Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2022 Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2022 08:00 The Northman var ein af „floppum“ ársins. Vísir/Sara Árið 2022 var að nokkru leyti árið sem kvikmyndirnar sneru aftur. Það er að segja árið sem fólkið sneri aftur í kvikmyndahúsin. Nokkuð var um kvikmyndir sem öfluðu mikilla tekna á árinu en eins og alltaf voru einnig myndir sem gerðu það ekki og voru jafnvel lélegar. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar helstu myndum ársins. Hvort sem þær voru bestar, stærstar, verstar eða misheppnaðar fjárhagslega. Bestu myndirnar á Vísi Eins og áður hefur Heiðar Sumarliðason gagnrýnt kvikmyndir og sjónvarpsþætti á Vísi á árinu. Hér að neðan má sjá fimm uppáhalds myndir Heiðars á þessu ári. The Lost Daughter The Lost Daughter fjallar um Ledu, enskan prófessor í ítölskum bókmenntum, sem hefur komið sér fyrir í litlum grískum bæ, þar sem hún ætlar að eyða sumarfríinu við rólega strönd og vinna í rannsóknum sínum. Leda var þó ekki lengi í Paradís, þar sem hávær hópur Bandaríkjamanna spillir friðinum og tekur sér bólfestu á ströndinni. Þetta kemur af stað mjög svo undarlegri atburðarás, þar sem Leda blandast inn í líf þessa fólks. Sjá einnig: Smárabíó bjargar frábærri mynd úr klóm Netflix Um myndina segir Heiðar að The Lost Daughter sé virkilega vel heppnuð frumraun leikkonunnar Maggie Gyllenhaal á leikstjórnar- og handritsskrifavettvanginum. Langt sé síðan eins góðum hópi leikkvenna hafi verið safnað saman fyrir eina mynd. Quo Vadis, Aida Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið. Sjá einnig: Refurinn lýgur! Áður en hann horfði á hana óttaðist Heiðar að mynd með svo margar viðurkenningar og rósir í hnappagatinu gæti ekki staðist væntingar. Það virðist hún þó hafa gert án vandræða, þrátt fyrir smá rugling. „Quo Vadis, Aida er ótrúlega áhrifamikil og vel heppnuð kvikmynd sem á því miður enn erindi við samtímann. Gef ég henni mín bestu meðmæli.“ Apollo 10 1/2: A Space Age Childhood Þessi mynd fjallar um tíu ára dreng sem býr í Texas í kringum þann tíma sem fyrstu mennirnir lentu á tunglinu, en samskiptmiðstöð NASA er einmitt í ríkinu og faðir hans starfar þar fyrir geimferðastofnunina. Myndin er eftir Richard Linklater. Sjá einnig: Sögumaður af guðs náð fer til Tunglsins Heiðar segir að þó stikla myndarinnar gefi ekki raunsanna mynd af myndinni haldi Apollo 10 1/2: A Space Age Childhood áhorfendum allan tímann. „Hún verður aldrei sérlega æsandi, en það þarf heldur ekkert alltaf. Virkilega notaleg kvikmyndaupplifun.“ Berdreymi Íslenska kvikmyndin Berdreymi fjallar um drengi og eitraða karlmennsku. Myndin sem er eftir Guðmund Arnar Guðmundsson fylgir eftir hópi ungra vina í Reykjavík á tíunda áratug síðustu aldar. Heimur þeirra er gegnsýrður af brengluðum ofbeldis- og yfirgangskúltúr. Sjá einnig: Strákarnir okkar eru ekki í lagi Heiðar segir myndina hafa setið í sér eftir að hann sá hana. Hann mælti heilshugar með henni og sagði hana það áhrifamikla kvikmynd að auðvelt væri að fyrirgefa þá galla sem á henni væru. Barbarian Barbarian fjallar um konu, Tess, sem leigir hús á Airbnb en þegar hún mætir á svæðið kemur í ljós að eignin hefur verið tvíbókuð og annar leigutaki, Keith, er nú þegar búinn að koma sér fyrir. Með semingi ákveður hún að gista með honum í húsinu yfir nóttina. Fljótlega kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með felldu þar innan dyra. Sjá einnig: Sumt er verra án Zac Efron Heiðar þótti myndin mjög góð hrollvekja en ráðning ákveðins leikara í hlutverk sem skrifað var fyrir Zac Efron kom þó niður á myndinni. „Barbarian gerir það sem hrollvekja á að gera, vekja upp hroll. Ráðning Justin Long í hlutverk AJ skemmir hins vegar fyrir og nær myndin því ekki að uppfylla allt sem hún svo augljóslega gat orðið.“ Tekjuhæstu myndir ársins Yfirlit yfir nokkrar af tekjuhæstu myndum ársins má finna hér að neðan. Listinn byggir á upplýsingum frá Box Office Mojo. Top Gun: Maverick Tom Cruise og leikstjórinn Joseph Kosinski ákváðu fyrir nokkrum árum að gera nýja mynd um Maverick og hetjudáðir hans í orrustuþotum. Útgáfu Top Gun: Maverick var frestað lengi vegna faraldurs Covid en hún var loksins frumsýnd á árinu, við mjög góðar undirtektir. Að þessu sinni þurfti Maverick að þjálfa hóp ungra flugmanna til að gera mjög „Star Wars“ árás á ólöglega kjarnorkurannsóknarstöð. Samkvæmt BOM hefur myndin halað inn tæpum einum og hálfum milljarði dala í kvikmyndahúsum á árinu, þegar þetta er skrifað þann 22. desember, mest allra kvikmynda. Jurassic World: Domination Fjórum árum eftir að Isla Nublar sprakk í loft upp, finnast risaeðlur víða um heiminn. Jurassic World: Domination er guðeinnveithvaðasta myndin um Júragarðinn en að þessu sinni voru margir af upprunalegu leikurunum fengnir til að mæta aftur. Jeff Goldblum, Laura Dern og Sam Neill tók öll þátt í myndinni. Jurassic World: Domination halaði inn rúmum milljarði dala á árinu. Doctor Strange in the Multiverse of Madness Tekjuhæsta ofurhetjumynd Marvel á árinu var um galdrakarlinn, eða vitkann, Doctor Strange. Að þessu sinni þarf Strange að koma ungri stúlku sem getur stokkið milli vídda til aðstoðar en vond vera vill myrða stúlkuna og stela mætti hennar. Doctor Strange in the Multiverse of Madness halaði inn rúmum 955 milljónum dala á árinu. Minions: The Rise of Gru Hinir gulu og óborganlegu Minions, eða Skósveinar, sneru aftur á árinu. Óhætt er að segja að það hafi verið ferð til fjár en myndin var ein sú tekjuhæsta á árinu. Að þessu sinni fjallar myndin um uppruna dusilmennisins Gru og skósveina hans og baráttu þeirra við önnur dusilmenni og hetjur. Minions: The Rise of Gru halaði inn um 940 milljónum dala á árinu. The Batman Ný mynd um Leðurblökumanninn leit dagsins ljós á árinu. Að þessu sinni var myndinni leikstýrt af Matt Reeves og Batman leikinn af Robert Pattinson. Myndin þykir í dekkri kanntinum en hún naut töluverðrar hylli áhorfenda. The Batman halaði inn 790 milljónum dala á árinu. Búið er að tilkynna að framhaldsmynd verður gerð, sem til stendur að frumsýna árið 2025. Helstu íslensku myndirnar Svar við bréfi Helgu Myndin Svar við bréfi Helgu, eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, byggir á skáldsögu Bergsveins Birgissonar. Hún fjallar um bónda og konu sem áttu í ástarsambandi á árum áður og þá ákvörðun hans að fylgja henni ekki í borgina á sínum tíma. Í aðalhlutverkum eru þau Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Aníta Briem og Björn Thors. Abbababb! Barnamyndin Abbababb fjallar um hana Hönnu árið 1980. Hún er ellefu ára gömul þegar hún og vinir hennar komst að því að vondir menn ætla að spengja upp skóla þeirra á lokaballi. Þau þurfa því að taka höndum saman til að stöðva áætlun þeirra. Leikstjóri myndarinnar er Nanna Kristín Magnúsdóttir og í aðalhlutverkum eru þau Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson og Vilhjálmur Árni Sigurðsson. Allra síðasta veiðiferðin Allra síðasta veiðiferðin fjallar um aðra veiðiferð mis-góðra vina sem Valur Aðalsteinsson kallar saman að áeggjan tengdaföður síns, sem er einnig forsætisráðherra. Óhætt er að segja að ferðin fer úr böndunum, eins og sú fyrri gerði. Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson leikstýrðu myndinni. Í aðalhlutverkum eru margir leikarar. Mjög margir. Stærstu „flopp“ ársins Þær eru margar kvikmyndirnar á ári hverju sem vekja alls ekki jafn mikla lukku og vonast var til. Hér að neðan má sjá nokkar helstu myndir ársins sem „floppuðu“ eins og það er kallað. The Unbearable Weight of Massive Talent Nicholas Cage að leika Nick Cage. Er hægt að biðja um meira? Já, svo virðist vera því The Unbearable Weight of Massive Talent halaði einungis inn rúmum 29 milljónum dala á heimsvísu. Miðað við það að framleiðsla myndarinnar kostaði þrjátíu milljónir má kalla hana mikið „flopp“, þó hún hafi vakið lukku meðal gagnrýnenda. Nicholas Cage, Pedro Pascal og Tiffany Haddish fóru með aðalhlutverk í The Unbearable Weight of Massive Talent. The Northman Nýjasta og stærsta mynd leikstjórans Robert Eggers, The Northman, fékk blendndar móttökur hjá hefðbundnum bíógestum þegar hún var gefin út á árinu, þó hún hafi fallið vel í kramið hjá gagnrýnendum. Myndin gerist að miklu leyti á Íslandi og fjallar um son víkingahöfðingja sem ætlar að hefna morðs föður síns. Alexander Skarsgård, Nicole Kidman, Anya Taylor-Joy og Ethan Hawke voru meðal þeirra sem voru í aðalhlutverkum myndarinnar. Framleiðsla myndarinar var nokkuð umfangsmikil og kostaði hún um níutíu milljónir dala. Hún halaði hins vegar einungis tæpum sjötíu milljónum. Moonfall Roland Emmerich gerði heiðarlega tilraun á árinu til endurvekja hamfaramyndir með myndinni Moonfall. Sú mynd fjallar í stuttu máli um það að tunglið og jörðin eru að skella saman og tilraunir geimfara og samsærings til að stöðva það. Í aðalhlutverkum voru þau Patrick Wilson, Halle Berry og John Bradley. Gagnrýnendum var verulega illa við Moonfall og er það talið hafa komið mjög niður á vinsældum hennar í kvikmyndahúsum. Moonfall halaði inn einungis rúmum 67 milljónum dala. Framleiðslukostnaður hennar var hins vegar allt að 146 milljónir. Það er því óhætt að segja að Moonfall hafi verið eitt mesta „flopp“ ársins. Amsterdam Það er erfitt ef ekki ómögulegt að finna mynd af þeim sem gefin var út á árinu sem prýdd er fleiri stjörnum en Amsterdam. David O Russell, sem er hvað þekktastur fyrir Silver Linings Playbook og American Hustle leikstýrði myndinni sem fjallar í stuttu máli um vini sem verða vitni að morði og eru sakaðir um að hafa framið það. Christian Bale, Margot Robbie, Anya Taylor-Joy, Zoe Zaldana, Rami Malek, Robert De Niro og Taylor Swift eru meðal þeirra fjölmörgu frægu leikara og annarra sem leika í Amsterdam. Þrátt fyrir allt fræga fólkið skilaði myndin einungis rétt rúmri 31 milljón dala í kassann. Framleiðsla hennar kostaði þó um áttatíu milljónir. Verstu myndir ársins Margar myndir sem framleiddar voru á árinu voru einfaldlega hræðilegar. Hér er stiklað á stóru yfir nokkar þeirra. Þetta er ekki tæmandi listi og er ekki í neinni sérstakri röð. The Bubble The Bubble eftir Judd Apatow er ein af þeim myndum sem bæði gagnrýnendum og áhorfendum er illa við. Þrátt fyrir góðan hóp fyndinna leikara þótti myndin af flestum alveg hræðilega leiðinleg. Hún fjallar í grófum dráttum um það að framleiða kvikmynd á tímum Covid. Á vef Rotten Tomatoes er The Bubble með 21 prósent einkunn frá gagnrýnendum og þrjátíu prósent frá áhorfendum Big Gold Brick Myndin Big Gold Brick eftir Brian Petsos fjallar um rithöfundinn Samuel Liston, sem er við það að fá taugaáfall en fær samt það verkefni að skrifa ævisögu Floyd Deveraux, sem leikinn er af Andy Garcia. Auk Garcia leika þau Emory Cohen, Megan Fox, Oscar Isaac og Lucy Hale í myndinni. Gagnrýnendum var verulega illa við Big Gold Brick er hún með einungis tuttugu prósent frá þeim á Rotten Tomatoes. Almennir áhorfendur virðast þó sáttari við myndina en þeir gefa henni 69 prósent. Það eru þó tiltölulega fáir sem hafa gefið henni einkunn. Morbius Sony og Marvel tóku upp á því fyrir nokkrum árum að taka upp kvikmynd um vampíruna Morbius, en hún var ekki frumsýnd fyrr en á þessu ári vegna faraldurs Covid. Morbius fjallar um vísindamann sem læknar sig af sjaldgæfum sjúkdómi en breytir sér fyrir mistök í vampíru og gerisit myndin í kvikmyndasöguheimi Marvel. Jared Leto leikur Morbius og Matt Smith leikur bróður hans sem einnig verður vampíra. Það er óhætt að segja að gagnrýnendur hafi hatað Morbius enda er myndin með einungis fimmtán prósent á Rotten Tomatoes. Áhorfendur tóku myndinni þó heilt yfir mun betur og hafa gefið henni 71 prósent. Það má þó að hluta til rekja til kaldhæðni áhorfenda. Blacklight Liam Neeson virðist hafa varið undanförnum árum í að gera sömu myndina aftur og aftur. Í þessari mynd, sem er gefin út allt að tvisvar sinnum á ári, leikur Neeson aldraðan njósnara/hermann/lögregluþjón sem er sakaður um glæp, einhverjum sem hann elskar er rænt eða eitthvað. Það skiptir ekki máli. Neeson þarf alltaf að taka á honum stóra sínum, skjóta nokkra vonda kalla eða sprengja þá í loft upp og bjarga málunum. Eftir það getur hann sest í helgan stein með kærustu/eiginkonu sinni. Á þessu ári hét þessi mynd Blacklight og gagnrýnendum þykir hún vond mynd. Hún er með einungis tíu prósent frá gagnrýnendum. Hafa verður þó í huga að þetta er Liam Neeson og hann skýtur fullt af fólki, sem er alltaf stuð. Þess vegna er myndin með 82 prósent í einkunn frá áhorfendum. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2022 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar helstu myndum ársins. Hvort sem þær voru bestar, stærstar, verstar eða misheppnaðar fjárhagslega. Bestu myndirnar á Vísi Eins og áður hefur Heiðar Sumarliðason gagnrýnt kvikmyndir og sjónvarpsþætti á Vísi á árinu. Hér að neðan má sjá fimm uppáhalds myndir Heiðars á þessu ári. The Lost Daughter The Lost Daughter fjallar um Ledu, enskan prófessor í ítölskum bókmenntum, sem hefur komið sér fyrir í litlum grískum bæ, þar sem hún ætlar að eyða sumarfríinu við rólega strönd og vinna í rannsóknum sínum. Leda var þó ekki lengi í Paradís, þar sem hávær hópur Bandaríkjamanna spillir friðinum og tekur sér bólfestu á ströndinni. Þetta kemur af stað mjög svo undarlegri atburðarás, þar sem Leda blandast inn í líf þessa fólks. Sjá einnig: Smárabíó bjargar frábærri mynd úr klóm Netflix Um myndina segir Heiðar að The Lost Daughter sé virkilega vel heppnuð frumraun leikkonunnar Maggie Gyllenhaal á leikstjórnar- og handritsskrifavettvanginum. Langt sé síðan eins góðum hópi leikkvenna hafi verið safnað saman fyrir eina mynd. Quo Vadis, Aida Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið. Sjá einnig: Refurinn lýgur! Áður en hann horfði á hana óttaðist Heiðar að mynd með svo margar viðurkenningar og rósir í hnappagatinu gæti ekki staðist væntingar. Það virðist hún þó hafa gert án vandræða, þrátt fyrir smá rugling. „Quo Vadis, Aida er ótrúlega áhrifamikil og vel heppnuð kvikmynd sem á því miður enn erindi við samtímann. Gef ég henni mín bestu meðmæli.“ Apollo 10 1/2: A Space Age Childhood Þessi mynd fjallar um tíu ára dreng sem býr í Texas í kringum þann tíma sem fyrstu mennirnir lentu á tunglinu, en samskiptmiðstöð NASA er einmitt í ríkinu og faðir hans starfar þar fyrir geimferðastofnunina. Myndin er eftir Richard Linklater. Sjá einnig: Sögumaður af guðs náð fer til Tunglsins Heiðar segir að þó stikla myndarinnar gefi ekki raunsanna mynd af myndinni haldi Apollo 10 1/2: A Space Age Childhood áhorfendum allan tímann. „Hún verður aldrei sérlega æsandi, en það þarf heldur ekkert alltaf. Virkilega notaleg kvikmyndaupplifun.“ Berdreymi Íslenska kvikmyndin Berdreymi fjallar um drengi og eitraða karlmennsku. Myndin sem er eftir Guðmund Arnar Guðmundsson fylgir eftir hópi ungra vina í Reykjavík á tíunda áratug síðustu aldar. Heimur þeirra er gegnsýrður af brengluðum ofbeldis- og yfirgangskúltúr. Sjá einnig: Strákarnir okkar eru ekki í lagi Heiðar segir myndina hafa setið í sér eftir að hann sá hana. Hann mælti heilshugar með henni og sagði hana það áhrifamikla kvikmynd að auðvelt væri að fyrirgefa þá galla sem á henni væru. Barbarian Barbarian fjallar um konu, Tess, sem leigir hús á Airbnb en þegar hún mætir á svæðið kemur í ljós að eignin hefur verið tvíbókuð og annar leigutaki, Keith, er nú þegar búinn að koma sér fyrir. Með semingi ákveður hún að gista með honum í húsinu yfir nóttina. Fljótlega kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með felldu þar innan dyra. Sjá einnig: Sumt er verra án Zac Efron Heiðar þótti myndin mjög góð hrollvekja en ráðning ákveðins leikara í hlutverk sem skrifað var fyrir Zac Efron kom þó niður á myndinni. „Barbarian gerir það sem hrollvekja á að gera, vekja upp hroll. Ráðning Justin Long í hlutverk AJ skemmir hins vegar fyrir og nær myndin því ekki að uppfylla allt sem hún svo augljóslega gat orðið.“ Tekjuhæstu myndir ársins Yfirlit yfir nokkrar af tekjuhæstu myndum ársins má finna hér að neðan. Listinn byggir á upplýsingum frá Box Office Mojo. Top Gun: Maverick Tom Cruise og leikstjórinn Joseph Kosinski ákváðu fyrir nokkrum árum að gera nýja mynd um Maverick og hetjudáðir hans í orrustuþotum. Útgáfu Top Gun: Maverick var frestað lengi vegna faraldurs Covid en hún var loksins frumsýnd á árinu, við mjög góðar undirtektir. Að þessu sinni þurfti Maverick að þjálfa hóp ungra flugmanna til að gera mjög „Star Wars“ árás á ólöglega kjarnorkurannsóknarstöð. Samkvæmt BOM hefur myndin halað inn tæpum einum og hálfum milljarði dala í kvikmyndahúsum á árinu, þegar þetta er skrifað þann 22. desember, mest allra kvikmynda. Jurassic World: Domination Fjórum árum eftir að Isla Nublar sprakk í loft upp, finnast risaeðlur víða um heiminn. Jurassic World: Domination er guðeinnveithvaðasta myndin um Júragarðinn en að þessu sinni voru margir af upprunalegu leikurunum fengnir til að mæta aftur. Jeff Goldblum, Laura Dern og Sam Neill tók öll þátt í myndinni. Jurassic World: Domination halaði inn rúmum milljarði dala á árinu. Doctor Strange in the Multiverse of Madness Tekjuhæsta ofurhetjumynd Marvel á árinu var um galdrakarlinn, eða vitkann, Doctor Strange. Að þessu sinni þarf Strange að koma ungri stúlku sem getur stokkið milli vídda til aðstoðar en vond vera vill myrða stúlkuna og stela mætti hennar. Doctor Strange in the Multiverse of Madness halaði inn rúmum 955 milljónum dala á árinu. Minions: The Rise of Gru Hinir gulu og óborganlegu Minions, eða Skósveinar, sneru aftur á árinu. Óhætt er að segja að það hafi verið ferð til fjár en myndin var ein sú tekjuhæsta á árinu. Að þessu sinni fjallar myndin um uppruna dusilmennisins Gru og skósveina hans og baráttu þeirra við önnur dusilmenni og hetjur. Minions: The Rise of Gru halaði inn um 940 milljónum dala á árinu. The Batman Ný mynd um Leðurblökumanninn leit dagsins ljós á árinu. Að þessu sinni var myndinni leikstýrt af Matt Reeves og Batman leikinn af Robert Pattinson. Myndin þykir í dekkri kanntinum en hún naut töluverðrar hylli áhorfenda. The Batman halaði inn 790 milljónum dala á árinu. Búið er að tilkynna að framhaldsmynd verður gerð, sem til stendur að frumsýna árið 2025. Helstu íslensku myndirnar Svar við bréfi Helgu Myndin Svar við bréfi Helgu, eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, byggir á skáldsögu Bergsveins Birgissonar. Hún fjallar um bónda og konu sem áttu í ástarsambandi á árum áður og þá ákvörðun hans að fylgja henni ekki í borgina á sínum tíma. Í aðalhlutverkum eru þau Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Aníta Briem og Björn Thors. Abbababb! Barnamyndin Abbababb fjallar um hana Hönnu árið 1980. Hún er ellefu ára gömul þegar hún og vinir hennar komst að því að vondir menn ætla að spengja upp skóla þeirra á lokaballi. Þau þurfa því að taka höndum saman til að stöðva áætlun þeirra. Leikstjóri myndarinnar er Nanna Kristín Magnúsdóttir og í aðalhlutverkum eru þau Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson og Vilhjálmur Árni Sigurðsson. Allra síðasta veiðiferðin Allra síðasta veiðiferðin fjallar um aðra veiðiferð mis-góðra vina sem Valur Aðalsteinsson kallar saman að áeggjan tengdaföður síns, sem er einnig forsætisráðherra. Óhætt er að segja að ferðin fer úr böndunum, eins og sú fyrri gerði. Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson leikstýrðu myndinni. Í aðalhlutverkum eru margir leikarar. Mjög margir. Stærstu „flopp“ ársins Þær eru margar kvikmyndirnar á ári hverju sem vekja alls ekki jafn mikla lukku og vonast var til. Hér að neðan má sjá nokkar helstu myndir ársins sem „floppuðu“ eins og það er kallað. The Unbearable Weight of Massive Talent Nicholas Cage að leika Nick Cage. Er hægt að biðja um meira? Já, svo virðist vera því The Unbearable Weight of Massive Talent halaði einungis inn rúmum 29 milljónum dala á heimsvísu. Miðað við það að framleiðsla myndarinnar kostaði þrjátíu milljónir má kalla hana mikið „flopp“, þó hún hafi vakið lukku meðal gagnrýnenda. Nicholas Cage, Pedro Pascal og Tiffany Haddish fóru með aðalhlutverk í The Unbearable Weight of Massive Talent. The Northman Nýjasta og stærsta mynd leikstjórans Robert Eggers, The Northman, fékk blendndar móttökur hjá hefðbundnum bíógestum þegar hún var gefin út á árinu, þó hún hafi fallið vel í kramið hjá gagnrýnendum. Myndin gerist að miklu leyti á Íslandi og fjallar um son víkingahöfðingja sem ætlar að hefna morðs föður síns. Alexander Skarsgård, Nicole Kidman, Anya Taylor-Joy og Ethan Hawke voru meðal þeirra sem voru í aðalhlutverkum myndarinnar. Framleiðsla myndarinar var nokkuð umfangsmikil og kostaði hún um níutíu milljónir dala. Hún halaði hins vegar einungis tæpum sjötíu milljónum. Moonfall Roland Emmerich gerði heiðarlega tilraun á árinu til endurvekja hamfaramyndir með myndinni Moonfall. Sú mynd fjallar í stuttu máli um það að tunglið og jörðin eru að skella saman og tilraunir geimfara og samsærings til að stöðva það. Í aðalhlutverkum voru þau Patrick Wilson, Halle Berry og John Bradley. Gagnrýnendum var verulega illa við Moonfall og er það talið hafa komið mjög niður á vinsældum hennar í kvikmyndahúsum. Moonfall halaði inn einungis rúmum 67 milljónum dala. Framleiðslukostnaður hennar var hins vegar allt að 146 milljónir. Það er því óhætt að segja að Moonfall hafi verið eitt mesta „flopp“ ársins. Amsterdam Það er erfitt ef ekki ómögulegt að finna mynd af þeim sem gefin var út á árinu sem prýdd er fleiri stjörnum en Amsterdam. David O Russell, sem er hvað þekktastur fyrir Silver Linings Playbook og American Hustle leikstýrði myndinni sem fjallar í stuttu máli um vini sem verða vitni að morði og eru sakaðir um að hafa framið það. Christian Bale, Margot Robbie, Anya Taylor-Joy, Zoe Zaldana, Rami Malek, Robert De Niro og Taylor Swift eru meðal þeirra fjölmörgu frægu leikara og annarra sem leika í Amsterdam. Þrátt fyrir allt fræga fólkið skilaði myndin einungis rétt rúmri 31 milljón dala í kassann. Framleiðsla hennar kostaði þó um áttatíu milljónir. Verstu myndir ársins Margar myndir sem framleiddar voru á árinu voru einfaldlega hræðilegar. Hér er stiklað á stóru yfir nokkar þeirra. Þetta er ekki tæmandi listi og er ekki í neinni sérstakri röð. The Bubble The Bubble eftir Judd Apatow er ein af þeim myndum sem bæði gagnrýnendum og áhorfendum er illa við. Þrátt fyrir góðan hóp fyndinna leikara þótti myndin af flestum alveg hræðilega leiðinleg. Hún fjallar í grófum dráttum um það að framleiða kvikmynd á tímum Covid. Á vef Rotten Tomatoes er The Bubble með 21 prósent einkunn frá gagnrýnendum og þrjátíu prósent frá áhorfendum Big Gold Brick Myndin Big Gold Brick eftir Brian Petsos fjallar um rithöfundinn Samuel Liston, sem er við það að fá taugaáfall en fær samt það verkefni að skrifa ævisögu Floyd Deveraux, sem leikinn er af Andy Garcia. Auk Garcia leika þau Emory Cohen, Megan Fox, Oscar Isaac og Lucy Hale í myndinni. Gagnrýnendum var verulega illa við Big Gold Brick er hún með einungis tuttugu prósent frá þeim á Rotten Tomatoes. Almennir áhorfendur virðast þó sáttari við myndina en þeir gefa henni 69 prósent. Það eru þó tiltölulega fáir sem hafa gefið henni einkunn. Morbius Sony og Marvel tóku upp á því fyrir nokkrum árum að taka upp kvikmynd um vampíruna Morbius, en hún var ekki frumsýnd fyrr en á þessu ári vegna faraldurs Covid. Morbius fjallar um vísindamann sem læknar sig af sjaldgæfum sjúkdómi en breytir sér fyrir mistök í vampíru og gerisit myndin í kvikmyndasöguheimi Marvel. Jared Leto leikur Morbius og Matt Smith leikur bróður hans sem einnig verður vampíra. Það er óhætt að segja að gagnrýnendur hafi hatað Morbius enda er myndin með einungis fimmtán prósent á Rotten Tomatoes. Áhorfendur tóku myndinni þó heilt yfir mun betur og hafa gefið henni 71 prósent. Það má þó að hluta til rekja til kaldhæðni áhorfenda. Blacklight Liam Neeson virðist hafa varið undanförnum árum í að gera sömu myndina aftur og aftur. Í þessari mynd, sem er gefin út allt að tvisvar sinnum á ári, leikur Neeson aldraðan njósnara/hermann/lögregluþjón sem er sakaður um glæp, einhverjum sem hann elskar er rænt eða eitthvað. Það skiptir ekki máli. Neeson þarf alltaf að taka á honum stóra sínum, skjóta nokkra vonda kalla eða sprengja þá í loft upp og bjarga málunum. Eftir það getur hann sest í helgan stein með kærustu/eiginkonu sinni. Á þessu ári hét þessi mynd Blacklight og gagnrýnendum þykir hún vond mynd. Hún er með einungis tíu prósent frá gagnrýnendum. Hafa verður þó í huga að þetta er Liam Neeson og hann skýtur fullt af fólki, sem er alltaf stuð. Þess vegna er myndin með 82 prósent í einkunn frá áhorfendum.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2022 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira