„Oft ansi ljótir hlutir sagðir á meðan maður er að spila“ Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2024 16:30 Carolina og Ísabella munu saman flytja erindi á viðburðinum og lýsa því einelti og hótunum sem þær hafa upplifað í tölvuleikjaheiminum. Mynd/Leifur Wilberg Orrason Ísabella Lindudóttir hefur síðustu ár spilað mikið af tölvuleikjum þar sem margir spila saman. Hún lendir ítrekað í því að talað sé við hana í kynferðislegum tón eða henni jafnvel hótað ofbeldi. Hún segir mikilvægt að þetta sé rætt og reynt að koma í veg fyrir þetta. „Við ætlum að rýna í kynjamisrétti í tölvuleikjum,“ segir Ísabella en hún er ein fyrirlesara á fræðsluviðburðinum „Ég er TÍK“í næstu viku. Þar verður fjallað um upplifun kvenna í tölvuleikjaspilun og því mótlæti sem þær hafa orðið fyrir. Tilgangur viðburðar er að fræða, hvetja áfram aðrar konur og vekja athygli á mikilvægi þess að standa saman innan tölvuleikjasenunnar. Ísabella mun ásamt Carolinu, vinkonu sinni, deila raunverulegum sögum um neteinelti sem þær hafa orðið fyrir. „Ég hef verið að spila frá því ég var lítil. Í Covid fékk ég mína eigin tölvu og byrjaði ég svo að spila FPS leiki, svona action-leiki þar sem þú ert að skjóta úr byssu,“ segir Ísabella og að meirihluti þeirra sem spili þannig leiki séu karlmenn. „Þeir geta verið mjög aggressívir og eru ekki endilega vanir því að sjá konur spila þessa leiki. Það eru því ansi ljótir hlutir sagðir við mann á meðan maður er að spila,“ segir Ísabella. Hún segir að margir spili leikina saman og því krefjist það þess að þau tali saman á meðan og þá sé oft verið að segja eitthvað ljótt. Oftast sé talað á ensku í leikjunum því þeir séu spilaðir alþjóðlega. Þýðingar á því hvað er sagt í leikjunum eru blaðamanns. Þær Ísabella og Carolina eru báðar nemendur við MH og spila báðar tölvuleiki.Mynd/Leifur Wilberg Orrason „Fyrst þegar maður segir eitthvað er oft svarað: „Ertu lítil stelpa?“ eða „ Ertu lítill strákur?“ og ef maður gerir eitthvað þá er sagt „Ég elska þig elskan, þú ert svo góð“ eða eitthvað álíka,“ lýsir Ísabella og að það seinasta sé sagt í kynferðislegum tón. „Stundum þegar eitthvað mjög ljótt er sagt er það eitthvað eins og „Á ég að nauðga þér?“ eða „Ertu trans?“ eða eitthvað þannig.“ Hvernig líður þér þegar þeir gera þetta? „Þetta er orðið normalíserað og maður er orðinn vanur þessu sem kona. En vanalega þegar þeir segja eitthvað svona segi ég annaðhvort ekki neitt eða eitthvað á móti til að láta þá fatta að þetta er ógeðslega ljótt.“ Taka þeir mark á því? „Nei, þeir halda bara meira áfram. En það er bara partur af þessu.“ Finnst þér eðlilegt að þetta sé partur af þessu? „Nei, alls ekki. Það á að vera pláss fyrir konur í tölvuleikjum líka. Það geta allir spilað tölvuleiki, ekki bara karlmenn. En þetta er því miður orðið mjög venjulegt,“ segir Ísabella en hér að neðan er hægt að sjá hvernig er talað við hana þegar hún er að spila. Á viðburðinum á þriðjudag munu þær Carolina greina frá fleiri tilvikum. Ísabella segir þetta þó ekki gilda um alla karlmenn. Sumir svari öðrum körlum sem tala svona á meðan aðrir æsist upp og taki þátt. „Ef ég er að spila með vinum mínum sem eru karlmenn þá tala þeir oft við þá sem eru leiðinlegir. Og eru leiðinlegir til baka. Það er eina leiðin sem virkar. Það er ekkert hægt að tala við þá venjulega.“ Karlmenn sem ekki kunna að tala við konur Spurð hvort hún viti hvort þessi menn, sem tala svona í tölvuleikjunum, geri það líka utan þeirra segir hún það líklegt. „Mér líður eins og þeir sem tali svona við konur í tölvuleikjum kunni ekki að tala við konur og eiga kannski ekki vinir sem eru konur, og vita kannski ekki hvernig þeir eiga að tala við þær.“ Í rannsóknum hefur komið fram að yfir 77 prósent kvenna sem spila tölvuleiki hafa orðið fyrir kynbundnu áreiti á meðan þær eru að spila. Alls eru um 46 prósent af tölvuleikjaspilurum heimsins konur en margar spila þær leiki sem ekki eru spilaðir með öðrum og eru ekki spilaðir af karlmönnum. Ísabella nefnir sem dæmi Stardew Valley eða Animal Crossing. Carolina og Ísabella eru góðar vinkonur.Mynd/Leifur Wilberg Orrason Ísabella segir að frá því að hún byrjaði að spila skotleiki hafi stelpum þar fjölgað. Það gerist því oftar núna að í liðinu hennar sé önnur stelpa. „Það er næs að hafa aðra stelpu í liðinu. Það er huggandi,“ segir hún og að það gefi henni styrk til að spila áfram. Hún segir stelpur samt alls ekki undanskildar þessu vandamáli og segir að Melína Kolka Guðmundsdóttir, formaður Tölvuleikjasamfélags íslenskra kvenna (TÍK) hafi oft talað um eitthvað sem kallað er „only girl syndrome“. „Mörgum stelpum sem spila líður eins og þær séu eina stelpan sem er að spila. Þær eru kannski að spila með vinum sínum sem eru flestir karlar sem segja þeim að þær séu „góðar af stelpu að vera“. Þá líður þeim eins og þær séu betri en aðrar stelpur og séu eina stelpan í tölvuleiknum. Þegar hún svo hittir aðrar stelpur er hún kannski líka leiðinleg við hana því hún heldur að hún kunni ekki leikinn,“ segir Ísabella og að þannig smitist þessi viðhorf líka á stelpur. Skortur á samstöðu „Þegar strákarnir byrja að vera skrítnir við aðrar stelpur sem spila þá tekur hún þátt. Þannig eru stelpur líka partur af vandamálinu,“ segir Ísabella og að hún myndi vilja sjá meiri samstöðu meðal kvenna sem spila tölvuleiki. Ísabella segir mjög mikilvægt að það sé talað um þetta til að karlmenn hætti að haga sér og tala svona í tölvuleikjum. Það séu ekki allir meðvitaðir um þetta og því sé mikilvægt að allir taki þátt í samtalinu. Þetta sé fráhrindandi fyrir stelpur og að þær verði að fá þau skilaboð að það sé öruggt fyrir þær að spila tölvuleiki. „Stelpur mega alveg spila tölvuleiki. Þótt það sé bara Minecraft í iPadinum þeirra eða eitthvað svoleiðis. Þá mega þær það.“ Ísabella spilar marga ólíka leiki en segist helst spila Valorant, Overwatch, Counter-Strike (CSGO) eða Call of Duty og söguleiki eins og Resident Evil eða Last of US. Spurð hvort áreitnin og ofbeldið sé eins í þeim öllum segir hún að það sé sérstakt samfélag í hverjum þeirra en þetta sé mest í byssuleikjum. Auglýsing fyrir viðburðinn á þriðjudag. „Þetta var mest í CSGO en svo kom Valorant út 2020 eða 2019. Það var nýr leikur og þá fóru margir CSGO spilarar í Valorant og þá kom þetta yfir í Valorant.“ Hefur þér einhvern tímann bara langað að hætta út af þessu? „Já, þetta gerir mann afhuga. Maður fer að spila verr þegar þeir byrja að tala svona. Maður var kannski ekkert að spila frábærlega en gerir það enn verr þegar þetta byrjar, og hættir að tala. Þetta er bara ekki skemmtilegt.“ Tilvalið skólaverkefni Ísabella og Carolina eru báðar nemar á IB-braut í MH og fengu hugmyndina í einum kúrsinum sem þær taka þar, Creativity, Activity and Service (CAS). Eitt verkefnið er fjögurra vikna langt og þarf að vera unnið í samstarfi við einhvern. „Okkur Carolinu datt strax í hug að þetta gæti verið gott CAS-verkefni. Við höfðum samband við Melínu sem tengdi okkur svo við Arena og Vodafone,“ segir Ísabella en viðburðurinn er haldinn í í Arena Gaming næsta þriðjudag. Hann er haldinn í samstarfi við Vodafone, Arena og TÍK (Tölvuleikjasamfélag Íslenskra kvenna).Fyrirlesarar á viðburðinum eru auk Ísabella og Carolina, nemar á IB braut í MH sem munu fjalla um kynjamisrétti í rafíþróttum Eva Margrét, formaður Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ) Inga Karen Ingólfsdóttir tölvunarfræðingur, Melína Kolka, formaður TÍK og Helga Sóllilja, Hljóðhönnuður hjá Myrkur Games. Tækni Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Stafræn þróun Tengdar fréttir Stefna á að aukna þátttöku kvenna í rafíþróttum: „Um leið og ein tekur skrefið munu fleiri elta“ Rafíþróttasamtök Íslands, RÍSÍ, birtu í vikunni stefnu samtakanna á heimasíðu sinni þar sem kemur meðal annars fram að samtökin ætli sér að vinna að því að jafna kynjahlutfallið innan þeirra og um leið auka sýnileika annarra en karla innan rafíþróttaumhverfisins. 20. október 2022 23:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
„Við ætlum að rýna í kynjamisrétti í tölvuleikjum,“ segir Ísabella en hún er ein fyrirlesara á fræðsluviðburðinum „Ég er TÍK“í næstu viku. Þar verður fjallað um upplifun kvenna í tölvuleikjaspilun og því mótlæti sem þær hafa orðið fyrir. Tilgangur viðburðar er að fræða, hvetja áfram aðrar konur og vekja athygli á mikilvægi þess að standa saman innan tölvuleikjasenunnar. Ísabella mun ásamt Carolinu, vinkonu sinni, deila raunverulegum sögum um neteinelti sem þær hafa orðið fyrir. „Ég hef verið að spila frá því ég var lítil. Í Covid fékk ég mína eigin tölvu og byrjaði ég svo að spila FPS leiki, svona action-leiki þar sem þú ert að skjóta úr byssu,“ segir Ísabella og að meirihluti þeirra sem spili þannig leiki séu karlmenn. „Þeir geta verið mjög aggressívir og eru ekki endilega vanir því að sjá konur spila þessa leiki. Það eru því ansi ljótir hlutir sagðir við mann á meðan maður er að spila,“ segir Ísabella. Hún segir að margir spili leikina saman og því krefjist það þess að þau tali saman á meðan og þá sé oft verið að segja eitthvað ljótt. Oftast sé talað á ensku í leikjunum því þeir séu spilaðir alþjóðlega. Þýðingar á því hvað er sagt í leikjunum eru blaðamanns. Þær Ísabella og Carolina eru báðar nemendur við MH og spila báðar tölvuleiki.Mynd/Leifur Wilberg Orrason „Fyrst þegar maður segir eitthvað er oft svarað: „Ertu lítil stelpa?“ eða „ Ertu lítill strákur?“ og ef maður gerir eitthvað þá er sagt „Ég elska þig elskan, þú ert svo góð“ eða eitthvað álíka,“ lýsir Ísabella og að það seinasta sé sagt í kynferðislegum tón. „Stundum þegar eitthvað mjög ljótt er sagt er það eitthvað eins og „Á ég að nauðga þér?“ eða „Ertu trans?“ eða eitthvað þannig.“ Hvernig líður þér þegar þeir gera þetta? „Þetta er orðið normalíserað og maður er orðinn vanur þessu sem kona. En vanalega þegar þeir segja eitthvað svona segi ég annaðhvort ekki neitt eða eitthvað á móti til að láta þá fatta að þetta er ógeðslega ljótt.“ Taka þeir mark á því? „Nei, þeir halda bara meira áfram. En það er bara partur af þessu.“ Finnst þér eðlilegt að þetta sé partur af þessu? „Nei, alls ekki. Það á að vera pláss fyrir konur í tölvuleikjum líka. Það geta allir spilað tölvuleiki, ekki bara karlmenn. En þetta er því miður orðið mjög venjulegt,“ segir Ísabella en hér að neðan er hægt að sjá hvernig er talað við hana þegar hún er að spila. Á viðburðinum á þriðjudag munu þær Carolina greina frá fleiri tilvikum. Ísabella segir þetta þó ekki gilda um alla karlmenn. Sumir svari öðrum körlum sem tala svona á meðan aðrir æsist upp og taki þátt. „Ef ég er að spila með vinum mínum sem eru karlmenn þá tala þeir oft við þá sem eru leiðinlegir. Og eru leiðinlegir til baka. Það er eina leiðin sem virkar. Það er ekkert hægt að tala við þá venjulega.“ Karlmenn sem ekki kunna að tala við konur Spurð hvort hún viti hvort þessi menn, sem tala svona í tölvuleikjunum, geri það líka utan þeirra segir hún það líklegt. „Mér líður eins og þeir sem tali svona við konur í tölvuleikjum kunni ekki að tala við konur og eiga kannski ekki vinir sem eru konur, og vita kannski ekki hvernig þeir eiga að tala við þær.“ Í rannsóknum hefur komið fram að yfir 77 prósent kvenna sem spila tölvuleiki hafa orðið fyrir kynbundnu áreiti á meðan þær eru að spila. Alls eru um 46 prósent af tölvuleikjaspilurum heimsins konur en margar spila þær leiki sem ekki eru spilaðir með öðrum og eru ekki spilaðir af karlmönnum. Ísabella nefnir sem dæmi Stardew Valley eða Animal Crossing. Carolina og Ísabella eru góðar vinkonur.Mynd/Leifur Wilberg Orrason Ísabella segir að frá því að hún byrjaði að spila skotleiki hafi stelpum þar fjölgað. Það gerist því oftar núna að í liðinu hennar sé önnur stelpa. „Það er næs að hafa aðra stelpu í liðinu. Það er huggandi,“ segir hún og að það gefi henni styrk til að spila áfram. Hún segir stelpur samt alls ekki undanskildar þessu vandamáli og segir að Melína Kolka Guðmundsdóttir, formaður Tölvuleikjasamfélags íslenskra kvenna (TÍK) hafi oft talað um eitthvað sem kallað er „only girl syndrome“. „Mörgum stelpum sem spila líður eins og þær séu eina stelpan sem er að spila. Þær eru kannski að spila með vinum sínum sem eru flestir karlar sem segja þeim að þær séu „góðar af stelpu að vera“. Þá líður þeim eins og þær séu betri en aðrar stelpur og séu eina stelpan í tölvuleiknum. Þegar hún svo hittir aðrar stelpur er hún kannski líka leiðinleg við hana því hún heldur að hún kunni ekki leikinn,“ segir Ísabella og að þannig smitist þessi viðhorf líka á stelpur. Skortur á samstöðu „Þegar strákarnir byrja að vera skrítnir við aðrar stelpur sem spila þá tekur hún þátt. Þannig eru stelpur líka partur af vandamálinu,“ segir Ísabella og að hún myndi vilja sjá meiri samstöðu meðal kvenna sem spila tölvuleiki. Ísabella segir mjög mikilvægt að það sé talað um þetta til að karlmenn hætti að haga sér og tala svona í tölvuleikjum. Það séu ekki allir meðvitaðir um þetta og því sé mikilvægt að allir taki þátt í samtalinu. Þetta sé fráhrindandi fyrir stelpur og að þær verði að fá þau skilaboð að það sé öruggt fyrir þær að spila tölvuleiki. „Stelpur mega alveg spila tölvuleiki. Þótt það sé bara Minecraft í iPadinum þeirra eða eitthvað svoleiðis. Þá mega þær það.“ Ísabella spilar marga ólíka leiki en segist helst spila Valorant, Overwatch, Counter-Strike (CSGO) eða Call of Duty og söguleiki eins og Resident Evil eða Last of US. Spurð hvort áreitnin og ofbeldið sé eins í þeim öllum segir hún að það sé sérstakt samfélag í hverjum þeirra en þetta sé mest í byssuleikjum. Auglýsing fyrir viðburðinn á þriðjudag. „Þetta var mest í CSGO en svo kom Valorant út 2020 eða 2019. Það var nýr leikur og þá fóru margir CSGO spilarar í Valorant og þá kom þetta yfir í Valorant.“ Hefur þér einhvern tímann bara langað að hætta út af þessu? „Já, þetta gerir mann afhuga. Maður fer að spila verr þegar þeir byrja að tala svona. Maður var kannski ekkert að spila frábærlega en gerir það enn verr þegar þetta byrjar, og hættir að tala. Þetta er bara ekki skemmtilegt.“ Tilvalið skólaverkefni Ísabella og Carolina eru báðar nemar á IB-braut í MH og fengu hugmyndina í einum kúrsinum sem þær taka þar, Creativity, Activity and Service (CAS). Eitt verkefnið er fjögurra vikna langt og þarf að vera unnið í samstarfi við einhvern. „Okkur Carolinu datt strax í hug að þetta gæti verið gott CAS-verkefni. Við höfðum samband við Melínu sem tengdi okkur svo við Arena og Vodafone,“ segir Ísabella en viðburðurinn er haldinn í í Arena Gaming næsta þriðjudag. Hann er haldinn í samstarfi við Vodafone, Arena og TÍK (Tölvuleikjasamfélag Íslenskra kvenna).Fyrirlesarar á viðburðinum eru auk Ísabella og Carolina, nemar á IB braut í MH sem munu fjalla um kynjamisrétti í rafíþróttum Eva Margrét, formaður Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ) Inga Karen Ingólfsdóttir tölvunarfræðingur, Melína Kolka, formaður TÍK og Helga Sóllilja, Hljóðhönnuður hjá Myrkur Games.
Tækni Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Stafræn þróun Tengdar fréttir Stefna á að aukna þátttöku kvenna í rafíþróttum: „Um leið og ein tekur skrefið munu fleiri elta“ Rafíþróttasamtök Íslands, RÍSÍ, birtu í vikunni stefnu samtakanna á heimasíðu sinni þar sem kemur meðal annars fram að samtökin ætli sér að vinna að því að jafna kynjahlutfallið innan þeirra og um leið auka sýnileika annarra en karla innan rafíþróttaumhverfisins. 20. október 2022 23:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Stefna á að aukna þátttöku kvenna í rafíþróttum: „Um leið og ein tekur skrefið munu fleiri elta“ Rafíþróttasamtök Íslands, RÍSÍ, birtu í vikunni stefnu samtakanna á heimasíðu sinni þar sem kemur meðal annars fram að samtökin ætli sér að vinna að því að jafna kynjahlutfallið innan þeirra og um leið auka sýnileika annarra en karla innan rafíþróttaumhverfisins. 20. október 2022 23:30