Vísbendingar um bakslag í kynjahlutföllum innan lögreglunnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 12:55 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Lögreglan er enn mjög kynjaskiptur vinnustaður og engin merki eru um að það muni breytast án þess að ráðist verði í aðgerðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vinnumenningu lögreglunnar. Jafnframt kemur fram að þrátt fyrir að konum hafi fjölgað innan lögreglunnar á síðustu árum og hlutfall karla og kvenna hafi jafnast, séu nú vísbendingar um bakslag. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á vef lögreglunnar í morgun. Rannsóknin er framhaldsrannsókn á vinnumenningu og kynjatengslum sem fyrst var gerð árið 2013. Ríkislögreglustjóri í samvinnu við lögregluembættin og dómsmálaráðuneytið bar ábyrgð á rannsókninni. Menntaðar lögreglukonur líklegastar til að verða fyrir áreitni Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að birtingarmynd kynferðislegrar áreitni innan lögreglu hafi breyst frá árinu 2013. „Færri konur nefna kynferðislega snertingu og fleiri nefna niðrandi tal og brandara af kynferðislegum toga,“ segir á vef lögreglunnar. Reynsla karla hefur staðið í stað eða minnkað. „Um 15 prósent starfsfólks hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni og eru konur líklegri til að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni en karlar.“ Þá kemur fram að menntaðar lögreglukonur séu líklegastar til að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Um sextíu prósent þeirra kvenna sem urðu fyrir tilgreindu karlkyns samstarfsmenn sem geranda. Átján prósent kvenna orðið fyrir kynbundnu áreiti við störf Niðurstöður rannsóknarinnar leiða einnig í ljós að konur séu líklegri til að hafa orðið fyrir kynbundnu áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt. Um fimmtán prósent starfsfólks hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni, þar af átján prósent kvenna og sjö prósent karla. Niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa vísbendingar um að birtingarmynd kynferðislegrar áreitni innan lögreglu hafi breyst frá árinu 2013. Vísir/Vilhelm Þá bendir samanburður við fyrri kannanir til þess að reynsla af einelti hafi minnkað meðal lögreglumanna og staðið í stað meðal borgaralegra starfsmanna. Um 14 prósent starfsfólks hafa orðið fyrir einelti í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni. Skýrsluna í heild sinni má finna hér. Lögreglan Vinnumarkaður Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á vef lögreglunnar í morgun. Rannsóknin er framhaldsrannsókn á vinnumenningu og kynjatengslum sem fyrst var gerð árið 2013. Ríkislögreglustjóri í samvinnu við lögregluembættin og dómsmálaráðuneytið bar ábyrgð á rannsókninni. Menntaðar lögreglukonur líklegastar til að verða fyrir áreitni Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að birtingarmynd kynferðislegrar áreitni innan lögreglu hafi breyst frá árinu 2013. „Færri konur nefna kynferðislega snertingu og fleiri nefna niðrandi tal og brandara af kynferðislegum toga,“ segir á vef lögreglunnar. Reynsla karla hefur staðið í stað eða minnkað. „Um 15 prósent starfsfólks hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni og eru konur líklegri til að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni en karlar.“ Þá kemur fram að menntaðar lögreglukonur séu líklegastar til að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Um sextíu prósent þeirra kvenna sem urðu fyrir tilgreindu karlkyns samstarfsmenn sem geranda. Átján prósent kvenna orðið fyrir kynbundnu áreiti við störf Niðurstöður rannsóknarinnar leiða einnig í ljós að konur séu líklegri til að hafa orðið fyrir kynbundnu áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt. Um fimmtán prósent starfsfólks hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni, þar af átján prósent kvenna og sjö prósent karla. Niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa vísbendingar um að birtingarmynd kynferðislegrar áreitni innan lögreglu hafi breyst frá árinu 2013. Vísir/Vilhelm Þá bendir samanburður við fyrri kannanir til þess að reynsla af einelti hafi minnkað meðal lögreglumanna og staðið í stað meðal borgaralegra starfsmanna. Um 14 prósent starfsfólks hafa orðið fyrir einelti í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni. Skýrsluna í heild sinni má finna hér.
Lögreglan Vinnumarkaður Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira