Hin berskjölduðu í heiminum og hér Drífa Snædal skrifar 27. maí 2022 13:00 Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna vinna ómetanlegt starf á hverjum degi við að fara á vinnustaði, fræða vinnandi fólk og ekki síst finna hvar misbrestirnir liggja. Afrakstur þessara eftirlitsferða eru iðulega kröfur um leiðréttingu launa, stundum úttekt vinnueftirlitsins, ábendingar til skattsins og í erfiðustu tilvikunum ábendingar um mansal. Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna innan ASÍ hittust á vinnudegi í vikunni þar sem áherslan var einmitt á fræðslu um mansal og misneytingu. Í tilefni af því rifjaði ég upp þau sláandi sannindi að í dag eru fleiri þrælar í heiminum en öll þau ár sem þrælasala var lögleg með flutningi afríkubúa til vesturheims. Samkvæmt tölum frá 2016 er áætlað að um 40 milljón manns séu þrælar í heiminum, þar af 25 milljónir í þrælavinnu. Við ákveðnar kringumstæður er meiri hætta á að glæpamenn nýti sér neyð annarra og þær aðstæður eru áþreifanlegar í heiminum í dag: Stríð og kreppa. Við höfum ekki farið varhluta af þessu á Íslandi, enda fjölmörg dæmi um grun um mansal sem eftirlitsfulltrúarnir sögðu frá á vinnudeginum. Að auki komu fulltrúar sem vinna með flóttafólki og hælisleitendum og staðfestu að þessar skuggahliðar eru sannanlega til hér á landi og ákveðnir hópar eru sérstaklega berskjaldaðir. Bara á þessu ári hafa 1536 flóttamenn sótt um hæli, fólk sem þarf að hefja nýtt líf, þarf húsnæði, vinnu og öryggi en veit ekki endilega mikið um íslenskan vinnumarkað eða hvaða varnir við höfum byggt hér upp gegn misnotkun. Staðan er sem sagt sú að gríðarlegur fjöldi hér á landi er fullkomlega berskjaldaður fyrir misnotkun, bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði. Fólk sem er bæði af innlendu og erlendu bergi brotið. Við svona aðstæður þurfum við öll að vera vakandi og tilkynna misnotkun. Mansal þrífst hér á landi og það er ábyrgð okkar allra að uppræta það. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna vinna ómetanlegt starf á hverjum degi við að fara á vinnustaði, fræða vinnandi fólk og ekki síst finna hvar misbrestirnir liggja. Afrakstur þessara eftirlitsferða eru iðulega kröfur um leiðréttingu launa, stundum úttekt vinnueftirlitsins, ábendingar til skattsins og í erfiðustu tilvikunum ábendingar um mansal. Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna innan ASÍ hittust á vinnudegi í vikunni þar sem áherslan var einmitt á fræðslu um mansal og misneytingu. Í tilefni af því rifjaði ég upp þau sláandi sannindi að í dag eru fleiri þrælar í heiminum en öll þau ár sem þrælasala var lögleg með flutningi afríkubúa til vesturheims. Samkvæmt tölum frá 2016 er áætlað að um 40 milljón manns séu þrælar í heiminum, þar af 25 milljónir í þrælavinnu. Við ákveðnar kringumstæður er meiri hætta á að glæpamenn nýti sér neyð annarra og þær aðstæður eru áþreifanlegar í heiminum í dag: Stríð og kreppa. Við höfum ekki farið varhluta af þessu á Íslandi, enda fjölmörg dæmi um grun um mansal sem eftirlitsfulltrúarnir sögðu frá á vinnudeginum. Að auki komu fulltrúar sem vinna með flóttafólki og hælisleitendum og staðfestu að þessar skuggahliðar eru sannanlega til hér á landi og ákveðnir hópar eru sérstaklega berskjaldaðir. Bara á þessu ári hafa 1536 flóttamenn sótt um hæli, fólk sem þarf að hefja nýtt líf, þarf húsnæði, vinnu og öryggi en veit ekki endilega mikið um íslenskan vinnumarkað eða hvaða varnir við höfum byggt hér upp gegn misnotkun. Staðan er sem sagt sú að gríðarlegur fjöldi hér á landi er fullkomlega berskjaldaður fyrir misnotkun, bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði. Fólk sem er bæði af innlendu og erlendu bergi brotið. Við svona aðstæður þurfum við öll að vera vakandi og tilkynna misnotkun. Mansal þrífst hér á landi og það er ábyrgð okkar allra að uppræta það. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar