Loksins ákærðir fyrir kynferðisbrot sem reynt var að hylma yfir Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2024 13:31 Markvörðurinn Carter Hart er einn fimmmenninganna sem nú hafa verið ákærðir. Getty/Len Redkoles Lögreglan í kanadísku borginni London, í Ontariofylki, hefur beðist afsökunar á því hve langan tíma tók að ákæra fimm íshokkímenn sem grunaðir eru um kynferðisbrot í júní 2018. Mennirnir eru allir atvinnumenn í íshokkí í dag, þar af fjórir í NHL-deildinni en einn í Sviss, en þeir voru liðsfélagar í kanadíska ungmennalandsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu eftir verðlaunahátíð kanadíska íshokkísambandsins, sem haldin var í London í Kanada. Lögreglurannsókn lauk í febrúar 2019 án þess að ákæra væri lögð fram en málið var opnað að nýju í júlí 2022, í kjölfar mikillar reiði þegar í ljós kom að kanadíska íshokkísambandið hefði greitt þolandanum fyrir að láta málið niður falla. Þetta hneykslismál varð þess valdandi að kanadísk yfirvöld skrúfuðu fyrir styrki til kanadíska íshokkísambandsins í tíu mánuði, og fjöldi fyrirtækja gerði hlé á eða hætti styrkveitingum til sambandsins. Framkvæmdastjóra og stjórn sambandsins var skipt út. „Ég bið fórnarlambið og fjölskyldu hennar afsökunar á því að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ sagði Thai Truong, lögreglustjórinn í London, á mánudag, eftir að mennirnir voru ákærðir í síðustu viku. „Þetta ætti ekki að taka svona langan tíma. Það ætti ekki að taka mörg ár fyrir okkur að ná þeirri niðurstöðu sem nú er komin,“ sagði Truong. Leikmennirnir sem um ræðir eru Carter Hart, markvörður Philadelphia Flyers, þeir Mike McLeod og Cal Foote hjá New Jersey Devils, Dilon Dube hjá Calgary Flames og loks Alex Formenton sem nú er leikmaður Ambri-Piotta í Sviss. Allir voru leikmennirnir komnir í leyfi áður en ákærurnar voru lagðar fram og segja lögfræðinar þeirra að þeir muni verjast ásökununum. Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Mennirnir eru allir atvinnumenn í íshokkí í dag, þar af fjórir í NHL-deildinni en einn í Sviss, en þeir voru liðsfélagar í kanadíska ungmennalandsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu eftir verðlaunahátíð kanadíska íshokkísambandsins, sem haldin var í London í Kanada. Lögreglurannsókn lauk í febrúar 2019 án þess að ákæra væri lögð fram en málið var opnað að nýju í júlí 2022, í kjölfar mikillar reiði þegar í ljós kom að kanadíska íshokkísambandið hefði greitt þolandanum fyrir að láta málið niður falla. Þetta hneykslismál varð þess valdandi að kanadísk yfirvöld skrúfuðu fyrir styrki til kanadíska íshokkísambandsins í tíu mánuði, og fjöldi fyrirtækja gerði hlé á eða hætti styrkveitingum til sambandsins. Framkvæmdastjóra og stjórn sambandsins var skipt út. „Ég bið fórnarlambið og fjölskyldu hennar afsökunar á því að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ sagði Thai Truong, lögreglustjórinn í London, á mánudag, eftir að mennirnir voru ákærðir í síðustu viku. „Þetta ætti ekki að taka svona langan tíma. Það ætti ekki að taka mörg ár fyrir okkur að ná þeirri niðurstöðu sem nú er komin,“ sagði Truong. Leikmennirnir sem um ræðir eru Carter Hart, markvörður Philadelphia Flyers, þeir Mike McLeod og Cal Foote hjá New Jersey Devils, Dilon Dube hjá Calgary Flames og loks Alex Formenton sem nú er leikmaður Ambri-Piotta í Sviss. Allir voru leikmennirnir komnir í leyfi áður en ákærurnar voru lagðar fram og segja lögfræðinar þeirra að þeir muni verjast ásökununum.
Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira