Hvað verður um Blessing á föstudag? Drífa Snædal skrifar 9. ágúst 2023 13:00 Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. Sama verður að segja um heimaland hennar en þaðan var hún seld fyrst. Þrautalendingin var að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis en þar var henni einnig hafnað. Nýjustu breytingar á útlendingalögum hafa bein áhrif á Blessing, enda var markmið þeirra að koma fólki í hennar stöðu úr landi svo fljótt sem auðið er og án vandræða fyrir íslenska framkvæmdaaðila. Hvert hún fer er aukaatriði í augum löggjafans og engu skiptir að hún hefur ekki í nein hús að venda og er í mikilli hættu á að lenda í örbyrgð, vonleysi, ofbeldi og lífshættu. Næstkomandi föstudag, hinn 11. ágúst líður sá frestur sem Blessing Newton og fleiri hafa til að koma sér út úr flóttamannabúðunum í Hafnarfirði. Nú þegar er búið að svipta hana félagslegri aðstoð, lögfræðiaðstoð, strætókorti og fleira sem hún naut sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Nú á að svelta hana og fleiri umsækjendur til að koma sér úr landi – nú síðast var fólkið í Hafnarfirð svipt bónuskorti til að kaupa í matinn. Þetta er veruleiki hinna breyttu útlendingalaga og svona förum við með konur sem hafa sætt viðbjóðslegu ofbeldi. Konur sem vilja bara sjá fyrir sér, lifa í friði á Íslandi og búa sér öruggt heimili – það er æðsta óskin. Í reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi (nr. 203/2016) er hægt að veita aðstoð til dvalar ef m.a. þetta atriði á við: Umsókn um dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða dvalarleyfi sem flóttamaður hefur verið synjað og ákvörðun stjórnvalda um að yfirgefa landið getur ekki komið til framkvæmda. Einstaklingar í þessum aðstæðum geta verið ríkisfangslausir eða ríkisfang hefur ekki verið staðfest. Eftir atvikum er einstaklingum veitt dvalarleyfi og atvinnuleyfi til bráðabirga. Yfirvöld hafa ekki nýtt þessa heimild í tilviki Blessing og er það óskiljanlegt þar sem hún getur hvergi farið. Sömuleiðis hafa mannréttindalögfræðingar talið að þessi meðferð á mansalsbrotaþola standist ekki alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eftir fjöldamörg samtöl við fólk innan kerfisins er ljóst að yfirvöld vita ekkert hvað á að gera. Taka sveitarfélögin við? Á að virkja reglur um útlendinga í neyð? Á að vísa fólki á guð og gaddinn og búa hér til neðanjarðarsamfélag örvæntingafulls fólks sem hvergi getur farið? Það virðist því miður vera planið. Afleiðingar nýju útlendingalaganna, sem var þrýst í gegnum þingið þrátt fyrir viðvaranir Rauða krossins og helstu mannréttindasamtaka, eru nú að koma í ljós. Lögin tóku gildi 1. júlí og á föstudag reynir á framkvæmdina. Hvað verður um Blessing á föstudag? Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Hælisleitendur Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. Sama verður að segja um heimaland hennar en þaðan var hún seld fyrst. Þrautalendingin var að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis en þar var henni einnig hafnað. Nýjustu breytingar á útlendingalögum hafa bein áhrif á Blessing, enda var markmið þeirra að koma fólki í hennar stöðu úr landi svo fljótt sem auðið er og án vandræða fyrir íslenska framkvæmdaaðila. Hvert hún fer er aukaatriði í augum löggjafans og engu skiptir að hún hefur ekki í nein hús að venda og er í mikilli hættu á að lenda í örbyrgð, vonleysi, ofbeldi og lífshættu. Næstkomandi föstudag, hinn 11. ágúst líður sá frestur sem Blessing Newton og fleiri hafa til að koma sér út úr flóttamannabúðunum í Hafnarfirði. Nú þegar er búið að svipta hana félagslegri aðstoð, lögfræðiaðstoð, strætókorti og fleira sem hún naut sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Nú á að svelta hana og fleiri umsækjendur til að koma sér úr landi – nú síðast var fólkið í Hafnarfirð svipt bónuskorti til að kaupa í matinn. Þetta er veruleiki hinna breyttu útlendingalaga og svona förum við með konur sem hafa sætt viðbjóðslegu ofbeldi. Konur sem vilja bara sjá fyrir sér, lifa í friði á Íslandi og búa sér öruggt heimili – það er æðsta óskin. Í reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara, utan EES, sem ekki eiga lögheimili á Íslandi (nr. 203/2016) er hægt að veita aðstoð til dvalar ef m.a. þetta atriði á við: Umsókn um dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða dvalarleyfi sem flóttamaður hefur verið synjað og ákvörðun stjórnvalda um að yfirgefa landið getur ekki komið til framkvæmda. Einstaklingar í þessum aðstæðum geta verið ríkisfangslausir eða ríkisfang hefur ekki verið staðfest. Eftir atvikum er einstaklingum veitt dvalarleyfi og atvinnuleyfi til bráðabirga. Yfirvöld hafa ekki nýtt þessa heimild í tilviki Blessing og er það óskiljanlegt þar sem hún getur hvergi farið. Sömuleiðis hafa mannréttindalögfræðingar talið að þessi meðferð á mansalsbrotaþola standist ekki alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eftir fjöldamörg samtöl við fólk innan kerfisins er ljóst að yfirvöld vita ekkert hvað á að gera. Taka sveitarfélögin við? Á að virkja reglur um útlendinga í neyð? Á að vísa fólki á guð og gaddinn og búa hér til neðanjarðarsamfélag örvæntingafulls fólks sem hvergi getur farið? Það virðist því miður vera planið. Afleiðingar nýju útlendingalaganna, sem var þrýst í gegnum þingið þrátt fyrir viðvaranir Rauða krossins og helstu mannréttindasamtaka, eru nú að koma í ljós. Lögin tóku gildi 1. júlí og á föstudag reynir á framkvæmdina. Hvað verður um Blessing á föstudag? Höfundur er talskona Stígamóta.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar