Fanney verður ekki með gegn Ólympíumeisturunum Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 10:21 Fanney Inga Birkisdóttir með góð tilþrif. Vísir/Anton Brink Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttir sem fékk höfuðhögg á æfingu sem veldur því að hún mun ekki geta tekið þátt í tveimur æfingaleikjum gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna hefst rétt fyrir miðnætti í kvöld á íslenskum tíma og verður leikurinn spilaður á Q2 leikvanginum í Austin í Texas. Liðin mætast svo öðru sinni þremur dögum síðar á Geodis Park í Nashville, Tennessee. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari er tilneyddur til þess að gera þessa breytingu á landsliðshópnum í kjölfar æfingar íslenska landsliðsins en þarf fékk Fanney Inga höfuðhögg sem veldur því að hún getur ekki tekið þátt í þeim tveimur leikjum sem Ísland á fyrir höndum gegn Bandaríkjunum ytra. ➡️ Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hóp A kvenna fyrir leikina tvo gegn Bandaríkjunum.⬅️ Fanney Inga Birkisdóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.#viðerumísland pic.twitter.com/eZnJEAIPV6— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2024 „Hún fékk eitthvað smá höfuðhögg á æfingu og verður ekki klár fyrir leikinn. Að öðru leiti eru allir aðrir leikmenn klárir,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á Fanneyju sem og öðrum leikmönnum Íslands í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ. Fanney, sem lék lykilhlutverk í marki bikarmeistara Vals á nýafstöðnu tímabili, hefur varið mark íslenska landsliðsins að undanförnu. Auður Scheving sem hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn í hennar stað spilaði fimm leiki í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili með Stjörnunni. Fyrir voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Inter Milan, og Telma Ívarsdóttir, markvörður nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í íslenska landsliðshópnum og mun Auður nú mynda markvarðarteymi Íslands með þeim. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna hefst rétt fyrir miðnætti í kvöld á íslenskum tíma og verður leikurinn spilaður á Q2 leikvanginum í Austin í Texas. Liðin mætast svo öðru sinni þremur dögum síðar á Geodis Park í Nashville, Tennessee. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari er tilneyddur til þess að gera þessa breytingu á landsliðshópnum í kjölfar æfingar íslenska landsliðsins en þarf fékk Fanney Inga höfuðhögg sem veldur því að hún getur ekki tekið þátt í þeim tveimur leikjum sem Ísland á fyrir höndum gegn Bandaríkjunum ytra. ➡️ Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hóp A kvenna fyrir leikina tvo gegn Bandaríkjunum.⬅️ Fanney Inga Birkisdóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.#viðerumísland pic.twitter.com/eZnJEAIPV6— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2024 „Hún fékk eitthvað smá höfuðhögg á æfingu og verður ekki klár fyrir leikinn. Að öðru leiti eru allir aðrir leikmenn klárir,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á Fanneyju sem og öðrum leikmönnum Íslands í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ. Fanney, sem lék lykilhlutverk í marki bikarmeistara Vals á nýafstöðnu tímabili, hefur varið mark íslenska landsliðsins að undanförnu. Auður Scheving sem hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn í hennar stað spilaði fimm leiki í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili með Stjörnunni. Fyrir voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Inter Milan, og Telma Ívarsdóttir, markvörður nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í íslenska landsliðshópnum og mun Auður nú mynda markvarðarteymi Íslands með þeim.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira