu og konan hefði leitað til hans. Myndskeið úr eftirlitsmyndakerfi staðarins staðfestu ekki þessa frásögn. Fyrir dómi var framburður hans öðruvísi og sagðist hann hafa hitt konuna við salernin. Framburður hans um að hafa aðeins stungið fingrum inn í leggöng konunnar samræmdust illa þeim áverkum sem fundust á henni. Reyndi að klemma saman lærin Konan var að mati héraðsdóms trúverðug í framburði sínum og innbyrðis samræmi var í frásögn hennar. Hún lýsti því hvernig hún hefði reynt að klemma saman læri sín til að varna því að henni yrði nauðgað. Læknisvottorð og skoðun læknis á Neyðarmóttöku studdu frásögn hennar. Áverka sem þar var að finna kæmu ekki fram við venjulegar samfarir. Þá var túrtappi í leggöngum konunnar en konan lýsti því að hún hefði verið á blæðingum. Þá studdu frásagnir vinar konunnar, öryggisvarðar á skemmtistaðnum, lögreglumanna, læknis og hjúkrunarfræðings á Neyðarmóttöku frásögn konunnar. Þau báru öll um mikið uppnám konunnar umrædda nótt þar sem hún hefði grátið mikið. Ekki virkur í starfi Pírata síðustu þrjú ár Dómurinn taldi sannað að Reebar hefði brotið á konunni og dæmdi hann til þriggja ára fangelsisvistar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að hann eigi sér engar málsbætur. Hann hafi rekist með freklegum hætti gegn kynfrelsi. Farið var fram á fimm milljónir króna í miskabætur til konunnar en henni voru dæmdar þrjár milljónir króna í bætur í héraði. Landsréttur lækkaði þá upphæð í tvær milljónir í dómi sínum í dag. Reebar var haustið 2018 kjörinn áheyrnarfulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins á Selfossi. Í frétt Eyjunnar, þar sem vísað var í tilkynningu frá Pírötum, kom fram að Reebar væri hælisleitandi frá Kúrdistan sem hefði verið virkur í starfi Pírata. Lögum samkvæmt gæti hann ekki tekið stöðu í framkvæmdaráði flokksins. Lögð var fram tillaga um að gera hann að áheyrnarfulltrúa og var tillagan samþykkt með rífandi lófataki. Eftir að dómur var kveðinn upp í héraði í febrúar í fyrra sendu Píratar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að þeir hefðu fyrst þá heyrt af málinu. Reebar hefði ekki haft neina aðkomu að starfi Pírata í um tvö ár. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Þriggja ára dómur fyrir nauðgun á kvennasalerni í Reykjavík Reebar Abdi Mohammed, 34 ára karlmaður frá Kúrdistan sem látið hefur að sér kveða í starfi Pírata, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun á kvennasalernisbás skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar 2019. 25. febrúar 2021 10:46 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Í dómi Landsréttar kom fram að Reebar ætti sér engar málsbætur en hann hefði ráðist með freklegum hætti gegn kynfrelsi konunnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Komst að lokum undan honum Reebar var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og nýta sér yfirburði sína vegna aðstöðu- og aflsmunar og þess að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis. Lýsti hún því að Reebar hefði komið að henni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni skemmtistaðarins, kysst hana og leitt inn á salerni og þar inn á salernisbás. Þar hefði hann lagt hönd sína á ber kynfæri hennar, dregið niður um hana buxurnar, stungið fingrum í leggöng og síðan þvingað eða reynt að þvinga lim sínum í leggöng hennar. Í framhaldinu hafi hann reynt að láta hana hafa við sig munnmök en þá hafi hún komist undan honum. Upptökur úr eftirlitsmyndavél sögðu aðra sögu Á meðan á öllu stóð hafi hún gripið um hár hennar en hún reynt ítrekað með orðum og athöfnum að fá Reebar til að láta af háttsemi sinna. Konan hlaut sprungu ofan sníps, roða, sár og mar á hymen og sprungu á spöng. Reebar neitaði sök en viðurkenndi hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa hitt konuna á skemmtistaðnum. Hans frásögn var á þá leið að hún hefði beðið hann um að hafa við sig samræði á salerninu. Hann hefði ekki verið með smokk og því ekki viljað það. Hann hefði veitt henni munnmök auk þess að koma við brjóst hennar og stinga fingri í leggöng. Hún hefði sjálf afklæðst inni á salerninu. Reebar sagði endurtekið hjá lögreglu að hann hefði fyrst hitt konuna á dansgólfinu og konan hefði leitað til hans. Myndskeið úr eftirlitsmyndakerfi staðarins staðfestu ekki þessa frásögn. Fyrir dómi var framburður hans öðruvísi og sagðist hann hafa hitt konuna við salernin. Framburður hans um að hafa aðeins stungið fingrum inn í leggöng konunnar samræmdust illa þeim áverkum sem fundust á henni. Reyndi að klemma saman lærin Konan var að mati héraðsdóms trúverðug í framburði sínum og innbyrðis samræmi var í frásögn hennar. Hún lýsti því hvernig hún hefði reynt að klemma saman læri sín til að varna því að henni yrði nauðgað. Læknisvottorð og skoðun læknis á Neyðarmóttöku studdu frásögn hennar. Áverka sem þar var að finna kæmu ekki fram við venjulegar samfarir. Þá var túrtappi í leggöngum konunnar en konan lýsti því að hún hefði verið á blæðingum. Þá studdu frásagnir vinar konunnar, öryggisvarðar á skemmtistaðnum, lögreglumanna, læknis og hjúkrunarfræðings á Neyðarmóttöku frásögn konunnar. Þau báru öll um mikið uppnám konunnar umrædda nótt þar sem hún hefði grátið mikið. Ekki virkur í starfi Pírata síðustu þrjú ár Dómurinn taldi sannað að Reebar hefði brotið á konunni og dæmdi hann til þriggja ára fangelsisvistar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að hann eigi sér engar málsbætur. Hann hafi rekist með freklegum hætti gegn kynfrelsi. Farið var fram á fimm milljónir króna í miskabætur til konunnar en henni voru dæmdar þrjár milljónir króna í bætur í héraði. Landsréttur lækkaði þá upphæð í tvær milljónir í dómi sínum í dag. Reebar var haustið 2018 kjörinn áheyrnarfulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins á Selfossi. Í frétt Eyjunnar, þar sem vísað var í tilkynningu frá Pírötum, kom fram að Reebar væri hælisleitandi frá Kúrdistan sem hefði verið virkur í starfi Pírata. Lögum samkvæmt gæti hann ekki tekið stöðu í framkvæmdaráði flokksins. Lögð var fram tillaga um að gera hann að áheyrnarfulltrúa og var tillagan samþykkt með rífandi lófataki. Eftir að dómur var kveðinn upp í héraði í febrúar í fyrra sendu Píratar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að þeir hefðu fyrst þá heyrt af málinu. Reebar hefði ekki haft neina aðkomu að starfi Pírata í um tvö ár.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Þriggja ára dómur fyrir nauðgun á kvennasalerni í Reykjavík Reebar Abdi Mohammed, 34 ára karlmaður frá Kúrdistan sem látið hefur að sér kveða í starfi Pírata, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun á kvennasalernisbás skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar 2019. 25. febrúar 2021 10:46 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þriggja ára dómur fyrir nauðgun á kvennasalerni í Reykjavík Reebar Abdi Mohammed, 34 ára karlmaður frá Kúrdistan sem látið hefur að sér kveða í starfi Pírata, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun á kvennasalernisbás skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar 2019. 25. febrúar 2021 10:46