Mæta besta liði í heimi: „Verður spennandi að takast á við það“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 15:45 Sveindís Jane Jónsdóttir ein af skærustu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir/Anton Brink Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í æfingaleik í Austin, Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld. Um fyrri leik liðanna í tveggja leikja æfingaleikja hrinu er að ræða og andstæðingur Íslands gæti vart orðið sterkari. „Þetta leggst vel í mig. Þetta er hörku andstæðingur. Frábært lið, sennilega besta lið í heimi. Við fáum erfiða leiki í þessu verkefni og það verður spennandi að takast á við það. Verður mjög krefjandi fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands um komandi leiki gegn Bandaríkjunum í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ og má sjá hér fyrir neðan: 🎙️ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson, þjálfara A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/WZrryrre33— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Þorsteinn hefur lengi vel kallað eftir því að íslenska landsliðið spili æfingarleiki gegn sterkari andstæðingum og andstæðingurinn í þessu verkefni gerist vart mikið sterkari. En hvað gefa þessir leikir liðinu? „Þeir hjálpa okkur við að bæta okkur sem lið og að takast á við krefjandi aðstæður. Það að allir leikir séu krefjandi fyrir okkur hjálpar okkur bara í því að verða betri. Það að við séum í þannig aðstæðum að við þurfum alltaf að takast á við hluti sem eru erfiðir. Það að andstæðingurinn sé svona góður krefst þess af okkur að við þurfum að spila okkar besta bolta, spila góða leiki til að ná í góð úrslit. Spilamennska okkar gegn þessu bandaríska liði þarf að vera góð til að við náum í góð úrslit.“ Íslenska landsliðið hefur æft við góðar aðstæður í Bandaríkjunum undanfarna daga.Mynd: KSÍ Framundan eru mikilvægir mánuðir hjá íslenska landsliðinu sem hefur keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í upphafi næsta árs. Svo tekur við stórmót hjá liðinu, Evrópumótið í Sviss sem hefst 2.júlí. Aðspurður hvernig að hann horfi á komandi æfingaleiki gegn Bandaríkjunum upp á framhaldið að gera hjá íslenska landsliðinu hafði Þorsteinn þetta að segja: „Við horfum á þetta þannig að við erum að þróa liðið áfram. Við eigum leiki í Þjóðadeildinni áður en að Evrópumótinu kemur. Þjóðadeildin er okkur mikilvæg. Við höldum áfram að þróa okkur, verða betri, það er raunverulega markmiðið með þessu verkefni. Að gefa leikmönnum tækifæri og verða betri.“ Þorsteinn segir stöðuna á leikmannahópnum vera góða. Allir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir utan markvörðinn Fanney Ingu sem fékk höfuðhögg á æfingu og mun ekki geta tekið þátt í verkefninu. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hópinn í hennar stað. Hildur Antonsdóttir, leikmaður Madrid CFF á Spáni, á æfingu með íslenska landsliðinu í hitanum í BandaríkjunumMynd: KSÍ Þá gaf Þorsteinn það til kynna í viðtalinu að hann muni hrófla mikið í byrjunarliði Íslands milli leikja gegn Bandaríkjunum. „Þeir leikmenn sem hafa verið að spila minna fyrir okkur upp á síðkastið munu fá fleiri mínútur í þessu verkefni.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Þetta er hörku andstæðingur. Frábært lið, sennilega besta lið í heimi. Við fáum erfiða leiki í þessu verkefni og það verður spennandi að takast á við það. Verður mjög krefjandi fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands um komandi leiki gegn Bandaríkjunum í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ og má sjá hér fyrir neðan: 🎙️ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson, þjálfara A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/WZrryrre33— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Þorsteinn hefur lengi vel kallað eftir því að íslenska landsliðið spili æfingarleiki gegn sterkari andstæðingum og andstæðingurinn í þessu verkefni gerist vart mikið sterkari. En hvað gefa þessir leikir liðinu? „Þeir hjálpa okkur við að bæta okkur sem lið og að takast á við krefjandi aðstæður. Það að allir leikir séu krefjandi fyrir okkur hjálpar okkur bara í því að verða betri. Það að við séum í þannig aðstæðum að við þurfum alltaf að takast á við hluti sem eru erfiðir. Það að andstæðingurinn sé svona góður krefst þess af okkur að við þurfum að spila okkar besta bolta, spila góða leiki til að ná í góð úrslit. Spilamennska okkar gegn þessu bandaríska liði þarf að vera góð til að við náum í góð úrslit.“ Íslenska landsliðið hefur æft við góðar aðstæður í Bandaríkjunum undanfarna daga.Mynd: KSÍ Framundan eru mikilvægir mánuðir hjá íslenska landsliðinu sem hefur keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í upphafi næsta árs. Svo tekur við stórmót hjá liðinu, Evrópumótið í Sviss sem hefst 2.júlí. Aðspurður hvernig að hann horfi á komandi æfingaleiki gegn Bandaríkjunum upp á framhaldið að gera hjá íslenska landsliðinu hafði Þorsteinn þetta að segja: „Við horfum á þetta þannig að við erum að þróa liðið áfram. Við eigum leiki í Þjóðadeildinni áður en að Evrópumótinu kemur. Þjóðadeildin er okkur mikilvæg. Við höldum áfram að þróa okkur, verða betri, það er raunverulega markmiðið með þessu verkefni. Að gefa leikmönnum tækifæri og verða betri.“ Þorsteinn segir stöðuna á leikmannahópnum vera góða. Allir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir utan markvörðinn Fanney Ingu sem fékk höfuðhögg á æfingu og mun ekki geta tekið þátt í verkefninu. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hópinn í hennar stað. Hildur Antonsdóttir, leikmaður Madrid CFF á Spáni, á æfingu með íslenska landsliðinu í hitanum í BandaríkjunumMynd: KSÍ Þá gaf Þorsteinn það til kynna í viðtalinu að hann muni hrófla mikið í byrjunarliði Íslands milli leikja gegn Bandaríkjunum. „Þeir leikmenn sem hafa verið að spila minna fyrir okkur upp á síðkastið munu fá fleiri mínútur í þessu verkefni.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira