Real Madrid varð í kvöld Evrópumeistari í knattspyrnu í fimmtánda sinn eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Dortmund fór illa með mörg góð færi í fyrri hálfleiknum en reynsla leikmanna Real gerði gæfumuninn í síðari hálfleik.
Það var frábær stemning á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Guli veggur stuðningsmanna Dortmund lét vel í sér heyra frá því löngu áður en leikurinn hófst og stuðningsmenn Real fjölmenntu sömuleiðis.
"WE'RE BACK IN TOWN TO STEAL THE CROWN." 👑
— Men in Blazers (@MenInBlazers) June 1, 2024
Borussia Dortmund's tifo game travels well. 👏pic.twitter.com/edsKlkQiab
Fyrri hálfleikurinn þróaðist öfugt við það sem flestir bjuggust kannski við. Lið Dortmund var mun sterkari aðilinn og Karim Adeyemi fékk dauðafæri á 21. Mínútu þegar hann slapp aleinn í gegnum vörn spænska liðsins en Thibout Courtois í marki Real Madrid gerði vel í að loka á Adeyemi og færið rann út í sandinn.
Lið Dortmund hélt þó áfram að ógna. Tveimur mínútum eftir færi Adeyemi átti Niklas Fullkrug skot í innanverða stöngina úr dauðafæri og Adeyemi fékk annað gott færi skömmu síðar en Courtois varði vel.
2 - Real Madrid's two shots against Borussia Dortmund were their joint-fewest in a first half of a match across all competitions this season, while 1.68 xG against was also the highest by an opponent against them in a first half this term. Unexpected. #UCLfinal pic.twitter.com/RW0Z7052uk
— OptaJoe (@OptaJoe) June 1, 2024
Staðan í hálfleik var 0-0 og átti lið Real Madrid ekki skot á markrammann í fyrri hálfleiknum og leikmenn Dortmund hafa eflaust nagað sig í handarbökin á leið sinni til búningsklefanna að hafa ekki nýtt eitthvað af þeim góðu færum sem liðið fékk.
Real mætti sterkara til leiks í síðari hálfleik. Á fyrstu fimm mínútunum höfðu Toni Kroos og Dani Carvajal báðir átt hættulegar marktilraunir en leikmenn Dortmund héldu þó áfram að ógna líkt og í fyrri hálfleiknum.
Fullkrug fékk meðal annars gott skallafæri um miðjan síðari hálfleikinn en náði ekki að stýra boltanum í hornið og boltinn fór beint á Courtois. Það voru hins vegar reynsluboltar Real Madrid sem voru á bakvið fyrsta mark leiksins á 74. mínútu leiksins. Toni Kroos, sem var að leika sinn síðasta leik fyrir Real Madrid, tók þá hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Dani Carvajal sem skoraði af nærstönginni.
⚪️✨ Dani Carvajal with his 6th goal of the season, the first one in Champions League. pic.twitter.com/SqTaP8q7XB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 1, 2024
Markið virtist draga allan kraft úr liði Dortmund. Leikmenn Real Madrid komust í tvígang nálægt því að tvöfalda forystuna áður en Ian Maatsen gerði klaufaleg mistök í vörn Dortmund átta mínútum eftir mark Carvajal. Sending hans fór beint á Jude Bellingham, enska stjarnan fann Vinicius Jr. á fullri ferð í átt að marki og brasilíski töframaðurinn kláraði færið frábærlega framhjá Gregor Kobel í markinu. Real Madrid í kjörstöðu.
Niklas Fullkrug náði að skora örskömmu síðar en var réttilega dæmdur rangstæður eftir að hafa skallað boltann í mark Real. Eftir þetta fjaraði leikurinn hægt og rólega út. Toni Kroos fékk heiðursskiptingu undir lokin í sínum síðasta leik fyrir Real Madrid en hann mun leggja skóna á hilluna eftir Evrópumótið í Þýskalandi í sumar.
1x Serie A 🏆🇮🇹
— Football Factly (@FootballFactly) June 1, 2024
1x Premier League 🏆🏴
1x Ligue 1 🏆🇫🇷
1x Bundesliga 🏆🇩🇪
2x La Liga 🏆🏆🇪🇸
10x Domestic Cup 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🌎
3x Club World Cup 🏆🏆🏆🌍
4x UEFA Super Cup 🏆🏆🏆🏆🇪🇺
5x Champions League 🏆🏆🏆🏆🏆🇪🇺
Carlo Ancelotti is the GOAT🤯 pic.twitter.com/imasmyXDf4
Lokatölur 2-0 og fimmtándi Evróputitill Real Madrid í höfn. Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti var að vinna sinn fimmta Meistaradeildartitil á ferlinum og þann þriðja með Real Madrid. Ótrúlegt lið fullt af sigurvegurum.