Er barnið þitt í ofbeldissambandi? Drífa Snædal skrifar 19. apríl 2023 18:31 Ef börn eða unglingar verða fyrir ofbeldi er ekkert víst að þau segi foreldrum eða öðrum fullorðnum frá því. Reyndar er það sjaldgæft að það gerist. Sjúktspjall er nafnlaust spjall þar sem ungmenni geta leitað aðstoðar, fengið svör við vangaveltum sínum og fengið ábendingar um næstu skref. Í gegnum það fáum við innsýn inn í ofbeldissambönd ungmenna og oft eiga þau mjög erfitt með að skilja og skilgreina reynslu sína. Það kemur fyrir að ungmenni koma inn á spjallið til að ræða vini eða vinkonur en eftir því sem líður á spjallið kemur í ljós að ungmennið á hinum enda línunnar hefur orðið fyrir nauðgun. Foreldrar geta ekki treyst því að börnin eða unglingarnir segja frá og því er mikilvægt að þekkja einkennin. Þau geta verið að unglingurinn þarf stöðugt að láta vita af sér, getur ekki tekið ákvarðanir nema bera það undir hinn aðilann og svo mætti áfram telja. Við höfum sett af stað foreldrapróf þar sem foreldrar og forráðamenn geta kannað þekkingu sína á ofbeldissamböndum og vísbendingum þar um: stigamot.is/einkenni. Við leitum líka til almennings um að styrkja eitt samtal við ungmenni, en hvert samtal á sjuktspjall kostar um 2.500 krónur. Stór hluti starfsemi Stígamóta er fjármagnaður fyrir fé frá einstaklingum. Þannig hjálpar almenningur okkur að hjálpa öðrum. Á þessu ári sem sjúktspjall hefur verið starfandi höfum við fengið staðfestingu á hvað það er mikilvægt og það er ósk okkar að geta eflt spjallið fyrir fleiri ungmenni. Þannig er vonandi hægt að koma í veg fyrir ofbeldi ungs fólks, þau hafi rými til að ræða mörk og samþykki og allt annað sem þau eru að velta fyrir sér varðandi samskipti. Við viljum þakka öllum þeim þúsundum sem hafa styrkt okkur síðustu ár og eflt Stígamót þannig að við getum veitt fleirum ráðgjöf og frætt fleiri um heilbrigð samskipti. Höfundur er talskona Stígamóta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ef börn eða unglingar verða fyrir ofbeldi er ekkert víst að þau segi foreldrum eða öðrum fullorðnum frá því. Reyndar er það sjaldgæft að það gerist. Sjúktspjall er nafnlaust spjall þar sem ungmenni geta leitað aðstoðar, fengið svör við vangaveltum sínum og fengið ábendingar um næstu skref. Í gegnum það fáum við innsýn inn í ofbeldissambönd ungmenna og oft eiga þau mjög erfitt með að skilja og skilgreina reynslu sína. Það kemur fyrir að ungmenni koma inn á spjallið til að ræða vini eða vinkonur en eftir því sem líður á spjallið kemur í ljós að ungmennið á hinum enda línunnar hefur orðið fyrir nauðgun. Foreldrar geta ekki treyst því að börnin eða unglingarnir segja frá og því er mikilvægt að þekkja einkennin. Þau geta verið að unglingurinn þarf stöðugt að láta vita af sér, getur ekki tekið ákvarðanir nema bera það undir hinn aðilann og svo mætti áfram telja. Við höfum sett af stað foreldrapróf þar sem foreldrar og forráðamenn geta kannað þekkingu sína á ofbeldissamböndum og vísbendingum þar um: stigamot.is/einkenni. Við leitum líka til almennings um að styrkja eitt samtal við ungmenni, en hvert samtal á sjuktspjall kostar um 2.500 krónur. Stór hluti starfsemi Stígamóta er fjármagnaður fyrir fé frá einstaklingum. Þannig hjálpar almenningur okkur að hjálpa öðrum. Á þessu ári sem sjúktspjall hefur verið starfandi höfum við fengið staðfestingu á hvað það er mikilvægt og það er ósk okkar að geta eflt spjallið fyrir fleiri ungmenni. Þannig er vonandi hægt að koma í veg fyrir ofbeldi ungs fólks, þau hafi rými til að ræða mörk og samþykki og allt annað sem þau eru að velta fyrir sér varðandi samskipti. Við viljum þakka öllum þeim þúsundum sem hafa styrkt okkur síðustu ár og eflt Stígamót þannig að við getum veitt fleirum ráðgjöf og frætt fleiri um heilbrigð samskipti. Höfundur er talskona Stígamóta
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar