Juventus nálgast Mílanóliðin með sigri Juventus hafði betur með tveimur mörkum gegn engu þegar liðið mætti Torino í nágrannaslag á Allianz-leikvangnum í ítölsku efstu deildinni í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 7. október 2023 18:13
Mikael Egill á skotskónum í sigri Feneyinga Mikael Egill Ellertsson skoraði eitt marka Venezia þegar liðið lagði Parma að velli, 3-2, í leik liðanna í ítölsku B-deildinni í fótbolta karla í dag. Fótbolti 7. október 2023 17:22
„Viljum viðhalda hungrinu“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum ánægður eftir frammistöðu síns líðs gegn Val í Bestu deild karla í dag þar sem Víkingur vann 5-1. Fótbolti 7. október 2023 16:59
„Tímabilið í heildina búið að vera þungt“ Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjamanna sagði lið ÍBV hafi aldrei náð að komast á nægilega gott skrið í sumar og átt erfitt með að tengja saman úrslit. ÍBV leikur í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Fótbolti 7. október 2023 16:52
„Værum í Evrópusæti hefðum við spilað svona í allt sumar“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var í skýjunum með að hafa náð að halda liðinu í Bestu-deildinni. Sport 7. október 2023 16:29
Bellingham heldur áfram að skora og Madrídingar unnu stórt Jude Bellingham heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann skoraði tvö í dag er liðið vann 4-0 sigur gegn Osasuna. Fótbolti 7. október 2023 16:16
Arnór skoraði tvö í stórsigri Arnór Sigurðsson skoraði tvívegis er Blackburn vann afar öruggan 4-0 útisigur gegn QPR í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 7. október 2023 16:08
Umfjöllun: KA - HK 1-0 | Norðanmenn enduðu tímabilið á sigri KA vann HK í lokaumferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn var það ljóst að KA myndi hafna í sjöunda sætinu og hreppa Forsetabikarinn á meðan HK átt enn tölfræðilegan möguleika á því að falla þó svo að ansi margt þyrfti að gerast til þess. Íslenski boltinn 7. október 2023 16:03
McTominay hetjan á Old Trafford Scott McTominay reyndist hetja Manchester United er hann snéri taflinu við gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 7. október 2023 16:00
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fram 5-1 | Fylkir bjargaði sér frá falli með stórsigri Fylkir rúllaði yfir Fram og bjargaði sér frá falli. Heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og skoruðu þrjú. Fylkir bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik og Fylkir og Fram verða í Bestu-deildinni á næsta tímabili. Íslenski boltinn 7. október 2023 16:00
Chelsea fór illa með Burnley Chelsea vann sinn þriðja leik í röð í öllum keppnum er liðið heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 7. október 2023 16:00
Leik lokið: FH - KR 3-1 | Kjartan Henry skoraði tvö í kveðjuleik Rúnars hjá KR FH og KR áttust við í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta í Kaplakrika í dag. FH fór með 3-1 sigur af hólmi í leiknum sem var sá síðasti hjá Rúnari Kristinssyni við stjórnvölinn hjá KR í bili hið minnsta. Íslenski boltinn 7. október 2023 15:48
Endurkomusigur Dortmund kom liðinu í annað sæti Borussia Dortmund vann góðan 4-2 endurkomusigur er liðið tók á móti Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag. Fótbolti 7. október 2023 15:28
Toppliðið kastaði frá sér tveggja marka forystu Inter Milan, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið tók á móti Bologna í dag. Fótbolti 7. október 2023 14:56
Segir leikmenn setja arfleifð sína í hættu með því að fara til Sádi-Arabíu Zlatan Ibrahimovic, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Manchester United, PSG og AC Milan, segir að leikmenn sem færa sig yfir til Sádi-Arabíu séu að leggja arfleifð sína í hættu. Fótbolti 7. október 2023 14:15
Tíu Tottenham-menn tylltu sér á toppinn Þrátt fyrir að hafa þurft að leika allan seinni hálfleikinn manni færri tókst Tottenham að vinna 0-1 sigur gegn nýliðum Luton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 7. október 2023 13:28
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 1-1 | Eyjamenn fylgdu Keflvíkingum niður um deild ÍBV er fallið niður í Lengjudeildina eftir 1-1 jafntefli gegn Keflavík í lokaumferð Bestu deildarinnar í dag. Bæði lið lið munu leika í næst efstu deild á næsta tímabili. Íslenski boltinn 7. október 2023 13:16
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. Íslenski boltinn 7. október 2023 13:16
Vinskapur nafnanna settur til hliðar í dag: „Ábyggilega furðulegt fyrir hann“ Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir þægilegt fyrir sitt lið að vita að það hafi örlögin í sínum höndum fyrir mikilvægan leik gegn Fram í einum af fallbaráttuslag dagsins í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, er uppalinn Fylkismaður og vinur Ragnars Braga sem telur furðulega stöðu blasa við vini sínum. Íslenski boltinn 7. október 2023 12:30
Þessir eru tilnefndir sem bestir í Bestu-deildinni Lokaumferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu fer fram í dag með heilli umferð, bæði í efri og neðri hlutanum. Í aðdraganda leikjanna verða þeir sem hafa skarað fram úr á tímabilinu verðlaunaðir. Fótbolti 7. október 2023 10:30
KA og Keflavík hafa engu að keppa en geta ráðið því hvaða lið fellur úr Bestu Lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta fer næstum því öll fram í dag og það er mikil spenna á botninum þar sem fjögur lið eiga það enn á hættu að falla úr deildinni. Íslenski boltinn 7. október 2023 10:00
Sjáðu myndirnar frá Íslandsmeistarafögnuði Valskvenna Bestu-deild kvenna lauk í gær með þremur leikjum. Valskonur höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir leiki gærdagsins og fengu því Íslandsmeistaraskjöldinn afhentan að leik loknum. Fótbolti 7. október 2023 09:31
Hætta á að heimaleikir vetrarins verði erlendis: „Ótrúlega leiðinlegt“ KSÍ vill síður bera kostnað af því að halda Laugardalsvelli við vegna Evrópuverkefna íslenskra félagsliða í vetur. Vel má vera að færa þurfi landsleiki í febrúar og mars út fyrir landsteinana. Íslenski boltinn 7. október 2023 09:00
„Það er ekkert nægilega gott nema sigur“ Matthías Vilhjálmsson er sigurvegari sem þrífst best í umhverfi þar sem sigur er skylda frekar en forréttindi. Matthías er fjölhæfur leikmaður sem líður þó best sem fremsta manni. Flottustu mörk hans á ferlinum eiga nærri öll rætur sínar að rekja á sparkvöll á Ísafirði. Íslenski boltinn 7. október 2023 08:00
Ten Hag: Við styðjum öll við bakið á Rashford Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segist vera viss um það að mörkin fari að koma hjá Marcus Rashford, framherja liðsins. Enski boltinn 7. október 2023 07:01
Postecoglou: Hefðum ekki leyft þeim að skora Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það heldur ólíklegt að liðið hans hefði leyft Liverpool að skora mark gegn þeim eftir að markið sem Luis Díaz skoraði var tekið af þeim. Enski boltinn 6. október 2023 23:31
Arteta: Saka og Partey eru líklegir Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir að Bukayo Saka og Thomas Partey séu báðir líklegir til þess að vera leikfærir fyrir leikinn gegn Manchester City á sunnudaginn. Fótbolti 6. október 2023 23:00
Nik Chamberlain: Gerist ekki betra Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum mjög ánægður með dramatískan sigur liðsins gegn Stjörnunni nú í kvöld. Leikurinn var frekar tíðindalítill en Mikenna McManus skoraði sigurmarkið í uppbótatíma og tryggði Þrótti stigin þrjú og í leiðinni þriðja sætið í Bestu deildinni árið 2023. Fótbolti 6. október 2023 22:46
„Ef við vinnum og þeir falla þá er það þeim að kenna“ Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, vill ekki meina að hann eigi erfitt með að mæta uppeldisfélagi sínu Fylki í mikilvægum leik í fallbaráttunni í Bestu deild karla. Fótbolti 6. október 2023 22:04
Svava Rós fór úr mjaðmalið Svava Rós Guðmundssdóttir, leikmaður Íslands og Benfica í Portúgal, verður fjarri góðu gamni í einhvern tíma eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í síðasta leik liðsins. Fótbolti 6. október 2023 22:00