Spilar ekki með Kielce meðan rannsókn á nauðgun stendur yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2024 17:00 Benoit Kounkoud kom til Kielce fyrir tæpum tveimur árum. getty/Marius Becker Benoit Kounkoud spilar ekki með pólska handboltaliðinu Kielce meðan frönsk yfirvöld eru með mál hans til rannsóknar. Kounkoud var handtekinn á skemmtistað í París, rúmum sólarhring eftir að hann varð Evrópumeistari með franska landsliðinu. Hann var sakaður um að hafa reynt að nauðga ungri konu á skemmtistaðnum. Kounkoud var yfirheyrður þegar runnið hafði af honum og svo sleppt úr haldi í kjölfarið. Rannsókn á málinu heldur hins vegar áfram og lögregla reynir meðal annars að safna fleiri vitnisburðum. Kounkoud leikur með pólska meistaraliðinu Kielce. Eftir að hann var handtekinn sendi félagið frá sér yfirlýsingu að það tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir en að svo stöddu komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kielce sendi hins vegar frá sér stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í dag þar sem fram kom að Kounkoud myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn á máli hans stæði yfir hjá frönskum yfirvöldum. KS Iskra Kielce S.A. informuje, e Benoit Kounkoud zosta odsuni ty od reprezentowania barw klubu w meczach naszej dru yny do czasu wyja nienia sprawy przez w adze francuskie.— Industria Kielce (@kielcehandball) February 2, 2024 Kounkoud kom til Kielce frá Paris Saint-Germain sumarið 2022. Þar leikur hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Þrastarsyni. Kounkoud var notaður sparlega á Evrópumótinu í Þýskalandi þar sem hann skoraði fimm mörk í jafn mörgum leikjum. EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Pólski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
Kounkoud var handtekinn á skemmtistað í París, rúmum sólarhring eftir að hann varð Evrópumeistari með franska landsliðinu. Hann var sakaður um að hafa reynt að nauðga ungri konu á skemmtistaðnum. Kounkoud var yfirheyrður þegar runnið hafði af honum og svo sleppt úr haldi í kjölfarið. Rannsókn á málinu heldur hins vegar áfram og lögregla reynir meðal annars að safna fleiri vitnisburðum. Kounkoud leikur með pólska meistaraliðinu Kielce. Eftir að hann var handtekinn sendi félagið frá sér yfirlýsingu að það tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir en að svo stöddu komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kielce sendi hins vegar frá sér stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í dag þar sem fram kom að Kounkoud myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn á máli hans stæði yfir hjá frönskum yfirvöldum. KS Iskra Kielce S.A. informuje, e Benoit Kounkoud zosta odsuni ty od reprezentowania barw klubu w meczach naszej dru yny do czasu wyja nienia sprawy przez w adze francuskie.— Industria Kielce (@kielcehandball) February 2, 2024 Kounkoud kom til Kielce frá Paris Saint-Germain sumarið 2022. Þar leikur hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Þrastarsyni. Kounkoud var notaður sparlega á Evrópumótinu í Þýskalandi þar sem hann skoraði fimm mörk í jafn mörgum leikjum.
EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Pólski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira