Tók 0,3 sekúndur að búa til nektarmynd af sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2024 11:42 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi hefur áhyggjur af beitingu gervigreindar til stafræns kynferðisofbeldis. Vísir/Vilhelm Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi og stjórnarformaður Nordref, segir engan óhultan fyrir gervigreind og möguleikum sem henni fylgja til stafræns kynferðisofbeldis. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórdís hefur sjálf prófað að nýta tæknina með þessum hætti á sjálfri sér til að sýna fram á möguleika hennar. „Ég einmitt sannreyndi það á sjálfri mér hér fyrir skemmstu og fékk út nektarmynd á 0,3 sekúndum sem afklæddi mig að fullu,“ segir Þórdís. „Þarna erum við kannski hingað til búin að líta á þetta sem svona kynbundið vandamál, það eru fyrst og fremst konur og stúlkur sem eru að verða fyrir því að nektarmyndir af þeim eru notaðar gegn þeim en núna með þessari tækni þá er þetta orðið vandamál sem getur skotið upp kollinum í lífi allra, það er að segja að vera tekinn fyrir með þessum hætti.“ 75 prósent fengið óumbeðið efni Þórdís hefur undanfarin ár starfað með Nordref samtökunum og hefur rannsakað það hverjir það eru sem beita stafrænu ofbeldi á netinu og hvers vegna. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag en Þórdís segir þar gerendur fyrst og fremst hafa verið kortlagða. „Eitt af því sem kom í ljós í þessum rannsóknarniðurstöðum, sérstaklega hvað Ísland varðar, það var einmitt hversu gríðarlega útbreitt sumar tegundir af þessu ofbeldi eru. Það má nefna að 75 prósent af þeim konum sem svöruðu okkar könnun höfðu fengið óumbeðið kynferðislegt efni sent til sín og þar bera auðvitað typpamyndirnar hæst.“ Þórdís segir að þegar komi að hótunum og óleyfilegri dreifingu nektarmynda séu það glæpir sem að langstærstu leyti eru framdir af fyrrverandi kærustum eða núverandi kærustum eða mökum. „En það verður algjör viðsnúningur í þessum óumbeðnu typpamyndum. Þar sjáum við að langstærstu leyti er gerandinn ókunnugur konunni sem málið snýst um. Þarna erum við að sjá stafræna útfærslu af því sem ég þekkti sem barn sem svona flassara sem gengu um í síðum frakka.“ Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Tækni Gervigreind Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórdís hefur sjálf prófað að nýta tæknina með þessum hætti á sjálfri sér til að sýna fram á möguleika hennar. „Ég einmitt sannreyndi það á sjálfri mér hér fyrir skemmstu og fékk út nektarmynd á 0,3 sekúndum sem afklæddi mig að fullu,“ segir Þórdís. „Þarna erum við kannski hingað til búin að líta á þetta sem svona kynbundið vandamál, það eru fyrst og fremst konur og stúlkur sem eru að verða fyrir því að nektarmyndir af þeim eru notaðar gegn þeim en núna með þessari tækni þá er þetta orðið vandamál sem getur skotið upp kollinum í lífi allra, það er að segja að vera tekinn fyrir með þessum hætti.“ 75 prósent fengið óumbeðið efni Þórdís hefur undanfarin ár starfað með Nordref samtökunum og hefur rannsakað það hverjir það eru sem beita stafrænu ofbeldi á netinu og hvers vegna. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag en Þórdís segir þar gerendur fyrst og fremst hafa verið kortlagða. „Eitt af því sem kom í ljós í þessum rannsóknarniðurstöðum, sérstaklega hvað Ísland varðar, það var einmitt hversu gríðarlega útbreitt sumar tegundir af þessu ofbeldi eru. Það má nefna að 75 prósent af þeim konum sem svöruðu okkar könnun höfðu fengið óumbeðið kynferðislegt efni sent til sín og þar bera auðvitað typpamyndirnar hæst.“ Þórdís segir að þegar komi að hótunum og óleyfilegri dreifingu nektarmynda séu það glæpir sem að langstærstu leyti eru framdir af fyrrverandi kærustum eða núverandi kærustum eða mökum. „En það verður algjör viðsnúningur í þessum óumbeðnu typpamyndum. Þar sjáum við að langstærstu leyti er gerandinn ókunnugur konunni sem málið snýst um. Þarna erum við að sjá stafræna útfærslu af því sem ég þekkti sem barn sem svona flassara sem gengu um í síðum frakka.“
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Tækni Gervigreind Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent