Íslenski boltinn

Ljóst hvaða liðum Breiða­blik, Stjarnan, Valur og Víkingur geta mætt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingur tekur þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.
Víkingur tekur þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Diego

Á morgun, þriðjudaginn 18. júní, kemur í ljós hvaða liðum Breiða­blik, Stjarnan, Valur og Víkingur mæta í Evrópukeppnum karla í knattspyrnu. Hér að neðan má sjá mögulega móthejra liðanna.

Víkingur, ríkjandi Íslands- og bikarmeistari, tekur þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið sleppur við undankeppnina sem bæði Víkingur og Breiðablik þurftu að fara í gegnum undanfarin tvö ár.

Þar sem Víkingur er landsmeistari getur það aðeins mætt öðrum landsmeisturum. Mögulegir mótherjar eru: HJK Helsinki frá Finnlandi, Flora Tallinn frá Eistlandi, KÍ Klaksvík frá Færeyjum, Shamrock Rovers frá Írlandi eða FC RFS frá Lettlandi.

Hin liðin þrjú taka þátt í Sambandsdeild Evrópu. Breiðablik er þar í hópi tvö og getur mætt Floriana FC frá Möltu, Shelbourne FC frá Írlandi, Atletic Club Escaldes frá Andorra, GFK Tikves frá Norður-Makedóníu eða Caernorfon Town frá Wales.

Valur er í hópi fjögur og getur mætt KuPS frá Finnlandi, B36 frá Færeyjum, Levadia Tallinn frá Eistlandi, Connah´s Quay Nomads frá Wales eða Vllaznia Shkodë frá Albaníu.

Stjarnan er í hópi fimm og getur mætt Zalgaris frá Litáen, Linfield FC frá Norður-Írlandi, Paide Linnameeskond frá Eistlandi, FK Liepaja frá Lettlandi eða Derry City frá Írlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×