Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Lovísa Arnardóttir skrifar 21. febrúar 2024 08:24 Birgir Þórarinsson hefur rætt við leigubílstjóra um breytingarnar. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. Birgir lagði í desember í fyrra fram fyrirspurn á þingi til innviðaráðherra um það hvernig hefur gengið frá því að breytingar á lögunum tóku gildi í apríl árið 2023, fjölda tilvika sem hafa verið tilkynnt til Samgöngustofu og svo hvers eðlis þessi atvik eru. Birgir ræddi leigubílalögin í Bítinu í morgun. Hann segist bíða svara frá innviðaráðherra við fyrirspurn sinni en hana er hægt að kynna sér hér.. Þar spyr hann hversu margir hafi tekið próf á ensku og hversu margir á íslensku. Um breytingar á leigubifreiðaakstri og hvaða áhrif breytingarnar hafi haft á afkomu þeirra sem hafa leigubifreiðaakstur að aðalstarfi. Birgir segir að hann vilji líta til Danmerkur hvað varðar til dæmis tungumál þeirra sem aki leigubíla. Þar séu skilyrði um að tala dönsku og að sömu leið ætti að fara hér. „Ég tek eðlilegt að flýta þessari vinnu í ljósi þess sem við höfum séð fréttir af og í ljósi þess sem þeir segja sem vinna við greinina.“ Samkvæmt lögunum þarf hreint sakavottorð, gott orðspor og að sækja námskeið til að fá leyfi til að aka leigubíl. Birgir segir að hann telji vandamálið liggja í eftirlitsþættinum hjá Samgöngustofu. Þar þurfi betur að fara yfir. Svo séu próf í ökuskólanum á íslensku og að hann hafi heimild fyrir því að margir sem hafi fengið leyfi tali samt sem áður ekki íslensku. „Það á að vera eftirlit með því en það sem ég hef heyrt frá þeim sem starfa í greininni er að það eru þarna hlutir sem þarf að fara yfir og ég tel eðlilegt að það þurfi að flýta þeirri vinnu,“ segir Birgir. Hann segir að leigubílstjórar hafi ekki verið ósáttir við það að lögunum hafi verið breytt. Þeir hafi viljað gott samráð við stjórnvöld. Það hafi verið skortur á leigubílum og nauðsynlegt að gera breytingar. „Tilgangurinn var að fjölga bílum og auka samkeppni og svo framvegis. Það þarf að fara yfir þessa þætti,“ segir Birgir. Kynferðisofbeldi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Leigubílar Bítið Tengdar fréttir Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Birgir lagði í desember í fyrra fram fyrirspurn á þingi til innviðaráðherra um það hvernig hefur gengið frá því að breytingar á lögunum tóku gildi í apríl árið 2023, fjölda tilvika sem hafa verið tilkynnt til Samgöngustofu og svo hvers eðlis þessi atvik eru. Birgir ræddi leigubílalögin í Bítinu í morgun. Hann segist bíða svara frá innviðaráðherra við fyrirspurn sinni en hana er hægt að kynna sér hér.. Þar spyr hann hversu margir hafi tekið próf á ensku og hversu margir á íslensku. Um breytingar á leigubifreiðaakstri og hvaða áhrif breytingarnar hafi haft á afkomu þeirra sem hafa leigubifreiðaakstur að aðalstarfi. Birgir segir að hann vilji líta til Danmerkur hvað varðar til dæmis tungumál þeirra sem aki leigubíla. Þar séu skilyrði um að tala dönsku og að sömu leið ætti að fara hér. „Ég tek eðlilegt að flýta þessari vinnu í ljósi þess sem við höfum séð fréttir af og í ljósi þess sem þeir segja sem vinna við greinina.“ Samkvæmt lögunum þarf hreint sakavottorð, gott orðspor og að sækja námskeið til að fá leyfi til að aka leigubíl. Birgir segir að hann telji vandamálið liggja í eftirlitsþættinum hjá Samgöngustofu. Þar þurfi betur að fara yfir. Svo séu próf í ökuskólanum á íslensku og að hann hafi heimild fyrir því að margir sem hafi fengið leyfi tali samt sem áður ekki íslensku. „Það á að vera eftirlit með því en það sem ég hef heyrt frá þeim sem starfa í greininni er að það eru þarna hlutir sem þarf að fara yfir og ég tel eðlilegt að það þurfi að flýta þeirri vinnu,“ segir Birgir. Hann segir að leigubílstjórar hafi ekki verið ósáttir við það að lögunum hafi verið breytt. Þeir hafi viljað gott samráð við stjórnvöld. Það hafi verið skortur á leigubílum og nauðsynlegt að gera breytingar. „Tilgangurinn var að fjölga bílum og auka samkeppni og svo framvegis. Það þarf að fara yfir þessa þætti,“ segir Birgir.
Kynferðisofbeldi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Leigubílar Bítið Tengdar fréttir Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00