Ísland fékk eitt stig út úr leikjunum tveimur Wales og Tyrklandi í B-deild Þjóðadeildarinnar fyrr í þessum mánuði.
Það skilaði Íslendingum samt upp um eitt sæti á styrkleikalistanum en þeir eru nú í 70. sætinu. Norður-Makedóníumenn eru í 69. sæti og Norður-Írar í því 71. Svartfellingar, sem eru með Íslendingum í riðli í Þjóðadeildinni, eru í 75. sæti listans. Tyrkir eru í 26. sætinu og Walesverjar í því 29.
Heimsmeistarar Argentínu eru áfram á toppi listans en engin breyting varð á sex efstu liðum hans. Frakkland er í 2. sæti, Evrópumeistarar Spánar í því þriðja, England í 4. sætinu, svo Brasilía og Belgía.
Hástökkvarar listans að þessu sinni eru Kómorur sem fóru upp um tíu sæti. Túnis datt hins vegar niður um flest sæti, eða ellefu.
Danmörk er efsta Norðurlandaþjóðin á listanum, í 21. sæti. Svíþjóð er í 28. sæti, Noregur 48. sætinu, Finnland í 66. sæti og Færeyjar í því 138.
Ísland hefur hæst komist í 18. sæti styrkleikalistans, í febrúar 2018. Íslendingar hafa aftur á móti aldrei verið jafn neðarlega og þegar þeir voru í 131. sætinu í apríl fyrir tólf árum.
Styrkleikalisti FIFA
- Argentína
- Frakkland
- Spánn
- England
- Brasilía
- Belgía
- Portúgal
- Holland
- Ítalía
- Kólumbía