Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 22:41 Walesverjar fögnuðu ákaft á Írlandi í kvöld eftir að hafa í fyrsta sinn tryggt sér sæti á EM. Getty/Tim Clayton Nú er ljóst hvaða fimmtán lið verða með Íslandi í drættinum fyrir EM kvenna í fótbolta, en dregið verður í riðla 16. desember. Sjö síðustu þjóðirnar tryggðu sér EM-farseðil í kvöld. Á meðan að Ísland er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM í Sviss, með því að ná 2. sæti í sínum undanriðli í sumar, þá hafa margar sterkar þjóðir þurft að keppa í umspili nú í haust um síðustu lausu sætin á mótinu. Síðustu sætin hlutu Svíþjóð, Belgía, Finnland, Noregur, Portúgal, Pólland og Wales. Tvær síðastnefndu þjóðirnar keppa í fyrsta sinn á EM. Walesverjar tryggðu sér sæti á EM með því að slá út Íra, með 2-1 útisigri í kvöld, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Pólverjar sóttu einnig útisigur, 1-0 gegn Austurríki, eftir að hafa sömuleiðis unnið 1-0 á heimavelli. Norðmenn voru öllu öruggari og unnu 3-0 gegn Norður-Írlandi í kvöld, eftir 4-0 útisigur, og sömu sögu er að segja af Svíum sem slátruðu Serbum í kvöld, 6-0, eftir að hafa unnið útileikinn 2-0. Belgar slógu út Úkraínu, samanlagt 4-1, og Finnar unnu Skota 2-0 á heimavelli í kvöld eftir markalaust jafntefli í Skotlandi. Portúgal vann svo 2-1 útisigur gegn Tékklandi, eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Ísland í næstefsta flokki Núna er því ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir EM-dráttinn 16. desember. Mótið sjálft hefst svo 2. júlí og verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit. Flokkur 1: Sviss, Spánn, Þýskaland, Frakkland. Flokkur 2: Ítalía, Ísland, Danmörk, England. Flokkur 3: Holland, Svíþjóð, Noregur, Belgía. Flokkur 4: Finnland, Pólland, Portúgal, Wales. EM 2025 í Sviss Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Verden Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Sjá meira
Á meðan að Ísland er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM í Sviss, með því að ná 2. sæti í sínum undanriðli í sumar, þá hafa margar sterkar þjóðir þurft að keppa í umspili nú í haust um síðustu lausu sætin á mótinu. Síðustu sætin hlutu Svíþjóð, Belgía, Finnland, Noregur, Portúgal, Pólland og Wales. Tvær síðastnefndu þjóðirnar keppa í fyrsta sinn á EM. Walesverjar tryggðu sér sæti á EM með því að slá út Íra, með 2-1 útisigri í kvöld, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Pólverjar sóttu einnig útisigur, 1-0 gegn Austurríki, eftir að hafa sömuleiðis unnið 1-0 á heimavelli. Norðmenn voru öllu öruggari og unnu 3-0 gegn Norður-Írlandi í kvöld, eftir 4-0 útisigur, og sömu sögu er að segja af Svíum sem slátruðu Serbum í kvöld, 6-0, eftir að hafa unnið útileikinn 2-0. Belgar slógu út Úkraínu, samanlagt 4-1, og Finnar unnu Skota 2-0 á heimavelli í kvöld eftir markalaust jafntefli í Skotlandi. Portúgal vann svo 2-1 útisigur gegn Tékklandi, eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Ísland í næstefsta flokki Núna er því ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir EM-dráttinn 16. desember. Mótið sjálft hefst svo 2. júlí og verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit. Flokkur 1: Sviss, Spánn, Þýskaland, Frakkland. Flokkur 2: Ítalía, Ísland, Danmörk, England. Flokkur 3: Holland, Svíþjóð, Noregur, Belgía. Flokkur 4: Finnland, Pólland, Portúgal, Wales.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Verden Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Sjá meira