Svona lítur meðvirkni út Drífa Snædal skrifar 11. apríl 2024 08:00 Í lok mars hleyptu Stígamót, í samstarfi við stjórnvöld, af stað sínu árlega forvarnarátaki „Sjúkást“ þar sem jafnvægi í samskiptum eru til skoðunar út frá mismunandi einkennum, samfélagsstöðu og eiginleikum fólks. Átakið fer um allt land, í félagsmiðstöðvar, samfélagsmiðla, sem kennsluefni í skóla og víðar. Þetta gerum við til að varna því að ungt fólk (aðallega drengir) misbeiti valdi sínu gagnvart öðru ungu fólki (aðallega stúlkum) eða beiti jafnvel ofbeldi. Ekkert bendir til þess að kynbundið- og kynferðislegt ofbeldi sé að minnka, því miður. Það mun sennilega ekki gerast fyrr en staðið er með brotaþolum og það að beita ofbeldi hafi raunverulegar afleiðingar. Á sama tíma og átakið fór af stað var annað í gangi í samfélaginu. KSÍ ákvað að fara gegn eigin stefnu og velja í landsliðið leikmann sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Leikmanninum var hampað og landsliðsþjálfarinn gekk svo langt að segjast vonast til að brotaþolinn myndi nú ekki gera meira mál úr þessu. Stjórnmálafólk, forsetaframbjóðendur og fleiri mættu á leiki í útlöndum til að hvetja grunaðan kynferðisbrotamann áfram, stuðningsaðilar KSÍ létu hvergi bilbug á sér finna og nýkjörinn formaður KSÍ varði ákvörðunina. Fjölmiðlar ræddu fæstir þessa ákvörðun og ræður þar væntanlega einhverju að faðir viðkomandi leikmanns er íþróttafréttamaður sem fáir vilja styggja, maðurinn sem var fenginn til að lýsa landsleikjunum. Það greip einfaldlega um sig múgmeðvirkni gagnvart manni sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Á sama tíma kepptist formaður KSÍ við að segja að samtökin styddu brotaþola. Það sama hafa styrktaraðilar KSÍ hvern um annan lýst yfir þegar Stígamót hafa gert athugasemdir við stuðning þeirra við svo skipað landslið. Það virðist vera í lagi að styðja brotaþola þangað til það þarf í alvöru að kosta einhverju til, þangað til það þarf að taka afstöðu og ákvarðanir til að sýna raunverulegan stuðning í verki. Það er víst í lagi að vera grunaður um kynferðisbrot ef þú ert góður í fótbolta – það trompar allt. Skilaboðin til unga fólksins og þjóðarinnar allrar eru þau að brotaþolar eigi helst ekki að gera vesen ef mikið er í húfi. Það er líka í lagi að beita ofbeldi ef þú ert góður í íþróttum – þá er ofbeldishegðun sópað undir teppi. Þessi skilaboð eru styrkt af hverju stórfyrirtækinu af öðru og hverjum valdhafanum af öðrum. Þetta er meðvirkni í hnotskurn, ofbeldi er fordæmt alveg þangað til það er orðið eitthvað vesen. Stígamót hamast í forvörnum á meðan grunuðum kynferðisbrotamanni er hampað sem fyrirmynd. Þessi skilaboð geta beinlínis ógnað öryggi ungs fólks (aðallega stúlkna). Við förum fram á að KSÍ og styrktaraðilar þeirra geri betur og standi sannanlega með þolendum. Við förum fram á að fólk sem hefur áhrif og völd í samfélaginu standi raunverulega með brotaþolum og fordæmi ofbeldishegðun. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal KSÍ Kynferðisofbeldi Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í lok mars hleyptu Stígamót, í samstarfi við stjórnvöld, af stað sínu árlega forvarnarátaki „Sjúkást“ þar sem jafnvægi í samskiptum eru til skoðunar út frá mismunandi einkennum, samfélagsstöðu og eiginleikum fólks. Átakið fer um allt land, í félagsmiðstöðvar, samfélagsmiðla, sem kennsluefni í skóla og víðar. Þetta gerum við til að varna því að ungt fólk (aðallega drengir) misbeiti valdi sínu gagnvart öðru ungu fólki (aðallega stúlkum) eða beiti jafnvel ofbeldi. Ekkert bendir til þess að kynbundið- og kynferðislegt ofbeldi sé að minnka, því miður. Það mun sennilega ekki gerast fyrr en staðið er með brotaþolum og það að beita ofbeldi hafi raunverulegar afleiðingar. Á sama tíma og átakið fór af stað var annað í gangi í samfélaginu. KSÍ ákvað að fara gegn eigin stefnu og velja í landsliðið leikmann sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Leikmanninum var hampað og landsliðsþjálfarinn gekk svo langt að segjast vonast til að brotaþolinn myndi nú ekki gera meira mál úr þessu. Stjórnmálafólk, forsetaframbjóðendur og fleiri mættu á leiki í útlöndum til að hvetja grunaðan kynferðisbrotamann áfram, stuðningsaðilar KSÍ létu hvergi bilbug á sér finna og nýkjörinn formaður KSÍ varði ákvörðunina. Fjölmiðlar ræddu fæstir þessa ákvörðun og ræður þar væntanlega einhverju að faðir viðkomandi leikmanns er íþróttafréttamaður sem fáir vilja styggja, maðurinn sem var fenginn til að lýsa landsleikjunum. Það greip einfaldlega um sig múgmeðvirkni gagnvart manni sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Á sama tíma kepptist formaður KSÍ við að segja að samtökin styddu brotaþola. Það sama hafa styrktaraðilar KSÍ hvern um annan lýst yfir þegar Stígamót hafa gert athugasemdir við stuðning þeirra við svo skipað landslið. Það virðist vera í lagi að styðja brotaþola þangað til það þarf í alvöru að kosta einhverju til, þangað til það þarf að taka afstöðu og ákvarðanir til að sýna raunverulegan stuðning í verki. Það er víst í lagi að vera grunaður um kynferðisbrot ef þú ert góður í fótbolta – það trompar allt. Skilaboðin til unga fólksins og þjóðarinnar allrar eru þau að brotaþolar eigi helst ekki að gera vesen ef mikið er í húfi. Það er líka í lagi að beita ofbeldi ef þú ert góður í íþróttum – þá er ofbeldishegðun sópað undir teppi. Þessi skilaboð eru styrkt af hverju stórfyrirtækinu af öðru og hverjum valdhafanum af öðrum. Þetta er meðvirkni í hnotskurn, ofbeldi er fordæmt alveg þangað til það er orðið eitthvað vesen. Stígamót hamast í forvörnum á meðan grunuðum kynferðisbrotamanni er hampað sem fyrirmynd. Þessi skilaboð geta beinlínis ógnað öryggi ungs fólks (aðallega stúlkna). Við förum fram á að KSÍ og styrktaraðilar þeirra geri betur og standi sannanlega með þolendum. Við förum fram á að fólk sem hefur áhrif og völd í samfélaginu standi raunverulega með brotaþolum og fordæmi ofbeldishegðun. Höfundur er talskona Stígamóta.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun