Uppgjörið: Shamrock Rovers - Víkingur 2-1 | Víti í súginn í uppbótartíma og Víkingar úr leik Sverrir Mar Smárason skrifar 16. júlí 2024 21:00 Vítaspyrnan fór í utanverða stöngina. Vísir/Getty Víkingar eru úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 tap gegn Shamrock Rovers í Dublin. Nikolaj Hansen gat jafnað metin úr vítaspyrnu í uppbótartíma en skaut í stöng. Fyrri leik liðanna á heimavelli Víkinga lauk með markalausu jafntefli og því allt galopið fyrir leikinn í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 í fyrri hálfleik með tveimur mörkum frá sóknarmanninum Johnny Kenny. Mörkin komu á 8. og 19. Mínútu, sitthvoru megin á vellinum en í bæði skiptin lék Kenny á Oliver Ekroth og kom boltanum framhjá Ingvari í markinu. Erfið staða fyrir Víkinga í hálfleik sem urðu að bregðast við og gerðu tvær breytingar í hálfleik. Johnny Kenny og Karl Friðleifur Gunnarsson í baráttunni í leiknum í kvöld.Vísir/Getty Þyngri og reynslumeiri leikmenn inn í Matta Villa og Nikolaj Hansen sem átti eftir að skila sér að einhverju leyti því Nikolaj Hansen minnkaði muninn í þeim síðari með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Ara Sigurpálssyni. Víkingar töluvert sterkari aðilinn frá fyrsta flauti síðari hálfleiks. Heimaliðið missti mann af velli þegar stundarfjórðungur var eftir þegar Jack Byrne missti sig örlítið og klippti Valdimar Þór niður aftan frá. Við þetta settust Írarnir enn neðar og Víkingar þjörmuðu að markinu. Svo þegar öll sund virtust lokuð fengu Víkingar vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma. Fyrirliði heimamanna, Roberto Lopes, tæklaði Valdimar Þór innan teigsins og Gillet, dómari leiksins, benti á puntkinn. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok.Vísir/Getty Fyrirliði Víkinga, Nikolaj Hansen, tók vítið og gat komið leiknum í framlengingu með marki. Hann skaut hins vegar í stöngina og framhjá og dómari leiksins flautaði leikinn af strax í kjölfarið. Grátleg niðurstaða fyrir Víkinga sem fara nú í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Atvik leiksins Það er bara eitt sem kemur til greina. Það er vítið á lokasekúndum uppbótartíma. Það er fyrirliðinn sem stígur upp, tekur liðið á bakið og vissi að hann yrði annað hvort hetja eða skúrkur. Mér sýndist Nikolaj bíða eftir markmanninum sem fór snemma í annað hornið. Niko var seinn að skipta um horn og náði ekki að stýra boltanum fyrir innan stöngina. Sorglegur endir fyrir Víkinga sem gáfu allt í þetta. Stjörnur og skúrkar Leikurinn skiptist upp í tvo hálfleika. Johnny Kenny og Roberto Lopes voru lang bestir í fyrri hálfleik. Kenny skorar bæði mörkin og Lopes slökkti í Víkingum. Valdimar Þór Ingimundarson var algjörlega magnaður í síðari hálfleiknum og klárlega stjarna þess. Johnny Kenny og Karl Friðleifur Gunnarsson í baráttunni í leiknum í kvöld.Vísir/Getty Oliver Ekroth hefur átt mjög marga mun betri daga varnarlega. Ég hef aldrei séð hann í eins miklu veseni með einn leikmann áður. Johnny Kenny lét hann líta út fyrir að vera einhver allt annar leikmaður en sá Ekroth sem við þekkjum úr Bestu deildinni. Dómarinn Mér fannst Gillet með fína stjórn á þessu, ekki nema von enda dæmir að jafnaði í hverri viku í Ensku Úrvalsdeildinni. Rauða spjaldið rétt, vítið rétt og heilt yfir öll gul spjöld rétt líka. Stuðningsmenn Shamrock Rovers létu vel í sér heyra.Vísir/Getty Stemning og umgjörð Það hefur verið alveg ofboðslega gaman að vera á þessum leik. Það var algjörlega mögnum stemning hjá Írunum í stúkunni. Sungu og trölluðu allan leikinn og fögnuðurinn þegar Nikolaj klúðrari var nánast engu líkur. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík
Víkingar eru úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 tap gegn Shamrock Rovers í Dublin. Nikolaj Hansen gat jafnað metin úr vítaspyrnu í uppbótartíma en skaut í stöng. Fyrri leik liðanna á heimavelli Víkinga lauk með markalausu jafntefli og því allt galopið fyrir leikinn í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 í fyrri hálfleik með tveimur mörkum frá sóknarmanninum Johnny Kenny. Mörkin komu á 8. og 19. Mínútu, sitthvoru megin á vellinum en í bæði skiptin lék Kenny á Oliver Ekroth og kom boltanum framhjá Ingvari í markinu. Erfið staða fyrir Víkinga í hálfleik sem urðu að bregðast við og gerðu tvær breytingar í hálfleik. Johnny Kenny og Karl Friðleifur Gunnarsson í baráttunni í leiknum í kvöld.Vísir/Getty Þyngri og reynslumeiri leikmenn inn í Matta Villa og Nikolaj Hansen sem átti eftir að skila sér að einhverju leyti því Nikolaj Hansen minnkaði muninn í þeim síðari með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Ara Sigurpálssyni. Víkingar töluvert sterkari aðilinn frá fyrsta flauti síðari hálfleiks. Heimaliðið missti mann af velli þegar stundarfjórðungur var eftir þegar Jack Byrne missti sig örlítið og klippti Valdimar Þór niður aftan frá. Við þetta settust Írarnir enn neðar og Víkingar þjörmuðu að markinu. Svo þegar öll sund virtust lokuð fengu Víkingar vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma. Fyrirliði heimamanna, Roberto Lopes, tæklaði Valdimar Þór innan teigsins og Gillet, dómari leiksins, benti á puntkinn. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok.Vísir/Getty Fyrirliði Víkinga, Nikolaj Hansen, tók vítið og gat komið leiknum í framlengingu með marki. Hann skaut hins vegar í stöngina og framhjá og dómari leiksins flautaði leikinn af strax í kjölfarið. Grátleg niðurstaða fyrir Víkinga sem fara nú í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Atvik leiksins Það er bara eitt sem kemur til greina. Það er vítið á lokasekúndum uppbótartíma. Það er fyrirliðinn sem stígur upp, tekur liðið á bakið og vissi að hann yrði annað hvort hetja eða skúrkur. Mér sýndist Nikolaj bíða eftir markmanninum sem fór snemma í annað hornið. Niko var seinn að skipta um horn og náði ekki að stýra boltanum fyrir innan stöngina. Sorglegur endir fyrir Víkinga sem gáfu allt í þetta. Stjörnur og skúrkar Leikurinn skiptist upp í tvo hálfleika. Johnny Kenny og Roberto Lopes voru lang bestir í fyrri hálfleik. Kenny skorar bæði mörkin og Lopes slökkti í Víkingum. Valdimar Þór Ingimundarson var algjörlega magnaður í síðari hálfleiknum og klárlega stjarna þess. Johnny Kenny og Karl Friðleifur Gunnarsson í baráttunni í leiknum í kvöld.Vísir/Getty Oliver Ekroth hefur átt mjög marga mun betri daga varnarlega. Ég hef aldrei séð hann í eins miklu veseni með einn leikmann áður. Johnny Kenny lét hann líta út fyrir að vera einhver allt annar leikmaður en sá Ekroth sem við þekkjum úr Bestu deildinni. Dómarinn Mér fannst Gillet með fína stjórn á þessu, ekki nema von enda dæmir að jafnaði í hverri viku í Ensku Úrvalsdeildinni. Rauða spjaldið rétt, vítið rétt og heilt yfir öll gul spjöld rétt líka. Stuðningsmenn Shamrock Rovers létu vel í sér heyra.Vísir/Getty Stemning og umgjörð Það hefur verið alveg ofboðslega gaman að vera á þessum leik. Það var algjörlega mögnum stemning hjá Írunum í stúkunni. Sungu og trölluðu allan leikinn og fögnuðurinn þegar Nikolaj klúðrari var nánast engu líkur.
Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“ Enski boltinn
Þóra vonar að Tinna finni sér annað lið: „Kæmi mér á óvart ef það yrði ekki slegist um hana“ Íslenski boltinn
Sjáðu heimsókn Nabblans á Meistaravelli: Lék eftir samtal á skrifstofu Óskars Hrafns Íslenski boltinn
Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“ Enski boltinn
Þóra vonar að Tinna finni sér annað lið: „Kæmi mér á óvart ef það yrði ekki slegist um hana“ Íslenski boltinn
Sjáðu heimsókn Nabblans á Meistaravelli: Lék eftir samtal á skrifstofu Óskars Hrafns Íslenski boltinn