Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Fótbolti 31. ágúst 2023 14:37
Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. Fótbolti 31. ágúst 2023 14:19
Ætla að keyra yfir Struga: „Ekki þekktir fyrir að reyna að halda einhverju jafntefli“ Breiðablik tekur á móti FK Struga frá Norður-Makedóníu í seinni leik liðanna í úrslitarimmu um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Blikar fara með eins marks forskot inn í leikinn og má segja að um mikilvægasta leik liðsins frá upphafi sé að ræða. Fótbolti 31. ágúst 2023 14:01
Lukaku og Mourinho endurnýja kynnin hjá Roma Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er genginn til liðs við ítalska félagið Roma að láni frá Chelsea. Fótbolti 31. ágúst 2023 13:30
Hólmar Örn í bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Vals, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann en aganefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hólmar hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik Vals og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum. Íslenski boltinn 31. ágúst 2023 12:54
„Alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Struga í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í dag. Blikar leiða 1-0 eftir fyrri leikinn í Norður-Makedóníu og ef þeir verja forskotið í dag verða þeir fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Fótbolti 31. ágúst 2023 12:32
Sjáðu mörkin þegar KA-menn unnu í Krikanum KA á enn möguleika á að komast í efri hluta Bestu deildar karla þegar deildinni verður skipt upp í tvennt eftir 0-3 útisigur á FH í Kaplakrika í gær. Um var að ræða frestaðan leik úr 14. umferð. Íslenski boltinn 31. ágúst 2023 12:00
Allt sem þú þarft að vita um dráttinn í Meistaradeildinni Mikið verður um dýrðir í Mónakó síðdegis þegar dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 31. ágúst 2023 11:31
Sveinn Aron orðaður við lið í Þýskalandi Greint er frá því í þýska miðlinum Bild í dag að þýska B-deildar liðsins Hansa Rostock sé með augun á Sveini Aroni Guðjohnsen, framherja Elfsborg sem situr um þessar mundir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 31. ágúst 2023 11:00
Óskar fyrir stórleik dagsins: „Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni“ Stærsti leikur í sögu karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, að margra mati, fer fram á Kópavogsvelli síðar í dag þegar að liðið tekur á móti FC Struga í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 31. ágúst 2023 10:31
Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. Fótbolti 31. ágúst 2023 10:00
Hetja C-deildarliðs Lincoln lék með Kórdrengjum fyrir tveimur árum Danski markvörðurinn Lukas Bornhøft Jensen varði tvær vítaspyrnur er C-deildarlið Lincoln City sló úrvalsdeildarlið Sheffield United úr leik í enska deildarbikarnum í vítaspyrnukeppni í gær. Árið 2021 lék þessi danski markvörður með Kórdrengjum í Lengjudeildinni hér á Íslandi. Enski boltinn 31. ágúst 2023 09:31
Mamma Rubiales útskrifuð af spítala eftir hungurverkfallið Ángeles Béjar, mamma hins umdeilda forseta spænska knattspyrnusambandsins Luis Rubiales, hefur verið útskrifuð af spítala eftir að hafa verið lögð þar inn í kjölfar hungurverkfalls. Fótbolti 31. ágúst 2023 09:00
UEFA muni ekki innleiða „fáránlegan“ uppbótartíma ensku úrvalsdeildarinnar Zvonimir Boban, yfirmaður knattspyrnumála hjá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA, segir að nýr og lengri uppbótartími sem tekinn var upp í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið sé „fáránlegur“ og að hann verði ekki notaður í keppnum á vegum sambandsins. Fótbolti 31. ágúst 2023 08:30
Brighton að fá ungstirnið Fati frá Barcelona Spænska ungstirnið Ansu Fati virðist vera á leið á láni til Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni frá spænska stórveldinu Barcelona. Fótbolti 31. ágúst 2023 08:01
Varamaðurinn Nökkvi tryggði St. Louis nauman sigur Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði annað mark St. Louis City er liðið vann nauman 2-1 sigur gegn tíu leikmönnum FC Dallas í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt. Fótbolti 31. ágúst 2023 07:32
Kallar Rubiales gungu og segir hann hafa skemmt sér með táningum Juan Rubiales, frændi Luis Rubiales – forseta spænska knattspyrnusambandsins, kallar frænda sinn gungu og segir frá veisluhöldum með táningum sem voru mögulega ólögráða. Fótbolti 31. ágúst 2023 07:00
„Hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla“ Nýjasti þáttur Bestu markanna, þar sem hitað er upp fyrir úrslitakeppnina í Bestu deild kvenna, er kominn í loftið en í þættinum mættu þær Víkings-mæðgur, Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir sem gestir. Íslenski boltinn 30. ágúst 2023 23:31
Arsenal hulduliðið sem gerði mettilboð í Earps Fyrir tæpri viku var greint frá því að ónefnt lið hefði boðið í Mary Earps, markvörð Manchester United. Talið er að um hafi verið að ræða metupphæð þegar kemur að markverði en Man Utd neitaði tilboðinu. Enski boltinn 30. ágúst 2023 23:00
Fyrrverandi varnarmaður Barcelona og Stoke orðinn lærisveinn Freys Marc Muniesa, fyrrverandi leikmaður Barcelona á Spáni og Stoke City á Englandi, er orðinn leikmaður Íslendingaliðs Lyngby í Danmörku. Fótbolti 30. ágúst 2023 22:31
Pavard mættur til Inter Benjamin Pavard er genginn í raðir Inter Milan frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Talið er að kaupverið sé um 30 milljónir evra eða tæpir 4,3 milljarðar íslenskra króna. Fótbolti 30. ágúst 2023 21:46
Jóhann Berg og félagar áfram í enska deildarbikarnum Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið vann nauman 1-0 útisigur á Nottingham Forest í enska deildarbikarnum í kvöld. Þá vann Chelsea 2-1 sigur á AFC Wimbledon. Enski boltinn 30. ágúst 2023 21:06
FC Kaupmannahöfn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Orri Steinn Óskarsson kom ekki við sögu þegar FC Kaupmannahöfn tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir jafntefli gegn Raków Częstochowa frá Póllandi. Fótbolti 30. ágúst 2023 20:55
Gunnleifur og Kjartan fylla skarð Ásmundar Breiðablik hefur ráðið þá Gunnleif Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson inn í meistaraflokks kvenna teymið. Það verða því fjórir þjálfarar sem munu stýra Blikum út tímabilið í Bestu deild kvenna þar sem Ana Cate og Ólafur Pétursson voru fyrir í teyminu. Íslenski boltinn 30. ágúst 2023 20:45
Heimir Guðjónsson: Ágætt bara að sleppa með 3-0 „Ég hefði ekki getað gagnrýnt neinn í hálfleik fyrir að leggja sig ekki fram. Við lögðum okkur fram og spiluðum góðan fótbolta, góð færi, en eins og oft áður í sumar erum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 0-3 tap gegn KA í Kaplakrika í kvöld. Íslenski boltinn 30. ágúst 2023 20:31
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 0-3 | Vonir Akureyringa um efri hlutann lifa enn FH fékk KA í heimsókn í dag í frestuðum leik úr 14. umferð í Bestu deild karla. KA sigraði leikinn 0-3 og er þar með komið í góðan séns á að enda í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu, en lokaumferð deildarinnar fyrir tvískiptinguna er á sunnudaginn. Íslenski boltinn 30. ágúst 2023 19:30
Rosenborg í undanúrslit eftir ótrúlegan leik þar sem Selma Sól lagði upp tvö Selma Sól Magnúsdóttir kom inn af bekknum og lagði upp tvö mörk sem tryggðu Rosenborg sæti í undanúrslitum norska bikarsins í knattspyrnu eftir hreint út sagt ótrúlegan leik við Stabæk. Þá eru Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga einnig komnar undanúrslit. Fótbolti 30. ágúst 2023 19:01
Fiorentina neitar lánstilboði Man United í Amrabat Enska knattspyrnuliðið Manchester United þarf nauðsynlega að bæta við sig leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn í Englandi. Félagið virðist ekki hafa mikið fjármagn á milli handanna og nú hefur lánstilboði þess í miðjumanninn Sofyan Amrabat verið hafnað. Enski boltinn 30. ágúst 2023 18:16
María Þórisdóttir frá Man United til Brighton María Þórisdóttir er gengin í raðir Brighton & Hove Albion frá Manchester United. Ekki kemur fram hvað Brighton borgar fyrir þennan öfluga varnarmann sem hefur einnig leikið með Chelsea. Enski boltinn 30. ágúst 2023 17:35
Englandsmeistararnir og Úlfarnir komast að munnlegu samkomulagi um Nunes Englandsmeistarar Manchester City hafa komist að munnlegu samkomulagi við Úlfana um kaup á portúgalska miðjumanninum Matheus Nunes. Fótbolti 30. ágúst 2023 17:01