Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Endurtekning frá úrslitaleik síðasta tímabils

    Liðin sem mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, Real Madrid og Liverpool, eigast við í sextán liða úrslitum keppninnar að þessu sinni. Dregið var í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta karla í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea staðfestir að Chilwell missi af HM

    Chelsea hefur staðfest að Ben Chilwell verði ekki með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Qatar en vinstri bakvörðurinn meiddist í leik gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Líklegast að Liverpool mæti Bayern

    Það eru talsverðar líkur á því að Liverpool og Bayern München mætist í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en dregið verður á mánudaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Enginn Son í Katar?

    Svo gæti farið að Heung-Min Son missi af Heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Tottenham í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mark Hákons Arnars tryggði FCK stig gegn Dortmund

    Hákon Arnar Haraldsson tryggði FCK stig gegn stórliði Borussia Dortmund þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hákon Arnar var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Góð úrslit sem gefa okkur meira sjálfstraust“

    Mohamed Salah skoraði fyrri mark Liverpool er liðið vann 2-0 sigur gegn Napoli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að hrifsa toppsætið af ítalska liðinu segir Egyptinn að sigurinn skipti liðið miklu máli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Endurkomusigur tryggði Tottenham sæti í 16-liða úrslitum

    Tottenham snéri taflinu við er liðið heimsótti Marseille í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Eftir að hafa lent undir seint í fyrri hálfleik snéru liðsmenn Tottenham leiknum sér í hag og unnu að lokum sterkan 1-2 sigur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool hafði betur en Napoli heldur efsta sætinu

    Liverpool þurfti fjögurra marka sigur gegn Napoli til að ná efsta sætinu af ítalska liðinu í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Niðurstaðan varð hins vegar aðeins 2-0 sigur heimamanna og Napoli heldur því efsta sætinu. 

    Fótbolti