Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Aron Guðmundsson skrifar 2. desember 2024 12:45 Orri Óskarsson sóknarmaður íslenska landsliðsins í leik gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar að dregið verður í undankeppni HM 2026 þann 13.desember næstkomandi. Niðurröðun styrkleikaflokkanna hefur nú verið birt en alls munu sextán Evrópulönd tryggja sér sæti á HM sem mun fara fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Dregið verður í tólf fjögurra og fimm liða riðla í Zurich föstudaginn 13.desember næstkomandi en keppni í fimm liða riðlunum mun hefjast í mars á næsta ári en þegar kemur að fjögurra liða riðlunum mun keppni hefjast í september. Undankeppninni lýkur svo í nóvember á næsta ári. Ljóst er að Ísland mun leika í fjögurra liða riðli þar sem að liðið mun leika umspilsleiki við Kósovó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars þegar að keppni í fimm liða riðlunum á að hefjast. Hvað dráttinn fyrir undankeppni HM varðar mun Ísland því dragast í riðil með einu liði úr styrkleikaflokki eitt, tvö og fjögur. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppnina eru eftirfarandi: Styrkleikaflokkur 1: Frakkland, Spánn, England, Portúgal, Holland, Belgía, Ítalía, Þýskaland, Króatía, Sviss, Danmörk og Austurríki Styrkleikaflokkur 2: Úkraína, Svíþjóð, Tyrkland, Wales, Ungverjaland, Serbía, Pólland, Rúmenía, Grikkland, Slóvakía, Tékkland og Noregur Styrkleikaflokkur 3: Skotland, Slóvenía, Írland, Albanía, N-Makedónía, Georgía, Finnland, Ísland, N-Írland, Svartfjallaland, Bosnía og Herzegóvína og Ísrael Styrkleikaflokkur 4: Búlgaría, Lúxemborg, Belarús, Kósovó, Armenía, Kasakstan, Azerbaíjan, Eistland, Kýpur, Færeyjar, Lettland og Litháen Styrkleikaflokkur 5: Moldóva, Malta, Andorra, Gíbraltar, Liechtenstein og San Marínó Þau tólf lið sem að bera sigur úr býtum í sínum riðli í undankeppninni tryggja sér beint sæti á HM. Þeir fjórir farmiðar sem þá eftir sitja verða ákvarðaðir með umspili þeirra tólf liða sem enda í öðru sæti riðlanna auk þeirra fjögurra liða sem ná besta árangrinum í yfirstandandi keppni Þjóðadeildarinnar og ná ekki að tryggja sér sæti á HM í gegnum undankeppnina. Umspilið mun fara fram í mars árið 2026. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra íslenska landsliðinu í komandi undankeppni. Þjálfaraleit KSÍ stendur nú yfir eftir að Norðmaðurinn Age Hareide sagði starfi sínu lausu í síðustu viku. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Niðurröðun styrkleikaflokkanna hefur nú verið birt en alls munu sextán Evrópulönd tryggja sér sæti á HM sem mun fara fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Dregið verður í tólf fjögurra og fimm liða riðla í Zurich föstudaginn 13.desember næstkomandi en keppni í fimm liða riðlunum mun hefjast í mars á næsta ári en þegar kemur að fjögurra liða riðlunum mun keppni hefjast í september. Undankeppninni lýkur svo í nóvember á næsta ári. Ljóst er að Ísland mun leika í fjögurra liða riðli þar sem að liðið mun leika umspilsleiki við Kósovó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars þegar að keppni í fimm liða riðlunum á að hefjast. Hvað dráttinn fyrir undankeppni HM varðar mun Ísland því dragast í riðil með einu liði úr styrkleikaflokki eitt, tvö og fjögur. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppnina eru eftirfarandi: Styrkleikaflokkur 1: Frakkland, Spánn, England, Portúgal, Holland, Belgía, Ítalía, Þýskaland, Króatía, Sviss, Danmörk og Austurríki Styrkleikaflokkur 2: Úkraína, Svíþjóð, Tyrkland, Wales, Ungverjaland, Serbía, Pólland, Rúmenía, Grikkland, Slóvakía, Tékkland og Noregur Styrkleikaflokkur 3: Skotland, Slóvenía, Írland, Albanía, N-Makedónía, Georgía, Finnland, Ísland, N-Írland, Svartfjallaland, Bosnía og Herzegóvína og Ísrael Styrkleikaflokkur 4: Búlgaría, Lúxemborg, Belarús, Kósovó, Armenía, Kasakstan, Azerbaíjan, Eistland, Kýpur, Færeyjar, Lettland og Litháen Styrkleikaflokkur 5: Moldóva, Malta, Andorra, Gíbraltar, Liechtenstein og San Marínó Þau tólf lið sem að bera sigur úr býtum í sínum riðli í undankeppninni tryggja sér beint sæti á HM. Þeir fjórir farmiðar sem þá eftir sitja verða ákvarðaðir með umspili þeirra tólf liða sem enda í öðru sæti riðlanna auk þeirra fjögurra liða sem ná besta árangrinum í yfirstandandi keppni Þjóðadeildarinnar og ná ekki að tryggja sér sæti á HM í gegnum undankeppnina. Umspilið mun fara fram í mars árið 2026. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra íslenska landsliðinu í komandi undankeppni. Þjálfaraleit KSÍ stendur nú yfir eftir að Norðmaðurinn Age Hareide sagði starfi sínu lausu í síðustu viku.
Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppnina eru eftirfarandi: Styrkleikaflokkur 1: Frakkland, Spánn, England, Portúgal, Holland, Belgía, Ítalía, Þýskaland, Króatía, Sviss, Danmörk og Austurríki Styrkleikaflokkur 2: Úkraína, Svíþjóð, Tyrkland, Wales, Ungverjaland, Serbía, Pólland, Rúmenía, Grikkland, Slóvakía, Tékkland og Noregur Styrkleikaflokkur 3: Skotland, Slóvenía, Írland, Albanía, N-Makedónía, Georgía, Finnland, Ísland, N-Írland, Svartfjallaland, Bosnía og Herzegóvína og Ísrael Styrkleikaflokkur 4: Búlgaría, Lúxemborg, Belarús, Kósovó, Armenía, Kasakstan, Azerbaíjan, Eistland, Kýpur, Færeyjar, Lettland og Litháen Styrkleikaflokkur 5: Moldóva, Malta, Andorra, Gíbraltar, Liechtenstein og San Marínó
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira