Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld

Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun

Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er að skila skömminni“

Maður sem varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi sem barn segir að veröldin hafi hrunið þegar brotin rifjuðust upp áratugum síðar. Réttarsálfræðingur segir þetta vel þekkt. Gríðarlega mikilvægt sé að vinna úr slíkum áföllum um leið og þau koma upp.

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að

Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára dómur fyrir vændiskaup og alvarlegar líkamsárásir

Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa greitt fyrir vændi, beitt tvær konur alvarlegu ofbeldi og brotið gegn valdstjórninni.  Landsréttur sneri hins vegar við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði sakfellt manninn fyrir tilraun til nauðgunar vegna óskýrleika í ákæru. Aukinheldur féllst rétturinn ekki á niðurstöðu héraðsdóms um að ofbeldi hans gagnvart kærustu sinni teldist til ofbeldis í nánu sambandi. 

Innlent
Fréttamynd

Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara

Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi.

Erlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir grófa nauðgun í bíl

Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa nauðgað konu í bíl í Reykjavík. Ákærði beitti konuna einnig ítrekað fleira ofbeldi á meðan atvikið átti sér stað. 

Innlent
Fréttamynd

Strákar á speglinum til­kynna ein­elti

Nokkrir strákar sem voru bendlaðir við ofbeldi þegar nöfn þeirra voru krotuð á spegil í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa kvartað til skólans vegna eineltis. Skólinn hefur óskað eftir því að utanaðkomandi teymi taki málin til meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Maxwell segist víst hafa verið góð vinkona Andrésar prins

Ghislaine Maxwell, sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við að finna og tæla unglingsstúlkur, segist kenna í brjósti um Andrés, bróður Karls III Bretakonungs. Hún segir jafnframt að þau hafi verið góðir vinir, þvert á það sem Andrés heldur fram.

Erlent
Fréttamynd

Greenwood hand­tekinn fyrir að rjúfa skil­orð

Mason Greenwood, leikmaður Manhester United hefur verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Greenwood var handtekinn í janúar en var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hefur verið á skilorði síðan en braut það nýverið og var því handtekinn á nýjan leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Enginn hafi spurt hvort búið sé að biðja þær af­sökunar

Þrjár konur segja Auðunn Lúthersson tónlistarmann aldrei hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í þeirra garð. Það sé sárt að sjá samfélagið fyrirgefa honum. Erfitt sé að heyra hann játa að hafa farið yfir mörk og verið dónalegur, með því sé hann að smætta gjörðir sínar. 

Innlent
Fréttamynd

MH verður fyrsti skólinn til að inn­leiða að­gerða­á­ætlun í kyn­ferðis­brota­málum

Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­leg eftir­spurn eftir kyn­ferðis­legu að­gengi að flótta­mönnum á netinu

Eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að úkraínskum flóttamönnum á netinu hefur aukist gríðarlega undanfarið, meðal annars á Íslandi. Þeir sem stundi mansal nýti það til að þvinga varnarlaust fólk til kynlífsþrælkunar. Yfirmaður mansalsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu segir íslensk stjórnvöld og lögreglu þurfa að vera á verði og beina athyglinni að netinu.

Innlent
Fréttamynd

Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála

Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum.

Erlent
Fréttamynd

Nauðgunarmál tekið fyrir eftir lygilega för í gegnum kerfið

Héraðsdómur mun taka fyrir nauðgunarmál, hvers rannsókn var hætt og kæru um endurupptöku var vísað frá. Saksóknari telur að ný sakargögn um áverka við endaþarm séu fram komin og því skuli rannsóknin tekin upp aftur. Héraðsdómari hafði slegið á putta saksóknarans en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

„Það er kominn tími til að hlustað sé á þolendur"

Um þúsund manns söfnuðust saman við Menntaskólann í Hamrahlíð í dag til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast þess að tekið sé af slíkum málum sem upp koma innan skóla af festu. Mótmælendur söfnuðust saman víðar um landið.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar

Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur.

Innlent
Fréttamynd

Biðja nemendur afsökunar

Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda.

Innlent
Fréttamynd

Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið

Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma.

Innlent