Lífið

Merkir myndirnar vel svo fólk haldi ekki að hann sé að falsa verkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhannes starfar sem hljóðmaður en er einnig magnaður myndlistarmaður. 
Jóhannes starfar sem hljóðmaður en er einnig magnaður myndlistarmaður. 

Jóhannes K. Kristjánsson er ekki stórt nafn í myndlistarheiminum þrátt fyrir að vera alveg ótrúlegur myndlistarmaður.

Jóhannes er hljóðmaður en málar í frítíma sínum. Hann hefur haldið einstaka sýningar en hefur að undanförnu farið að selja verk sín í meira mæli. Náttúran er í uppáhaldi hjá honum og nær hann að fanga hana ansi vel, nánast eins og um sé að ræða ljósmyndir á striga.

Jóhannes er það fær myndlistarmaður að hann getur í raun endurgert fræg listaverk og fengu áhorfendur Íslands í dag í vikunni að sjá það. Jóhannes vill aftur á móti alls ekki að fólk haldi að hann sé að falsa myndir og því merkir hann þær myndirnar kyrfilega svo að enginn misskilningur verði.

„Þetta er talið vera of líkt orginal málverkunum. Svo er ég með þessa mynd merkta Jóhannes K en það gæti samt valdið ákveðnum misskilningi,“ segir Jóhannes sem bendir á verk sem gerði eftir frægri mynd eftir Jóhannes Kjarval. Því hefur hann merkt myndina enn betur aftan á striganum og skrifar þar hvenær myndin var málum svo enginn vafi sé á því að hún sé ekki fölsuð.

„Ég er alltaf með símann með mér og fer út í náttúruna og tek fallegar myndir og svo mála ég þær heima. Þetta þarf ekki að vera flókið og getur bara verið gras í vatni,“ segir Jóhannes sem getur verið allt upp í einn mánuð að gera hverja mynd. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×