
Stígamót í 35 ár
Stígamót eru afsprengi kvennabaráttunnar sem reis hátt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en í þessari viku fagna Stígamót 35 ára afmæli. Það er reyndar undarlegt að tala um að fagna einhverju sem ætti ekki að þurfa að vera til í okkar samfélagi. Engu að síður ber að fagna því að brotaþolar hafi getað leitað skjóls og aðstoðar og að barátta Stígamóta fyrir betra samfélagi hafi skilað nokkrum árangri.