Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 18:51 Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings í málinu, annar þeirra er leigubílstjóri. vísir/vilhelm Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. „Ég er búinn að senda Samgöngustofu tilkynningu um að hann sé ekki lengur starfandi hjá stöðinni,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, í samtali við Vísi. Sigtryggur Arnar Magnússon er framkvæmdastjóri City Taxi.Vísir Varað var við því í dag og í gær, meðal annars á Facebook-hópi leigubílstjóra, að hinn grunaði væri enn að keyra farþega. Sigtryggur Arnar kveðst hafa fengið það staðfest síðdegis í dag að umræddur leigubílstjóri væri vissulega á vegum City Taxi. Sigtryggur Arnar er gagnrýninn á kerfið sem geri stöðvum ekki viðvart ef bílstjóri reynist grunaður um kynferðisbrot. „Ég útilokaði eins og ég gat að þessi bílstjóri væri frá mér. Þegar lögregla fær að vita að þetta sé leigubílstjóri á okkar vegum, þá virkar kerfið þannig að þau mega ekki gera mér viðvart. Honum er síðan hleypt út þar sem hann heldur áfram að keyra saklaust fólk. Þetta er bara klikkun,“ segir Sigtryggur og vill meina að um nýnæmi sé að ræða í nýsamþykktum lögum um leigubifreiðar. „Við eigum bara að geta sent börnin okkar í hvaða leigubíl sem er og ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ bætir Sigtryggur við. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við fréttastofu að það hafi hvorki verið þannig í gömlu né nýju lögunum að öllum aðilum sé gert viðvart þegar leigubílstjóri er grunaður um afbrot. Greint var frá málinu fyrr í vikunni og kom þá fram að tveir karlmenn væru með stöðu sakbornings í málinu, annar þeirra leigubílstjóri af erlendu bergi brotinn. Leigubílar Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
„Ég er búinn að senda Samgöngustofu tilkynningu um að hann sé ekki lengur starfandi hjá stöðinni,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, í samtali við Vísi. Sigtryggur Arnar Magnússon er framkvæmdastjóri City Taxi.Vísir Varað var við því í dag og í gær, meðal annars á Facebook-hópi leigubílstjóra, að hinn grunaði væri enn að keyra farþega. Sigtryggur Arnar kveðst hafa fengið það staðfest síðdegis í dag að umræddur leigubílstjóri væri vissulega á vegum City Taxi. Sigtryggur Arnar er gagnrýninn á kerfið sem geri stöðvum ekki viðvart ef bílstjóri reynist grunaður um kynferðisbrot. „Ég útilokaði eins og ég gat að þessi bílstjóri væri frá mér. Þegar lögregla fær að vita að þetta sé leigubílstjóri á okkar vegum, þá virkar kerfið þannig að þau mega ekki gera mér viðvart. Honum er síðan hleypt út þar sem hann heldur áfram að keyra saklaust fólk. Þetta er bara klikkun,“ segir Sigtryggur og vill meina að um nýnæmi sé að ræða í nýsamþykktum lögum um leigubifreiðar. „Við eigum bara að geta sent börnin okkar í hvaða leigubíl sem er og ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ bætir Sigtryggur við. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við fréttastofu að það hafi hvorki verið þannig í gömlu né nýju lögunum að öllum aðilum sé gert viðvart þegar leigubílstjóri er grunaður um afbrot. Greint var frá málinu fyrr í vikunni og kom þá fram að tveir karlmenn væru með stöðu sakbornings í málinu, annar þeirra leigubílstjóri af erlendu bergi brotinn.
Leigubílar Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira