„Prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 19:31 Glódís Perla í leik með íslenska kvennalandsliðinu Vísir/Getty Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir leikina gegn stærstu liðum í heimi vera þá leiki sem íslenska liðið getur lært hvað mest af. Ísland heimsækir ríkjandi Ólympíumeistara Bandaríkjanna í kvöld. „Risastórt verkefni fyrir okkur,“ segir landsliðsfyrirliðinn Glódís í samtali við KSÍ TV. „Fín prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu. Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi og það er verðugt verkefni fyrir okkur að sjá hvernig við getum leyst það. Hvað við þurfum svo að bæta enn meira til að geta verið á sama stað og þær.“ 🎙️ Viðtal við Glódís Perlu Viggósdóttur, fyrirliða A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/u5arX5MAlx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Fyrri leikur liðanna fer fram í Austin í Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma en liðin mætast svo aftur nokkrum dögum síðar í Nashville, Tennessee. Leikir gegn þetta stórum andstæðingi getur gefið liðinu mikið. „Jú klárlega. Þetta eru leikirnir sem við getum lært mest af sem lið og gaman að sjá hvar við stöndum miðað við þessi bestu lið í heimi. Við höfum verið að fá flotta leiki, bæði í Þjóðadeildinni sem og í æfingarleikjum, upp á síðkastið. Auðvitað förum við inn í alla þessa leiki með það fyrir augum að reyna vinna þá. Það er gaman að fá tækifæri til að spila á móti þessum sterku þjóðum. Fá aðeins að atast í þeim.“ Árið 2024 hefur verið mjög gjöfullt fyrir íslenska kvennalandsliðið og árið 2025 er spennandi í meira lagi þar sem að liðið tekur meðal annars þátt í A-deild Þjóðadeildar UEFA og svo er komið að næsta stórmóti næsta sumar í Sviss. Sjálft Evrópumótið í knattspyrnu. Aðspurð hvernig yfirstandandi verkefni nýtist íslenska liðinu upp á framhaldið hafði Glódís þetta að segja: „Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Það er mikið sem á eftir að gerast þar til að við förum á EM. Framundan eru leikir í mikilvægri Þjóðadeild sem spilast eftir áramót og fyrir EM. Þar þurfum við á góðum úrslitum að halda. Það skiptir máli upp á næstu undankeppni. Við verðum bara að fara í hvert verkefni fyrir sig, nýta það sem best og reyna halda áfram að bæta okkur. Verða betri í hverju einasta verkefni. Þannig held ég að við undirbúum okkur sem best fyrir EM.“ Eins og áður hefur verið sagt frá er Glódís tilnefnd til Ballon d'or verðlaunanna virtu. „Auðvitað er það gríðarlega mikill heiður. Gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er liðsíþrótt. Ég er bara gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö umhverfi sem ég er í. Alla leikmennina sem ég æfi og spila með.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
„Risastórt verkefni fyrir okkur,“ segir landsliðsfyrirliðinn Glódís í samtali við KSÍ TV. „Fín prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu. Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi og það er verðugt verkefni fyrir okkur að sjá hvernig við getum leyst það. Hvað við þurfum svo að bæta enn meira til að geta verið á sama stað og þær.“ 🎙️ Viðtal við Glódís Perlu Viggósdóttur, fyrirliða A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/u5arX5MAlx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Fyrri leikur liðanna fer fram í Austin í Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma en liðin mætast svo aftur nokkrum dögum síðar í Nashville, Tennessee. Leikir gegn þetta stórum andstæðingi getur gefið liðinu mikið. „Jú klárlega. Þetta eru leikirnir sem við getum lært mest af sem lið og gaman að sjá hvar við stöndum miðað við þessi bestu lið í heimi. Við höfum verið að fá flotta leiki, bæði í Þjóðadeildinni sem og í æfingarleikjum, upp á síðkastið. Auðvitað förum við inn í alla þessa leiki með það fyrir augum að reyna vinna þá. Það er gaman að fá tækifæri til að spila á móti þessum sterku þjóðum. Fá aðeins að atast í þeim.“ Árið 2024 hefur verið mjög gjöfullt fyrir íslenska kvennalandsliðið og árið 2025 er spennandi í meira lagi þar sem að liðið tekur meðal annars þátt í A-deild Þjóðadeildar UEFA og svo er komið að næsta stórmóti næsta sumar í Sviss. Sjálft Evrópumótið í knattspyrnu. Aðspurð hvernig yfirstandandi verkefni nýtist íslenska liðinu upp á framhaldið hafði Glódís þetta að segja: „Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Það er mikið sem á eftir að gerast þar til að við förum á EM. Framundan eru leikir í mikilvægri Þjóðadeild sem spilast eftir áramót og fyrir EM. Þar þurfum við á góðum úrslitum að halda. Það skiptir máli upp á næstu undankeppni. Við verðum bara að fara í hvert verkefni fyrir sig, nýta það sem best og reyna halda áfram að bæta okkur. Verða betri í hverju einasta verkefni. Þannig held ég að við undirbúum okkur sem best fyrir EM.“ Eins og áður hefur verið sagt frá er Glódís tilnefnd til Ballon d'or verðlaunanna virtu. „Auðvitað er það gríðarlega mikill heiður. Gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er liðsíþrótt. Ég er bara gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö umhverfi sem ég er í. Alla leikmennina sem ég æfi og spila með.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira