Ancelotti mætti í viðtal á TNT eftir leikinn þar sem hann sagðist leikinn hafa verið afar erfiðan enda var Dortmund mun betra liðið í fyrri hálfleiknum og fór þar illa með nokkur góð færi.
„Þetta er líkara draumi en raunveruleika. Ég er svo sannarlega mjög ánægður. Þetta var mjög erfiður leikur eins og venjulega, þeir spiluðu betur í fyrri hálfleik. Við spiluðum betur í síðari hálfleik en úrslitaleikur er alltaf svona. Við náðum að vinna, eigum frábært tímabil og erum mjög ánægðir með að vinna Evrópubikarinn á nýjan leik.“
1x Serie A 🏆🇮🇹
— Football Factly (@FootballFactly) June 1, 2024
1x Premier League 🏆🏴
1x Ligue 1 🏆🇫🇷
1x Bundesliga 🏆🇩🇪
2x La Liga 🏆🏆🇪🇸
10x Domestic Cup 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🌎
3x Club World Cup 🏆🏆🏆🌍
4x UEFA Super Cup 🏆🏆🏆🏆🇪🇺
5x Champions League 🏆🏆🏆🏆🏆🇪🇺
Carlo Ancelotti is the GOAT🤯 pic.twitter.com/imasmyXDf4
Real Madrid var að vinna sinn fimmtánda Evrópumeistaratitil og Ancelotti sagði að saga og hefð félagsins í keppninni væri ástæðan fyrir öllum titlunum.
„Gæði leikmanna auðvitað líka. Félagið er ein fjölskylda, við vinnum saman án vandræða og andrúmsloftið er frábært í búningsklefanum. Ég þarf að þakka félaginu og leikmönnunum. Það eru engir með of stórt egó, þeir eru auðmjúkir og það var ekki erfitt að stýra þessum hóp í vetur.“
Aðspurður hvernig titlinum yrði fagnað virtist hann óviss.
„Fögnuður? Ég veit það ekki, en við erum allavega ekki að fara að sofa.“