Nýjar lausnir gegn ofbeldi Drífa Snædal skrifar 4. október 2024 09:03 Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Fólk (aðallega konur af hendi karla) sem hefur verið beitt kynferðislegu eða kynbundnu ofbeldi streyma til Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Aflsins, Sigurhæða, Bjarkarhlíðar og Bjarmahlíðar sem aldrei fyrr. Biðlistar hafa myndast og við sem vinnum fyrir brotaþola getum borið vitni um skelfilega vanlíðan og alvarlegar afleiðingar. Við erum að tala um hundruð einstaklinga á ári. Þetta er svo algeng og nánast viðtekið í samfélaginu að þegar hið opinbera kynnir aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna og gagnvart börnum er ekki minnst á kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi. Það er eins og það sé eitthvað náttúrulögmál sem óþarfi sé að minnast á. Samt hafa 15% stelpna í 10. bekk orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings og 6% stráka samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Við skulum ekki láta það gerast að algengasta ofbeldið sem stelpur verða fyrir sé gert ósýnilegt í aðgerðum gegn ofbeldi! Einungis 11% brotaþola nauðgunar sem koma til Stígamóta hafa kært verknaðinn. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður en algengasta ástæðan er sennilega sú að konum allra tíma hefur sjálfum verið kennt um ofbeldið og hafa sjálfar tekið skömmina og ábyrgðina á sig. Það er gömul saga og ný. Við það má bæta að opinbert ferli er sársaukafullt, tekur langan tíma og getur gengið mjög nærri brotaþolum og alls óvíst um sakfellingu. Reyndar er líklegra að málin séu látin niður falla. Þá hefur það færst í aukana að konum sem segja frá sé hótað ærumissi. Enn ein skýringin getur svo verið sú að brotaþolar vilja réttlæti eftir öðrum leiðum en þeim opinberu. Vilja að gerandi axli ábyrgð án þess að fá refsidóm. Eitt er ljóst að refsiréttarkerfið býður ekki uppá réttlæti, forvarnir eða lausnir, við þurfum að leita annarra leiða. Stígamót hafa leitað fanga til að finna nýjar leiðir í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir réttlæti og mun halda ráðstefnuna „Réttlæti eftir ofbeldi“ hinn 21. október næstkomandi. Þar mun Elizabeth Clemens stofnandi Hidden waters kynna rannsóknir sínar og vinnu við félagslegar lausnir eftir ofbeldi. Hún hefur aðstoðað brotaþola, ofbeldismenn og aðstandendur til að ná einhverskonar bata og koma i veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Hún hefur einbeitt sér að þörfum þeirra sem verða fyrir ofbeldi, viðbrögðum umhverfisins og stuðningsnetsins og hvernig megi aðstoða ofbeldismenn til að axla ábyrgð. Að auki verður dregið fram í dagsljósið það sem vel er gert hér á landi í félagslegum lausnum á vinnustöðum, innan fjölskyldna, sveitarfélaga og meðal ungs fólks. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Stígamóta. Því miður er fátt sem bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi fari minnkandi en við megum ekki gefast upp og verðum að halda áfram að finna lausnir. Við skulum muna að nauðganir eru ekki náttúruhamfarir og þaðan af síður náttúrulögmál. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Fólk (aðallega konur af hendi karla) sem hefur verið beitt kynferðislegu eða kynbundnu ofbeldi streyma til Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Aflsins, Sigurhæða, Bjarkarhlíðar og Bjarmahlíðar sem aldrei fyrr. Biðlistar hafa myndast og við sem vinnum fyrir brotaþola getum borið vitni um skelfilega vanlíðan og alvarlegar afleiðingar. Við erum að tala um hundruð einstaklinga á ári. Þetta er svo algeng og nánast viðtekið í samfélaginu að þegar hið opinbera kynnir aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna og gagnvart börnum er ekki minnst á kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi. Það er eins og það sé eitthvað náttúrulögmál sem óþarfi sé að minnast á. Samt hafa 15% stelpna í 10. bekk orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings og 6% stráka samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Við skulum ekki láta það gerast að algengasta ofbeldið sem stelpur verða fyrir sé gert ósýnilegt í aðgerðum gegn ofbeldi! Einungis 11% brotaþola nauðgunar sem koma til Stígamóta hafa kært verknaðinn. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður en algengasta ástæðan er sennilega sú að konum allra tíma hefur sjálfum verið kennt um ofbeldið og hafa sjálfar tekið skömmina og ábyrgðina á sig. Það er gömul saga og ný. Við það má bæta að opinbert ferli er sársaukafullt, tekur langan tíma og getur gengið mjög nærri brotaþolum og alls óvíst um sakfellingu. Reyndar er líklegra að málin séu látin niður falla. Þá hefur það færst í aukana að konum sem segja frá sé hótað ærumissi. Enn ein skýringin getur svo verið sú að brotaþolar vilja réttlæti eftir öðrum leiðum en þeim opinberu. Vilja að gerandi axli ábyrgð án þess að fá refsidóm. Eitt er ljóst að refsiréttarkerfið býður ekki uppá réttlæti, forvarnir eða lausnir, við þurfum að leita annarra leiða. Stígamót hafa leitað fanga til að finna nýjar leiðir í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir réttlæti og mun halda ráðstefnuna „Réttlæti eftir ofbeldi“ hinn 21. október næstkomandi. Þar mun Elizabeth Clemens stofnandi Hidden waters kynna rannsóknir sínar og vinnu við félagslegar lausnir eftir ofbeldi. Hún hefur aðstoðað brotaþola, ofbeldismenn og aðstandendur til að ná einhverskonar bata og koma i veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Hún hefur einbeitt sér að þörfum þeirra sem verða fyrir ofbeldi, viðbrögðum umhverfisins og stuðningsnetsins og hvernig megi aðstoða ofbeldismenn til að axla ábyrgð. Að auki verður dregið fram í dagsljósið það sem vel er gert hér á landi í félagslegum lausnum á vinnustöðum, innan fjölskyldna, sveitarfélaga og meðal ungs fólks. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Stígamóta. Því miður er fátt sem bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi fari minnkandi en við megum ekki gefast upp og verðum að halda áfram að finna lausnir. Við skulum muna að nauðganir eru ekki náttúruhamfarir og þaðan af síður náttúrulögmál. Höfundur er talskona Stígamóta.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun