Úrslitaleik Meistaradeildarinnar nú á eftir er beðið með mikilli eftirvæntingu en þar mætast lið Real Madrid og Borussia Dortmund. Leikurinn er einn stærsti íþróttaviðburður hvers árs og fjölmargir þekktir einstaklingar sem mæta til að fylgjast með leiknum.
Leikurinn í dag engin undantekning. Á meðal þeirra sem eru mættir til Lundúna að fylgjast með leiknum er brasilíska goðsögnin Ronaldinho sem gerði meðal annars garðinn frægan með Barcelona á sínum tíma og varð heimsmeistari með Brasilíu árið 2002.
Ronaldinho hefur lengi verið í samstarfi við Nike og þegar hann mætti á Wembley leikvanginnn nú áðan kom hann í stórglæsilegum bleikum Rolls Royce með Nike merkið eftir allri hliðinni.
Ronaldinho travels in 𝓈𝓉𝓎𝓁ℯ... 💫
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 1, 2024
He's on his way to the #UCLfinal at Wembley in this custom Rolls Royce.
Rate this ride out of 10... 👇 pic.twitter.com/g6NWq6rkE5
Ronaldinho tók þátt í viðburði á vegum Nike í gær og orsakaði umferðarteppu á Oxford Street. Þeim brasilíska hefur sjaldan leiðst að koma sér á síður blaðanna það virðist ekkert vera að breytast.
Úrslitaleikur Real Madrid og Borussia Dortmund verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15.