„Ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 15:35 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er staddur á Írlandi í annað sinn á tveimur vikum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur spilar gríðarmikilvægan seinni leik við Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson á von á allt öðruvísi leik í kvöld. Víkingsliðið flaug til Írlands á sunnudagsmorgun og æfði í gær á Tallaght leikvanginum þar sem leikur kvöldsins fer fram. Arnar segir toppaðstæður bíða þeirra þar og liðið er vel undirbúið fyrir átökin. „Búnir að reyna að undirbúa okkur sem allra best, reyna að halda spennustiginu réttu. Þetta er tricky, íslenskir leikmenn eru ekki vanir að hugsa um bara einn leik í nokkra daga. Oft er önnur vinna, krakkar og skyldur að gegna heima fyrir. Mjög þægilegt að hafa hópinn út af fyrir sig í tvo daga,“ sagði Arnar léttur í bragði. „Við áttum góða frammistöðu á Víkingsvelli og þurfum að byggja ofan á það þó þetta verði kannski svolítið öðruvísi leikur. Verðum að respecta það að við erum á útivelli í Evrópukeppni en halda í okkar gildi og gera það sem gerir okkur að sterku liði.“ Gerir ráð fyrir öðruvísi leik í kvöld Báðir þjálfarar voru einmitt sammála um það eftir síðasta leik að seinni leikurinn yrði allt öðruvísi en 0-0 jafnteflið á Víkingsvelli, en hvað mun breytast? „Maður hefur séð marga leiki með Shamrock og þeirra DNA fékk aldrei að skína á Víkingsvelli. Hvort sem þeir lögðu upp með að leggjast svona lágt niður eða hvort við þrýstum þeim niður, erfitt að segja til um það. En á heimavelli [í kvöld] held ég að þeir muni spila allt öðruvísi, taka meiri sénsa, stíga ofar og reyna að setja sitt mark á leikinn. Hafa áhrif með öðrum hætti en þeir gerðu á Víkingsvelli.“ Njósnarferðin til Írlands Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem Arnar fer til Dyflinnar, hann og aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen fóru í njósnarferð og sáu Shamrock Rovers spila á Tallaght leikvanginum. Þeir félagar gistu á hóteli rétt hjá leikvanginum en liðið er lengra frá núna. „Það var bara út af praktíkinni, að geta labbað yfir [á leikvanginn]. Núna erum við lengra frá, það á að fylgja svona kvöldum, fílingurinn að fara í rútuna og keyra smástund á völlinn. Ekki bara labba yfir einhverja gangbraut.“ Mikið undir í kvöld Það er til mikils að vinna í kvöld fyrir Víking. Takist liðinu að leggja Shamrock fær það þrjá sénsa til að koma sér í Sambandsdeildina, og jafnvel lengra ef vel gengur. Tapist leikurinn í kvöld þarf Víkingur að vinna næstu tvö einvígi til að komast í Sambandsdeildina. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt, ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi og það er búið að vera nokkuð þægileg stemning hjá okkur. Eins og ég hef oft talað um innan hópsins, ef það má sletta, við erum quietly confident. Þarft ekkert að vera að gjamma á hverjum degi, maður skynjar bara að strákarnir eru með fókus á verkefnið. Þannig á þetta að vera,“ sagði Arnar að lokum. Leikur Víkings gegn Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Sjá meira
Víkingsliðið flaug til Írlands á sunnudagsmorgun og æfði í gær á Tallaght leikvanginum þar sem leikur kvöldsins fer fram. Arnar segir toppaðstæður bíða þeirra þar og liðið er vel undirbúið fyrir átökin. „Búnir að reyna að undirbúa okkur sem allra best, reyna að halda spennustiginu réttu. Þetta er tricky, íslenskir leikmenn eru ekki vanir að hugsa um bara einn leik í nokkra daga. Oft er önnur vinna, krakkar og skyldur að gegna heima fyrir. Mjög þægilegt að hafa hópinn út af fyrir sig í tvo daga,“ sagði Arnar léttur í bragði. „Við áttum góða frammistöðu á Víkingsvelli og þurfum að byggja ofan á það þó þetta verði kannski svolítið öðruvísi leikur. Verðum að respecta það að við erum á útivelli í Evrópukeppni en halda í okkar gildi og gera það sem gerir okkur að sterku liði.“ Gerir ráð fyrir öðruvísi leik í kvöld Báðir þjálfarar voru einmitt sammála um það eftir síðasta leik að seinni leikurinn yrði allt öðruvísi en 0-0 jafnteflið á Víkingsvelli, en hvað mun breytast? „Maður hefur séð marga leiki með Shamrock og þeirra DNA fékk aldrei að skína á Víkingsvelli. Hvort sem þeir lögðu upp með að leggjast svona lágt niður eða hvort við þrýstum þeim niður, erfitt að segja til um það. En á heimavelli [í kvöld] held ég að þeir muni spila allt öðruvísi, taka meiri sénsa, stíga ofar og reyna að setja sitt mark á leikinn. Hafa áhrif með öðrum hætti en þeir gerðu á Víkingsvelli.“ Njósnarferðin til Írlands Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem Arnar fer til Dyflinnar, hann og aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen fóru í njósnarferð og sáu Shamrock Rovers spila á Tallaght leikvanginum. Þeir félagar gistu á hóteli rétt hjá leikvanginum en liðið er lengra frá núna. „Það var bara út af praktíkinni, að geta labbað yfir [á leikvanginn]. Núna erum við lengra frá, það á að fylgja svona kvöldum, fílingurinn að fara í rútuna og keyra smástund á völlinn. Ekki bara labba yfir einhverja gangbraut.“ Mikið undir í kvöld Það er til mikils að vinna í kvöld fyrir Víking. Takist liðinu að leggja Shamrock fær það þrjá sénsa til að koma sér í Sambandsdeildina, og jafnvel lengra ef vel gengur. Tapist leikurinn í kvöld þarf Víkingur að vinna næstu tvö einvígi til að komast í Sambandsdeildina. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt, ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi og það er búið að vera nokkuð þægileg stemning hjá okkur. Eins og ég hef oft talað um innan hópsins, ef það má sletta, við erum quietly confident. Þarft ekkert að vera að gjamma á hverjum degi, maður skynjar bara að strákarnir eru með fókus á verkefnið. Þannig á þetta að vera,“ sagði Arnar að lokum. Leikur Víkings gegn Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Fleiri fréttir Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Sjá meira