Nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið á göngustíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2024 17:36 Málið var til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Rúmlega tvítugur karlmaður á Suðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga kunningjastúlku sem mælti sér mót við hann til að fá vökva í veipið sitt. DNA-sýni var lykilgagn í málinu. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að nauðgunin hafi orðið á göngustíg í bæjarkjarna á Suðurlandi að nóttu til í september 2021. Þá hafi þau bæði verið átján ára gömul. Þau hafi mælt sér mót þar en þau höfðu þekkst í þrjú ár eftir að hafa unnið saman. Hann hafi byrjað að kyssa hana, hana hafi svimað og hún hefði talið hann ætla að hjálpa hana. Svo hafi liðið yfir hana og þegar hún hafi rankað við sér hafi hann látið hana standa upp, rifið niður buxur þeirra beggja og haft samfarir við hana í fimm til tíu mínútur. Drengurinn sagðist hafa verið í sambandi við stúlkuna um nóttina þar sem hana vantaði vökva í veipið sitt og hann ætlað að láta hana hafa daginn eftir. Hann hefði aldrei farið að hitta hana. Lykilgögn í málinu voru DNA-sýni af drengnum sem fundust á stúlkunni. Skýringar hans hvernig sýni af getnaðarlimi hans hefðu getað fundist á stúlkunni þóttu ekki halda vatni. Voru þeir meðal annars á þá leið að hann geymdi veipið sitt í klofinu þegar hann æki bíl og hann hefði í eitthvert skipti gefið henni af veipinu sínu. Þá tók héraðsdómur vitnisburði fjölskyldumeðlima hans að hann hefði aldrei yfirgefið heimili sitt um nóttina með fyrirvara vegna tengsla og að heimilisfólkið var ýmist sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Þá voru áverkar á leggöngum stúlkunnar þess eðlis að þeir væru eftir samræði sem hún hefði ekki verið tilbúin fyrir. Auk þess væru þeir að líkindum að hámarki tveggja daga gamlir. Var stöðugur framburður stúlkunnar metinn trúverðugur og lagður til grundvallar dómnum. Var karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og þarf auk þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að nauðgunin hafi orðið á göngustíg í bæjarkjarna á Suðurlandi að nóttu til í september 2021. Þá hafi þau bæði verið átján ára gömul. Þau hafi mælt sér mót þar en þau höfðu þekkst í þrjú ár eftir að hafa unnið saman. Hann hafi byrjað að kyssa hana, hana hafi svimað og hún hefði talið hann ætla að hjálpa hana. Svo hafi liðið yfir hana og þegar hún hafi rankað við sér hafi hann látið hana standa upp, rifið niður buxur þeirra beggja og haft samfarir við hana í fimm til tíu mínútur. Drengurinn sagðist hafa verið í sambandi við stúlkuna um nóttina þar sem hana vantaði vökva í veipið sitt og hann ætlað að láta hana hafa daginn eftir. Hann hefði aldrei farið að hitta hana. Lykilgögn í málinu voru DNA-sýni af drengnum sem fundust á stúlkunni. Skýringar hans hvernig sýni af getnaðarlimi hans hefðu getað fundist á stúlkunni þóttu ekki halda vatni. Voru þeir meðal annars á þá leið að hann geymdi veipið sitt í klofinu þegar hann æki bíl og hann hefði í eitthvert skipti gefið henni af veipinu sínu. Þá tók héraðsdómur vitnisburði fjölskyldumeðlima hans að hann hefði aldrei yfirgefið heimili sitt um nóttina með fyrirvara vegna tengsla og að heimilisfólkið var ýmist sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Þá voru áverkar á leggöngum stúlkunnar þess eðlis að þeir væru eftir samræði sem hún hefði ekki verið tilbúin fyrir. Auk þess væru þeir að líkindum að hámarki tveggja daga gamlir. Var stöðugur framburður stúlkunnar metinn trúverðugur og lagður til grundvallar dómnum. Var karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og þarf auk þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira