Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2024 07:00 Arne Slot og lærisveinar hans í Liverpool eru með níu stiga forskot á toppi ensku deildarinnar. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Arne Slot, þjálfari Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir öruggan 2-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í gær. Hann biður fólk í kringum liðið þó að halda sér á jörðinni. Liverpool hefur farið virkilega vel af stað síðan Slot tók við liðinu í sumar og Rauði herinn trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með níu stiga forskot. Sigur liðsins gegn Manchester City í gær þýðir að liðið er nú ellefu stigum fyrir ofan Englandsmeistarana. „Þetta er búin að vera góð vika, en við skulum ekki missa okkur í gleðinni,“ sagði Slot í viðtali eftir sigurinn í gær. „Við sáum það að þegar Darwin Nunez kom inn á þá hafði hann jákvæð áhrif á leikinn. Þetta eru svo margir leikir sem þarf að spila og við erum með meira en bara ellefu leikmenn sem geta breytt leikjum. Við sáum það í dag.“ „Það er liðsheildin sem hjálpar okkur að ná þessum úrslitum,“ bætti Hollendingurinn við. Þrátt fyrir að sigur Liverpool gegn Englandsmeisturum City í gær hafi verið nokkuð öruggur segist Slot þó ekki hafa verið rólegur allan leikinn. „Maður er alltaf stressaður í leik á móti City af því að við vitum hvaða gæði búa í þessu liði. En það sem ég var ánægðastur með var að við unnum þetta ekki bara á skyndisóknum. Við sýndum líka aðrar hliðar. Að mínu mati vorum við góðir í nánast hverjum einasta þætti leiksins.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir að Liverpool sé nú með níu stiga forskot á toppnum sé titilbaráttan rétt að hefjast. „Við erum í góðri stöðu. En þið vitið það jafn vel og ég að Arsenal og City geta vel unnið alla sína leiki það sem eftir er tímabilsins. Chelsea getur líka unnið hvaða lið sem er. Það er þetta sem gerir ensku úrvalsdeildina svo áhugaverða. Það eru svo mörg góð lið.“ „Á síðasta tímabili var mikill stigamunur á Arsenal og City, en þeim tókst að snúa því við,“ sagði Slot að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Liverpool hefur farið virkilega vel af stað síðan Slot tók við liðinu í sumar og Rauði herinn trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með níu stiga forskot. Sigur liðsins gegn Manchester City í gær þýðir að liðið er nú ellefu stigum fyrir ofan Englandsmeistarana. „Þetta er búin að vera góð vika, en við skulum ekki missa okkur í gleðinni,“ sagði Slot í viðtali eftir sigurinn í gær. „Við sáum það að þegar Darwin Nunez kom inn á þá hafði hann jákvæð áhrif á leikinn. Þetta eru svo margir leikir sem þarf að spila og við erum með meira en bara ellefu leikmenn sem geta breytt leikjum. Við sáum það í dag.“ „Það er liðsheildin sem hjálpar okkur að ná þessum úrslitum,“ bætti Hollendingurinn við. Þrátt fyrir að sigur Liverpool gegn Englandsmeisturum City í gær hafi verið nokkuð öruggur segist Slot þó ekki hafa verið rólegur allan leikinn. „Maður er alltaf stressaður í leik á móti City af því að við vitum hvaða gæði búa í þessu liði. En það sem ég var ánægðastur með var að við unnum þetta ekki bara á skyndisóknum. Við sýndum líka aðrar hliðar. Að mínu mati vorum við góðir í nánast hverjum einasta þætti leiksins.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir að Liverpool sé nú með níu stiga forskot á toppnum sé titilbaráttan rétt að hefjast. „Við erum í góðri stöðu. En þið vitið það jafn vel og ég að Arsenal og City geta vel unnið alla sína leiki það sem eftir er tímabilsins. Chelsea getur líka unnið hvaða lið sem er. Það er þetta sem gerir ensku úrvalsdeildina svo áhugaverða. Það eru svo mörg góð lið.“ „Á síðasta tímabili var mikill stigamunur á Arsenal og City, en þeim tókst að snúa því við,“ sagði Slot að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira