Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2024 07:01 Bellingham fagnar ásamt móður sinni eftir leikinn gegn Dortmund. Vísir/Getty Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. Real Madrid vann sinn fimmtánda Evrópumeistaratitil með því að leggja Dortmund 2-0 í úrslitaleik í gærkvöldi. Jude Bellingham var í aðalhlutverki hjá Real Madrid á tímabilinu en hann mætti sínum gömlu félögum í úrslitaleiknum eftir að hafa skipt frá Dortmund til Real síðastliðið sumar. Í fagnaðarlátunum eftir leik var Bellingham í aðalhlutverki og sást hann meðal annars fara til sinna gömlu liðsfélaga og hughreysta þá eftir tapið. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar ár hvert er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins. Sjálfur Jose Mourinho var þar að störfum sem sérfræðingur í sjónvarpi og í miðjum fögnuði Real hljóp Bellingham skyndilega yfir allan völlinn til að leita Mourinho uppi. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Bellinghams var skemmtileg því hann vildi að mamma sín fengi mynd af sér og portúgalska knattspyrnustjóranum. Mourinho var ekki lengi að segja já og Denise Bellingham fékk myndina sína og var það Jude sjálfur sem var í hlutverki ljósmyndara. Bellingham í hlutverki ljósmyndara.Vísir/Getty „Hún hefur verið aðdáandi hans í mörg ár,“ sagði Jude Bellingham í viðtali við TNT eftir leik. Bellingham sjálfur var í töluverðu uppnámi eftir leikinn og sagðist hafa verið góður þar til hann sá mömmu sína og pabba á risaskjánum á vellinum. „Og svo litli bróðir minn sem ég er að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir. Ég er hálf orðlaus. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Ásta vann Faceoff í fjórða sinn: „Hef náð öllum markmiðunum síðan ég greindist“ Sport Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Enski boltinn Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Enski boltinn Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Handbolti Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Enski boltinn Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Handbolti Gerir stærsta íþróttasamning sögunnar Sport Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport Áfram bendir Hareide á Solskjær Fótbolti Fleiri fréttir Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Mætt aftur eftir heilablóðfall: „Ekkert mun toppa þessa tilfinningu“ Áfram bendir Hareide á Solskjær Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Sverrir og félagar að blanda sér í toppbaráttuna Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Birkir skoraði í svekkjandi tapi Brescia Hildur skoraði fyrsta markið fyrir Madrídinga Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Setti tvö og var bestur á vellinum Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn Sjá meira
Real Madrid vann sinn fimmtánda Evrópumeistaratitil með því að leggja Dortmund 2-0 í úrslitaleik í gærkvöldi. Jude Bellingham var í aðalhlutverki hjá Real Madrid á tímabilinu en hann mætti sínum gömlu félögum í úrslitaleiknum eftir að hafa skipt frá Dortmund til Real síðastliðið sumar. Í fagnaðarlátunum eftir leik var Bellingham í aðalhlutverki og sást hann meðal annars fara til sinna gömlu liðsfélaga og hughreysta þá eftir tapið. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar ár hvert er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins. Sjálfur Jose Mourinho var þar að störfum sem sérfræðingur í sjónvarpi og í miðjum fögnuði Real hljóp Bellingham skyndilega yfir allan völlinn til að leita Mourinho uppi. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Bellinghams var skemmtileg því hann vildi að mamma sín fengi mynd af sér og portúgalska knattspyrnustjóranum. Mourinho var ekki lengi að segja já og Denise Bellingham fékk myndina sína og var það Jude sjálfur sem var í hlutverki ljósmyndara. Bellingham í hlutverki ljósmyndara.Vísir/Getty „Hún hefur verið aðdáandi hans í mörg ár,“ sagði Jude Bellingham í viðtali við TNT eftir leik. Bellingham sjálfur var í töluverðu uppnámi eftir leikinn og sagðist hafa verið góður þar til hann sá mömmu sína og pabba á risaskjánum á vellinum. „Og svo litli bróðir minn sem ég er að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir. Ég er hálf orðlaus. Þetta er besta kvöld lífs míns.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Ásta vann Faceoff í fjórða sinn: „Hef náð öllum markmiðunum síðan ég greindist“ Sport Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Enski boltinn Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Enski boltinn Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Handbolti Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Enski boltinn Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Handbolti Gerir stærsta íþróttasamning sögunnar Sport Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport Áfram bendir Hareide á Solskjær Fótbolti Fleiri fréttir Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Mætt aftur eftir heilablóðfall: „Ekkert mun toppa þessa tilfinningu“ Áfram bendir Hareide á Solskjær Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Enginn fær að klæðast fimmu Beckenbauer hjá Bayern Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Sverrir og félagar að blanda sér í toppbaráttuna Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Birkir skoraði í svekkjandi tapi Brescia Hildur skoraði fyrsta markið fyrir Madrídinga Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Setti tvö og var bestur á vellinum Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Lokkur úr hári Maradona til sölu og metinn á margar milljónir Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Júlíus tryggði Fredrikstad bikarmeistaratitilinn Sjá meira
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport