Elías Rafn átti mjög góðan leik en hann varði alls átta skot frá Belgunum í leiknum.
Ousmane Diao skoraði eina mark leiksins strax á 18. mínútu.
Midtjylland hefur náð í sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum og er aðeins búið að fá á sig eitt mark.
Það voru fleiri Íslendingalið að spila í Evrópudeildununum í kvöld.
Guðmundur Þórarinsson fór meiddur af velli á sautjándu mínútu þegar Noah tapaði 1-0 fyrir Rapid Vín í Sambandsdeildinni.
Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Gent sem vann 2-1 sigur á Molde í Sambandsdeildinni. Sigurmarkið kom á fimmtu mínútu í uppbótatíma en það skoraði Archie Brown. Fyrra mark Gent skoraði Noah Fadiga.
Orri Steinn Óskarsson sat allan tímann á bekknum þegar Real Sociedad vann 2-1 útisigur á Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni.
Fiorentina vann 4-2 útisigur á St. Gallen í Sambandsdeildinni en Albert Guðmundsson missti af leiknum vegna meiðsla.