Loksins ákærðir fyrir kynferðisbrot sem reynt var að hylma yfir Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2024 13:31 Markvörðurinn Carter Hart er einn fimmmenninganna sem nú hafa verið ákærðir. Getty/Len Redkoles Lögreglan í kanadísku borginni London, í Ontariofylki, hefur beðist afsökunar á því hve langan tíma tók að ákæra fimm íshokkímenn sem grunaðir eru um kynferðisbrot í júní 2018. Mennirnir eru allir atvinnumenn í íshokkí í dag, þar af fjórir í NHL-deildinni en einn í Sviss, en þeir voru liðsfélagar í kanadíska ungmennalandsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu eftir verðlaunahátíð kanadíska íshokkísambandsins, sem haldin var í London í Kanada. Lögreglurannsókn lauk í febrúar 2019 án þess að ákæra væri lögð fram en málið var opnað að nýju í júlí 2022, í kjölfar mikillar reiði þegar í ljós kom að kanadíska íshokkísambandið hefði greitt þolandanum fyrir að láta málið niður falla. Þetta hneykslismál varð þess valdandi að kanadísk yfirvöld skrúfuðu fyrir styrki til kanadíska íshokkísambandsins í tíu mánuði, og fjöldi fyrirtækja gerði hlé á eða hætti styrkveitingum til sambandsins. Framkvæmdastjóra og stjórn sambandsins var skipt út. „Ég bið fórnarlambið og fjölskyldu hennar afsökunar á því að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ sagði Thai Truong, lögreglustjórinn í London, á mánudag, eftir að mennirnir voru ákærðir í síðustu viku. „Þetta ætti ekki að taka svona langan tíma. Það ætti ekki að taka mörg ár fyrir okkur að ná þeirri niðurstöðu sem nú er komin,“ sagði Truong. Leikmennirnir sem um ræðir eru Carter Hart, markvörður Philadelphia Flyers, þeir Mike McLeod og Cal Foote hjá New Jersey Devils, Dilon Dube hjá Calgary Flames og loks Alex Formenton sem nú er leikmaður Ambri-Piotta í Sviss. Allir voru leikmennirnir komnir í leyfi áður en ákærurnar voru lagðar fram og segja lögfræðinar þeirra að þeir muni verjast ásökununum. Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Mennirnir eru allir atvinnumenn í íshokkí í dag, þar af fjórir í NHL-deildinni en einn í Sviss, en þeir voru liðsfélagar í kanadíska ungmennalandsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu eftir verðlaunahátíð kanadíska íshokkísambandsins, sem haldin var í London í Kanada. Lögreglurannsókn lauk í febrúar 2019 án þess að ákæra væri lögð fram en málið var opnað að nýju í júlí 2022, í kjölfar mikillar reiði þegar í ljós kom að kanadíska íshokkísambandið hefði greitt þolandanum fyrir að láta málið niður falla. Þetta hneykslismál varð þess valdandi að kanadísk yfirvöld skrúfuðu fyrir styrki til kanadíska íshokkísambandsins í tíu mánuði, og fjöldi fyrirtækja gerði hlé á eða hætti styrkveitingum til sambandsins. Framkvæmdastjóra og stjórn sambandsins var skipt út. „Ég bið fórnarlambið og fjölskyldu hennar afsökunar á því að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ sagði Thai Truong, lögreglustjórinn í London, á mánudag, eftir að mennirnir voru ákærðir í síðustu viku. „Þetta ætti ekki að taka svona langan tíma. Það ætti ekki að taka mörg ár fyrir okkur að ná þeirri niðurstöðu sem nú er komin,“ sagði Truong. Leikmennirnir sem um ræðir eru Carter Hart, markvörður Philadelphia Flyers, þeir Mike McLeod og Cal Foote hjá New Jersey Devils, Dilon Dube hjá Calgary Flames og loks Alex Formenton sem nú er leikmaður Ambri-Piotta í Sviss. Allir voru leikmennirnir komnir í leyfi áður en ákærurnar voru lagðar fram og segja lögfræðinar þeirra að þeir muni verjast ásökununum.
Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira