Liverpool með fullt hús í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2024 20:55 Darwin Nunez fagnar sigurmarki sínu í kvöld fyrir Liverpool á móti RB Leipzig. gETTY/Rico Brouwer/ Liverpool heldur áfram góðri byrjun sinni í Meistaradeildinni undir stjórn Arne Slot. Liðið vann 1-0 útisigur á þýska liðinu RB Leipzig í kvöld. Liverpool menn náðu þó aðeins að skora eitt mark í Þýskalandi í kvöld og það skoraði Darwin Nunez á 27. mínútu leiksins. Nunez stal samt markinu eiginlega af Mohamed Salah því skalli hans var á leiðinni í markið þegar Nunez sparkaði boltanum inn af marklínunni. Liverpool fékk færin til að bæta við mörkum en átta skot á markið skiluðu aðeins einu marki í kvöld. Það fengu einhverjir aukahjartslátt þegar Leipzig jafnaði metin en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Liverpool og Aston Villa eru þar með einu liðin sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Liverpool heldur áfram góðri byrjun sinni í Meistaradeildinni undir stjórn Arne Slot. Liðið vann 1-0 útisigur á þýska liðinu RB Leipzig í kvöld. Liverpool menn náðu þó aðeins að skora eitt mark í Þýskalandi í kvöld og það skoraði Darwin Nunez á 27. mínútu leiksins. Nunez stal samt markinu eiginlega af Mohamed Salah því skalli hans var á leiðinni í markið þegar Nunez sparkaði boltanum inn af marklínunni. Liverpool fékk færin til að bæta við mörkum en átta skot á markið skiluðu aðeins einu marki í kvöld. Það fengu einhverjir aukahjartslátt þegar Leipzig jafnaði metin en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Liverpool og Aston Villa eru þar með einu liðin sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti