Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 10:01 Mikel Arteta er farinn að hafa áhrif á reglur fótboltans án þess að ætla sér það. Getty/Rob Newell Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. hefur kannski haft meiri áhrif á fótboltareglurnar heldur en margan grunar. IFAB, Alþjóða fótboltaráðið, hefur nefnilega ákveðið að breyta reglum sínum vegna atviks í Evrópuleik Arsenal á dögunum. Arteta slapp þá við rautt spjald þegar hann fór inn á völlinn og tók upp boltann. Atvikið varð í Meistaradeildarleik Arsenal og Internazionale Milan. ESPN segir frá. Matteo Darmian, varnarmaður Internazionale, ætlaði að taka boltann sem var á leiðinni út af í innkast. Arteta tók boltann upp áður en hann var kominn út af vellinum. Istvan Kovacs dómari ákvað að sýna Arteta gula spjaldið en samkvæmt reglunum þá átti knattspyrnustjóri Arsenal að fá þarna rautt spjald. Fyrr á þessu ári þá fengu bæði Carlos Corberán, stjóri West Bromwich Albion, og Derek McInnes, stjóri Kilmarnock, rautt spjald við svipaðar kringumstæður. Alþjóða fótboltaráðið, IFAB, fundaði í vikunni og ákvað að breyta reglunum. Þeim fannst rauða spjaldið of harður dómur og hér eftir verður þetta aðeins gult spjald. Það fylgir þó sögunni að ef knattspyrnustjórinn er bara að reyna að flýta fyrir gangi leiksins þá sé það gult spjald en ef hann sé að reyna að stöðva leik mótherjans þá sé það áfram rautt spjald. Það á þó eftir að samþykkja þessa breytingu formlega og það gerist á ársfundi IFAB 1. mars næstkomandi. Breytingin mun því ekki taka gildi fyrr en næsta sumar í fyrsta lagi. Það verður líka gerð breyting á dómarakastinu. Ef sending er augljóslega á leiðinni út af vellinum eða til andstæðings þegar boltinn fer í dómarann þá fær mótherjinn boltann en ekki liðið sem átti sendinguna eins og það er í dag. Full story: https://t.co/pkKGADMY10— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2024 Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Arteta slapp þá við rautt spjald þegar hann fór inn á völlinn og tók upp boltann. Atvikið varð í Meistaradeildarleik Arsenal og Internazionale Milan. ESPN segir frá. Matteo Darmian, varnarmaður Internazionale, ætlaði að taka boltann sem var á leiðinni út af í innkast. Arteta tók boltann upp áður en hann var kominn út af vellinum. Istvan Kovacs dómari ákvað að sýna Arteta gula spjaldið en samkvæmt reglunum þá átti knattspyrnustjóri Arsenal að fá þarna rautt spjald. Fyrr á þessu ári þá fengu bæði Carlos Corberán, stjóri West Bromwich Albion, og Derek McInnes, stjóri Kilmarnock, rautt spjald við svipaðar kringumstæður. Alþjóða fótboltaráðið, IFAB, fundaði í vikunni og ákvað að breyta reglunum. Þeim fannst rauða spjaldið of harður dómur og hér eftir verður þetta aðeins gult spjald. Það fylgir þó sögunni að ef knattspyrnustjórinn er bara að reyna að flýta fyrir gangi leiksins þá sé það gult spjald en ef hann sé að reyna að stöðva leik mótherjans þá sé það áfram rautt spjald. Það á þó eftir að samþykkja þessa breytingu formlega og það gerist á ársfundi IFAB 1. mars næstkomandi. Breytingin mun því ekki taka gildi fyrr en næsta sumar í fyrsta lagi. Það verður líka gerð breyting á dómarakastinu. Ef sending er augljóslega á leiðinni út af vellinum eða til andstæðings þegar boltinn fer í dómarann þá fær mótherjinn boltann en ekki liðið sem átti sendinguna eins og það er í dag. Full story: https://t.co/pkKGADMY10— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2024
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira