Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. Bíó og sjónvarp 15. febrúar 2022 14:46
Kúrekastemning og rólegheit þessa vikuna Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 15. febrúar 2022 14:31
Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. Innlent 15. febrúar 2022 13:01
Ellefu ára og gjörsamlega stal senunni í Glaumbæ Í skemmtiþættinum Glaumbær sem er dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum mættu þeir Ari Eldjárn og Eyþór Ingi og tóku nokkur vel valin lög með Birni Stefánssyni. Tónlist 15. febrúar 2022 12:31
Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. Menning 15. febrúar 2022 10:15
Kynnar á Óskarsverðlaunahátíðinni eftir þriggja ára hlé Eftir þrjár Óskarsverðlaunahátíðir í röð án kynnis verður nú breyting á. Þrjár konur – þær Regina Hall, Amy Schumer og Wanda Sykes – munu sameiginlega taka að sér hlutverkið á 94. Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer 27. mars næstkomandi. Lífið 15. febrúar 2022 08:09
Hlátrasköll og faðmlög hjá fólkinu á bak við Verbúðina Áttundi og síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í gær eins og fór eflaust ekki framhjá neinum. Leikarar og aðstandendur hittust á Ölveri í gærkvöldi. Lífið 14. febrúar 2022 22:46
Segir söguþráð Verbúðarinnar mjög nálægt sannleikanum Fyrrum þingkona Kvennalistans segir Verbúðina endurspegla andrúmsloftið á níunda áratugnum og telur söguþráðinn mjög nálægt sannleikanum. Hún segist viss um að Kristín Halldórsdóttir heitin sé fyrirmynd skeleggrar persónu í þáttunum. Innlent 14. febrúar 2022 22:00
„Viljum halda leyndinni eins lengi og mögulegt er“ Tónlistaratriðið Nappi var kynnt inn í liðnum „íslenskt og áhugavert“ á íslenska listanum á FM957 síðasta laugardag en mikil leynd hvílir yfir þessu verkefni. Tónlist 14. febrúar 2022 16:30
Hugmyndir fyrir Valentínusarsófakúrið Í dag er Valentínusardagurinn, dagur ástarinnar og eru eflaust einhverjir sem ætla að taka stefnumót með ástinni sinni sem endar jafnvel upp í sófa að kúra yfir mynd. Færðin í dag er ekki upp á marga fiska svo það er upplagt að hafa stefnumótið heima, elda góðan mat eða jafnvel sækja veitingar af uppáhalds staðnum og velja svo ástarmynd af þessum lista. Lífið 14. febrúar 2022 16:01
Ari Eldjárn fór á kostum í flutningi á Park Life með Blur Í skemmtiþættinum Glaumbær sem er dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum mættu þeir Ari Eldjárn og Eyþór Ingi og tóku nokkur vel valin lög með Birni Stefánssyni. Tónlist 14. febrúar 2022 15:30
Snoop Dogg og Kelly Clarkson kynnar í bandarísku útgáfunni af Eurovision Bandaríkjamenn ætla að halda sína eigin útgáfu af Eurovision, Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo virðist sem keppnin muni einfaldlega einfaldlega heita American Song Contest. Lífið 14. febrúar 2022 14:41
„Lífið tekur mann stundum í aðra átt“ Elektró pönk-rokk tvíeykið Monstra gefur út sitt annað lag Blossoming sem er eitt af lögunum af komandi EP plötu þeirra. Albumm 14. febrúar 2022 14:31
Frumsýna myndbandið við Hjartað mitt: „Sjö ára dóttir mín er innblásturinn af þessu lagi“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu myndbandi við lagið „Hjartað mitt“, sem er eitt þeirra laga sem tekur þátt í undankeppni Eurovision hér á landi í ár. Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson er höfundur lagsins og Magnús Þór Sigmundsson skrifar textann en Stefanía Svavarsdóttir flytur lagið. Tónlist 14. febrúar 2022 13:00
Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Super Bowl var í gær og LA Rams urðu meistarar NFL-deildarinnar. Það er þó fyrir mörgum aukaatriði en auk þess að vera úrslitaleikurinn í NFL-deildinni er hann einnig mjög mikilvægur fyrirtækjum og auglýsingastofum. Viðskipti erlent 14. febrúar 2022 12:37
Hálfleikssýning Ofurskálarinnar vakti upp mikla nostalgíu Ofurskálin fór fram um helgina og var það var stórskotaliðið Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar sem sáu um skemmtiatriðið í hálfleik. Enginn annar en 50 cent mætti sem óvæntur gestur í atriðinu og Anderson .Paak birtist líka. Lífið 14. febrúar 2022 12:26
Kafað í fyrstu stiklu Rings of Power Amazon Studios birtu í gær fyrstu stiklu nýrra þátta sem gerast í söguheimi Hringadróttinssögu. Þættirnir Rings of Power gerast þúsundum ára á undan sögunni um Frodo, Sam, Aragorn og félaga. Bíó og sjónvarp 14. febrúar 2022 11:01
„Þetta virkar ekki alveg saman“ Sólborg Guðbrandsdóttir er 25 ára kona sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út tvær bækur. Annarsvegar bókina Fávitar og síðan bókina Aðeins færri Fávitar. Lífið 14. febrúar 2022 10:31
Ghostbusters-leikstjórinn Ivan Reitman látinn Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn og framleiðandinn Ivan Reitman er látinn, 75 ára að aldri. Lífið 14. febrúar 2022 07:40
Ljúfsár stund meðal netverja eftir síðasta þátt Verbúðarinnar Áttundi og jafnframt síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í kvöld en þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda. Netverjar kepptust við að koma sínum vangaveltum á framfæri eftir þáttinn en allir virðast hafa verið límdir við skjáinn. Bíó og sjónvarp 13. febrúar 2022 23:25
Úkraínsku stjörnurnar í Go_A mæta í Söngvakeppnina Úkraínska hljómsveitin Go_A sem dáleiddi heimsbyggðina þegar Eurovision fór fram í Hollandi í fyrra mæta til að trylla lýðinn þegar úrslit Söngvakeppninnar fara fram þann 12. mars. Tónlist 13. febrúar 2022 22:08
Ágústa Ýr í myndatöku fyrir Vogue: „Litla ég væri mjög stolt“ Listakonan, leikstjórinn og fyrirsætan Ágústa Ýr Guðmundsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt @iceicebabyspice, birtist í tölublaði tímaritsins Vogue Italia á dögunum. Tíska og hönnun 13. febrúar 2022 20:01
„Botnleðja hugsar sinn gang“ Botnleðja er ein helsta hljómsveit okkar Íslendinga en sveitin gerði allt vitlaust á tíunda áratugnum. Þéttari sveit er erfitt að finna en hana skipa Heiðar Heiðar Örn Kristjánsson, Ragnar Páll Steinsson og Haraldur Freyr Gíslason. Albumm 13. febrúar 2022 18:30
„Árið 1986 voru Einar og Freydís mjög dugleg að dansa TikTok“ „Ef þið vissuð ekki! ÁRið 1986 voru Einar og Freydís mjög dugleg að dansa TikTok með börnunum sínum og Hörpu.“ Lífið 13. febrúar 2022 12:31
Pam & Tommy: Magni-ficent sjónvarp! Sem lífstíðar Stjörnustríðs fanatíker átti ég seint von á að ég tæki Mötley Crüe og Baywatch fram yfir Star Wars, en s.l. miðvikudag komu samtímis inn á Disney+/STAR nýir þættir af The Book of Boba Fett og Pam & Tommy. Það er skemmst frá því að segja að ég horfði á Pam & Tommy fyrst. Gagnrýni 13. febrúar 2022 10:47
„Gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn“ Leikarar í Svörtu söndum, þáttum sem sýndir eru á Stöð 2, segja það mikinn heiður að hafa fengið inngöngu á hina virtu kvikmyndahátíð Berlinale í Þýskalandi sem fer fram í kvöld. Sjónvarpsþættirnir verða þá heimsfrumsýndir en í umsögn dómnefndar er þáttunum hrósað í hástert, meðal annars fyrir karaktersköpun, myndatöku og einstakt umhverfi á Íslandi. Bíó og sjónvarp 12. febrúar 2022 19:35
Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. Tónlist 12. febrúar 2022 16:01
Tinder Swindlerinn ætlar að segja sína hlið af sögunni Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut eins og hann heitir í alvörunni kom með yfirlýsingu um að hann muni segja sína hlið af sögunni áður en hann hætti á Instagram. Heimildarmyndin The Tinder Swindler á Netflix hefur fengið gífurleg viðbrögð síðan hún kom út í byrjun mánaðarins og óttast netverjar að Shimon sé að finna leið til þess að nýta sér tækifærið. Lífið 12. febrúar 2022 14:30
„Efnið er nefnilega lifandi“ Listakonan Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna EFNI & RÝMI klukkan 14:00 í dag í sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu, og stendur sýningin til 6. mars næstkomandi. Menning 12. febrúar 2022 07:31
Ruddinn út úr kirkjum landsins og Roter Traubensaft inn Messuvínið var á árum áður torkennilegur ruddi, samansull misgóðra vína en nú er öldin önnur. Nú er það Roter Traubensaft sem er hið vígða vín sem notuð er við sakramenti. Lífið 12. febrúar 2022 07:00