Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 18:54 Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í vörn íslenska liðsins, eins og gegn Bandaríkjunum á dögunum. Hún gerði hins vegar slæm mistök í kvöld, þegar Danir komust í 2-0. Getty/Michael Wade Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði gegn sterku liði Danmerkur í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni, 2-0 í kvöld. Segja má að Signe Bruun, markaskorari úr Real Madrid, hafi gert gæfumuninn fyrir Dani í kvöld en hún skoraði bæði mörk liðsins og var nálægt þrennunni þegar hún skoraði rangstöðumark. Íslenska liðið fer frá Spáni án þess að hafa skorað mark, gegn tveimur afar sterkum mótherjum, en liðið var þó betri aðilinn í leiknum við Kanada á föstudaginn. Ísland vann Danmörku 1-0 í Þjóðadeildinni fyrir ári síðan, í fyrsta landsleik Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Hún fékk hins vegar á sig mark eftir korters leik í kvöld, þegar Danir skoruðu í kjölfar hornspyrnu. Signe Bruun, framherji Real Madrid, náði þá að skalla fallega aftur fyrir sig og í markið. Alexandra Jóhannsdóttir var nálægt því að jafna metin á 35. mínútu, einnig eftir hornspyrnu. Ingibjörg náði skalla í varnarmann og boltinn féll til Alexöndru en skot hennar úr góðu færi var varið. Afglöp Ingibjargar Þess í stað komst Danmörk í 2-0 fimm mínútum fyrir hálfleik, eftir skelfileg mistök Ingibjargar Sigurðardóttur. Engin hætta var á ferð þegar Ingibjörg ætlaði að senda boltann aftur á Fanney Ingu í markinu, en sendingin var laflaus og Bruun skoraði auðveldlega sitt annað mark með laglegri vippu. Signe Bruun var íslenska liðinu erfið í kvöld.Getty/Aitor Alcalde Ísland fékk frábært færi til að minnka muninn snemma í seinni hálfleik, þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum inn í miðjan teiginn en Katla Tryggvadóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik, hitti boltann illa og skotið var of laust. Signe Bruune kom boltanum í markið í þriðja sinn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, með skoti af stuttu færi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og íslensku stelpurnar bíða núna eftir drættinum fyrir EM í Sviss næsta sumar, en dregið verður þann 16. desember. Fimm byrjuðu báða leikina Byrjunarlið Íslands í kvöld var mikið breytt frá 0-0 jafnteflinu við Kanada á föstudaginn, eins og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafði þá þegar gefið út. Fimm héldu þó sæti sínu í liðinu og þar af þrjár í vörninni, þær Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir, en einnig Selma Sól Magnúsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Lið Íslands í dag: Fanney Inga Birkisdóttir – Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Selma Sól Magnúsdóttir – Diljá Ýr Zomers, Hlín Eiríksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Sjá meira
Segja má að Signe Bruun, markaskorari úr Real Madrid, hafi gert gæfumuninn fyrir Dani í kvöld en hún skoraði bæði mörk liðsins og var nálægt þrennunni þegar hún skoraði rangstöðumark. Íslenska liðið fer frá Spáni án þess að hafa skorað mark, gegn tveimur afar sterkum mótherjum, en liðið var þó betri aðilinn í leiknum við Kanada á föstudaginn. Ísland vann Danmörku 1-0 í Þjóðadeildinni fyrir ári síðan, í fyrsta landsleik Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Hún fékk hins vegar á sig mark eftir korters leik í kvöld, þegar Danir skoruðu í kjölfar hornspyrnu. Signe Bruun, framherji Real Madrid, náði þá að skalla fallega aftur fyrir sig og í markið. Alexandra Jóhannsdóttir var nálægt því að jafna metin á 35. mínútu, einnig eftir hornspyrnu. Ingibjörg náði skalla í varnarmann og boltinn féll til Alexöndru en skot hennar úr góðu færi var varið. Afglöp Ingibjargar Þess í stað komst Danmörk í 2-0 fimm mínútum fyrir hálfleik, eftir skelfileg mistök Ingibjargar Sigurðardóttur. Engin hætta var á ferð þegar Ingibjörg ætlaði að senda boltann aftur á Fanney Ingu í markinu, en sendingin var laflaus og Bruun skoraði auðveldlega sitt annað mark með laglegri vippu. Signe Bruun var íslenska liðinu erfið í kvöld.Getty/Aitor Alcalde Ísland fékk frábært færi til að minnka muninn snemma í seinni hálfleik, þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum inn í miðjan teiginn en Katla Tryggvadóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik, hitti boltann illa og skotið var of laust. Signe Bruune kom boltanum í markið í þriðja sinn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, með skoti af stuttu færi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og íslensku stelpurnar bíða núna eftir drættinum fyrir EM í Sviss næsta sumar, en dregið verður þann 16. desember. Fimm byrjuðu báða leikina Byrjunarlið Íslands í kvöld var mikið breytt frá 0-0 jafnteflinu við Kanada á föstudaginn, eins og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafði þá þegar gefið út. Fimm héldu þó sæti sínu í liðinu og þar af þrjár í vörninni, þær Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir, en einnig Selma Sól Magnúsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Lið Íslands í dag: Fanney Inga Birkisdóttir – Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Selma Sól Magnúsdóttir – Diljá Ýr Zomers, Hlín Eiríksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti