Áfangi í baráttunni fyrir húsnæðisöryggi Drífa Snædal skrifar 20. maí 2022 14:00 Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg. Við stóðum þó að skýrslunni enda hangir við hana yfirlýsing um ný húsaleigulög í haust, á forsendum þess sem lofað hefur verið, og ítrekað í skýrslunni. Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust. Í skýrslunni er jafnframt viðurkennt það viðmið að húsnæðiskostnaður eigi að vera 25% af tekjum fólks og ef hann fer umfram 40% er húsnæðiskostnaður orðinn íþyngjandi. Loksins er komið viðmið um hvað telst ásættanlegur húsnæðiskostnaður og þá skal miða uppbyggingu húsnæðis og húsnæðisstuðning hins opinbera við það. Fleiri tíðindi eru boðuð í tillögunum, en við erum komin nær því en nokkurn tíma áður að geta áætlað húsnæðisþörfina örugglega fram í tímann. Er hún nú talin vera 4.000 íbúðir árlega á landsvísu næstu fimm árin og 3.500 næstu fimm ár þar á eftir. Enn erum við að súpa seyðið af bankahruninu þegar byggingamarkaðurinn fór í frost og við höfum ekki náð upp í þær alvarlegu afleiðingar. Af þessum nýbyggingum næstu árin eiga því sem næst 30% íbúðanna að vera í almenna íbúðakerfinu, sem sagt byggð af óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi. Þetta er hærra hlutfall en áður hefur verið miðað við og ef vel tekst til þá mun þetta hafa veruleg áhrif á húsnæðisöryggi og afkomu. Fjölmörg önnur atriði eru í tillögunum en mig langar sérstaklega að staldra við endurbætur á húsnæðisstuðningi hins opinbera. ASÍ sýndi glögglega fram á það í vetur að húsnæðisstuðningurinn færi frekar til þeirra sem eru tekjuhæstir en lág- og milliltekjuhópa í samfélaginu. Þau sem þurfa ekki á stuðningi að halda fá hann, aðrir sitja eftir. Á grunni þessara gagna verður farið í að endurskipuleggja húsnæðisstuðning hins opinbera og er það einnig tímasett hvernær því skal lokið. Ég segi það enn og aftur: Húsnæðismál eru stærsta lífskjaramálið, bæði húsnæðiskostnaður og ekki síður húsnæðisöryggi. Það náðist áfangi í þeirri baráttu í gær og við fylgjum því fast eftir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg. Við stóðum þó að skýrslunni enda hangir við hana yfirlýsing um ný húsaleigulög í haust, á forsendum þess sem lofað hefur verið, og ítrekað í skýrslunni. Það er ljóst að umbætur í húsnæðismálum er ein forsenda kjarasamningsgerðar í haust. Í skýrslunni er jafnframt viðurkennt það viðmið að húsnæðiskostnaður eigi að vera 25% af tekjum fólks og ef hann fer umfram 40% er húsnæðiskostnaður orðinn íþyngjandi. Loksins er komið viðmið um hvað telst ásættanlegur húsnæðiskostnaður og þá skal miða uppbyggingu húsnæðis og húsnæðisstuðning hins opinbera við það. Fleiri tíðindi eru boðuð í tillögunum, en við erum komin nær því en nokkurn tíma áður að geta áætlað húsnæðisþörfina örugglega fram í tímann. Er hún nú talin vera 4.000 íbúðir árlega á landsvísu næstu fimm árin og 3.500 næstu fimm ár þar á eftir. Enn erum við að súpa seyðið af bankahruninu þegar byggingamarkaðurinn fór í frost og við höfum ekki náð upp í þær alvarlegu afleiðingar. Af þessum nýbyggingum næstu árin eiga því sem næst 30% íbúðanna að vera í almenna íbúðakerfinu, sem sagt byggð af óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi. Þetta er hærra hlutfall en áður hefur verið miðað við og ef vel tekst til þá mun þetta hafa veruleg áhrif á húsnæðisöryggi og afkomu. Fjölmörg önnur atriði eru í tillögunum en mig langar sérstaklega að staldra við endurbætur á húsnæðisstuðningi hins opinbera. ASÍ sýndi glögglega fram á það í vetur að húsnæðisstuðningurinn færi frekar til þeirra sem eru tekjuhæstir en lág- og milliltekjuhópa í samfélaginu. Þau sem þurfa ekki á stuðningi að halda fá hann, aðrir sitja eftir. Á grunni þessara gagna verður farið í að endurskipuleggja húsnæðisstuðning hins opinbera og er það einnig tímasett hvernær því skal lokið. Ég segi það enn og aftur: Húsnæðismál eru stærsta lífskjaramálið, bæði húsnæðiskostnaður og ekki síður húsnæðisöryggi. Það náðist áfangi í þeirri baráttu í gær og við fylgjum því fast eftir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar