Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar 28. nóvember 2024 09:02 Vændi er ekki vinna og ekki eðlileg viðskipti, svo ég gefi einni konu sem hefur verið í vændi orðið: „Vændi er mótsögn við kvenfrelsi og vændi er mótsögn við kynfrelsi”. Önnur segir: „Að kona þurfi að þola kynlíf með einhverjum sem hún laðast ekki að og myndi aldrei sofa hjá undir neinum öðrum kringumstæðum bara til þess að geta átt fyrir mat og húsnæði er ekkert annað en nauðgun”. Þetta eru raddir kvenna sem hafa verið í vændi og Stígamót hafa gefið þeim rödd undanfarið á samfélagsmiðlum. Að auki höfum við tekið saman og birt á samfélagsmiðlum ummæli vændisgerenda þar sem þeir fella dóma yfir konum eftir notagildi þeirra. Já það er í alvöru til vettvangur þar sem íslenskir karlar ræða konur eins og hverja aðra hluti til sölu. Að lokum höfum við tekið saman það sem rannsóknir segja um vændi, bæði rannsóknir sem Stígamót hafa gert og rannsóknir erlendis frá. Tilgangur þessa samfélagsmiðlaátaks Stígamóta er að koma til móts við óskir þeirra sem leita til Stígamóta vegna vændis um að tala máli þeirra og fræða almenning um kaldan raunveruleikann. Til Stígamóta koma tugir einstaklinga á hverju ári sem eru að vinna úr afleiðingum vændis og reknir eru sjálfshjálparhópar sértaklega fyrir brotaþola vændis sem við köllum Svanahópa. Hér á landi hefur vændi verið skilgreint sem ofbeldi í lögum síðan 2009 þegar kaup voru gerð refsiverð. Samfélagslega hefur okkur hins vegar ekki orðið sérlega vel ágengt, fá mál koma til kasta lögreglunnar og þau eru svo tekin misalvarlega í kerfinu. Afar fátítt er líka að brotaþolar vændis leggi spilin á borðið gagnvart félagsráðgjöfum eða öðru fagfólki því enn er skömmin að viðurkenna vændið svo mikil og djúpstæð. Í raun eru brotaþolar vændis á svipuðum stað og brotaþolar annars kynferðisofbeldis voru fyrir þrjátíu árum síðan, báru skömm og þjáningu í hljóði og mættu skilningsvana umhverfi. Hin hliðin eru svo öfl sem telja líkama kvenna og kvára vera hluta af hinu kapítalíska kerfi þar sem allt er falt, hægt að kaupa, selja og græða eins og um hverja aðra vöru sé að ræða. Við þurfum að viðurkenna skaðsemi vændis, fræða fagfólk og almenning um áhrifin, styðja brotaþola, búa til styðjandi umhverfi til að komast úr vændi, taka skömmina af brotaþolum, efla réttarvörslukerfið í baráttunni en fyrst og fremst og alla tíð þarf að viðurkenna það að vændi þrífst einungis þar sem eru kaupendur og þar liggur ábyrgðin. Við kaupendur segi ég; þú hefur ekki hugmynd um skaðann sem þú gætir verið að valda annarri manneskju. Ekki kaupa vændi. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Vændi Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Vændi er ekki vinna og ekki eðlileg viðskipti, svo ég gefi einni konu sem hefur verið í vændi orðið: „Vændi er mótsögn við kvenfrelsi og vændi er mótsögn við kynfrelsi”. Önnur segir: „Að kona þurfi að þola kynlíf með einhverjum sem hún laðast ekki að og myndi aldrei sofa hjá undir neinum öðrum kringumstæðum bara til þess að geta átt fyrir mat og húsnæði er ekkert annað en nauðgun”. Þetta eru raddir kvenna sem hafa verið í vændi og Stígamót hafa gefið þeim rödd undanfarið á samfélagsmiðlum. Að auki höfum við tekið saman og birt á samfélagsmiðlum ummæli vændisgerenda þar sem þeir fella dóma yfir konum eftir notagildi þeirra. Já það er í alvöru til vettvangur þar sem íslenskir karlar ræða konur eins og hverja aðra hluti til sölu. Að lokum höfum við tekið saman það sem rannsóknir segja um vændi, bæði rannsóknir sem Stígamót hafa gert og rannsóknir erlendis frá. Tilgangur þessa samfélagsmiðlaátaks Stígamóta er að koma til móts við óskir þeirra sem leita til Stígamóta vegna vændis um að tala máli þeirra og fræða almenning um kaldan raunveruleikann. Til Stígamóta koma tugir einstaklinga á hverju ári sem eru að vinna úr afleiðingum vændis og reknir eru sjálfshjálparhópar sértaklega fyrir brotaþola vændis sem við köllum Svanahópa. Hér á landi hefur vændi verið skilgreint sem ofbeldi í lögum síðan 2009 þegar kaup voru gerð refsiverð. Samfélagslega hefur okkur hins vegar ekki orðið sérlega vel ágengt, fá mál koma til kasta lögreglunnar og þau eru svo tekin misalvarlega í kerfinu. Afar fátítt er líka að brotaþolar vændis leggi spilin á borðið gagnvart félagsráðgjöfum eða öðru fagfólki því enn er skömmin að viðurkenna vændið svo mikil og djúpstæð. Í raun eru brotaþolar vændis á svipuðum stað og brotaþolar annars kynferðisofbeldis voru fyrir þrjátíu árum síðan, báru skömm og þjáningu í hljóði og mættu skilningsvana umhverfi. Hin hliðin eru svo öfl sem telja líkama kvenna og kvára vera hluta af hinu kapítalíska kerfi þar sem allt er falt, hægt að kaupa, selja og græða eins og um hverja aðra vöru sé að ræða. Við þurfum að viðurkenna skaðsemi vændis, fræða fagfólk og almenning um áhrifin, styðja brotaþola, búa til styðjandi umhverfi til að komast úr vændi, taka skömmina af brotaþolum, efla réttarvörslukerfið í baráttunni en fyrst og fremst og alla tíð þarf að viðurkenna það að vændi þrífst einungis þar sem eru kaupendur og þar liggur ábyrgðin. Við kaupendur segi ég; þú hefur ekki hugmynd um skaðann sem þú gætir verið að valda annarri manneskju. Ekki kaupa vændi. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun