Erlendir fjölmiðlar segja Marley hafi fundist látinn í bíl í Bandaríkjunum. Hann fluttist til Miami ellefu ára gamall.
Marley á að hafa glímt við astma og greinir útvarpsstöðin WZPP frá því að veikindin hafi átt þátt í dauða hans þó að enn hafi ekki verið gefið út hvað hafi dregið hann til dauða.
Joseph Marley er sonur tónlistarmannsins Stephen Marley og barnabarn Bob Marley sem lést af völdum krabbameins árið 1981. Feðgarnir Joseph og Stephen komu margoft fram saman á sviði.
Joseph Marley starfaði sjálfur sem tónlistarmaður og hafði gefið úr tvær plötur. Hann tók einnig þátt í útgáfu plötunnar Strictly Roots með Morgan Heritage sem tilnefnd var til Grammy-verðlauna árið 2015.
Marley lætur eftir sig konu og barn.
Stjórnmálamaðurinn Mark J. Golding, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Jamaíku, er einn þeirra sem minnist Jo Mersa á samfélagsmiðlum.
I ve just learned of the tragic loss of Joseph Jo Mersa Marley. A talented young reggae artiste, son of Stephen Marley & grandson of Bob Marley at only 31 yrs old. The loss of a child is a devastating blow no parent should face, my condolences to Stephen & the entire family. pic.twitter.com/BJf1NLH6Qc
— Mark J. Golding (@MarkJGolding) December 27, 2022