Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar 3. desember 2025 07:03 Nýfallinn dómur í Landsrétti í máli gegn Albert Guðmundssyni er skýr ástæða þess að brotaþolar kynferðisbrota fara sjaldnast í gegnum dómskerfið í leit að réttlæti. Ákveðin stef í dómi bæði héraðsdóms og hluta af þríklofnum dómi Landsréttar bera einkenni drusluskömmunar og annars stigs ofbeldis gagnvart brotaþolum. Einungis einn dómarinn vísaði til héraðsdómsins, annar vildi sýkna þótt ljóst væri að brotaþoli hafi sannanlega álitið að ákærði hafi virt að vettugi vilja hennar. Sá þriðji taldi framburð brotaþola studdan gögnum og vildi sakfella. Allir þrír dómarar Landsréttar eru hins vegar sammála um að gera athugasemdir í garð héraðsdómsins um orðalag í dómnum sem talar ítrekað um “ætlaðan brotaþola” sem er í meira lagi gildishlaðið og ekki rétt skv. lögum. Brotaþoli er sá sem kemur fyrir dóm sem slíkur skv. lögum og ekkert “ætlað” við það. Þá er undirliggjandi stef í dómunum hvernig brotaþoli hagaði sér fyrir brotið en ekki jafn mikið vægi sett í hvernig hún hagaði sér eftir brotið, en það bar öll einkenni þess sem hefur orðið fyrir því alvarlega áfalli sem kynferðisbrot er. Þá er meira að segja fjallað um hvernig hún var klædd og hvað hún var að gefa í skyn með klæðnaði. Einungis um 10% þeirra brotaþola sem leita til Stígamóta reyna að fara í gegnum réttarkerfið í leit að réttlæti og viðurkenningu. Eftir nýfallinn dóm má spyrja, af hverju ættu brotaþolar að reyna það yfir höfuð? Af hverju að standa frammi fyrir kerfi sem véfengir þig, drusluskammar, gerir lítið úr afleiðingum og að lok um lýsa yfir sakleysi þeirra þar sem sekt þeirra var ekki nægilega sönnuð til þess að hægt væri að dæma þá í fangelsi. Þetta er gamalt og nýtt stef og þrátt fyrir allar tilraunir síðustu áratuga til að lappa uppá kerfið og reyna að gera það í stakk búið til að taka á kynferðisbrotum er það svo langt frá því að mæta brotaþolum, trúa þeim og taka afleiðingum brota alvarlega. Þrífklofinn dómur Landsréttar er birtingarmynd þess hvað dómskerfið, eins og samfélagið, á erfitt með að taka á þessum málum og koma í veg fyrir kynferðisbrot. Önnur leið sem brotaþolar hafa farið til að fá réttlæti, viðurkenningu og vara aðrar konur við ofbeldismönnum er að afhjúpa þá í opinberri umræðu, segja frá á samskiptamiðlum, í hlaðvörpum eða viðtölum. Þetta hefur leitt til háværra radda um „slaufunarmenningu“ sem er nýyrði og tekur ekki tillit til þess að brotaþolum allra tíma hefur hingað til verið slaufað, þær niðurlægðar, fengið heilu samfélögin upp á móti sér og þurftu jafnvel að flýja land. Þegar kastljósinu er beint að gerendum er slaufun hins vegar orðinn að alvarlegasta glæp sem um getur. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að fá réttlæti fyrir brotaþola, láta ofbeldismenn axla ábyrgð og ekki síst koma í veg fyrir kynferðisbrot? Hvernig náum við jafnrétti ef við látum kynferðisbrot viðgangast án afleiðinga? Á að halda áfram að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem virðir þá og afleiðangar brotanna einskis? Á að úthrópa brotaþola og saka þá um slaufun sem leita annarra leiða til réttlætis og viðurkenningar en í gegnum hið formlega kerfi? Eftir stendur þá að brotaþolar beri harm sinn í hljóði, mæta með skömm, kvíða og sjálfskaðandi hegðun til Stígamóta til að vinna úr afleiðingunum en þegja annars. Og ofbeldismennirnir geta þá haldið áfram óáreittir með þau skilaboð í farteskinu að það sé þeirra réttur að nauðga og meiða. Eitt er víst að það er ekki hægt að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem sýnir þeim engan skilning og ítrekar ofbeldið í ýmsum myndum. Þennan sama dag var einnig kveðinn upp í Landsrétti dómur í öðru kynferðisbroti þar sem maður af arabískum uppruna var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Landsréttur var í því máli einhuga um að leggja framburð brotaþola til grundvallar fyrir sakfellingu. Áhugavert er að bera saman málin og velta því fyrir sér hvort Landsréttur hefði þríklofnað í afstöðu sinni ef ekki hefði verið um að ræða þekktan íslenskan landsliðsmann í fótbolta. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur í Landsrétti í máli gegn Albert Guðmundssyni er skýr ástæða þess að brotaþolar kynferðisbrota fara sjaldnast í gegnum dómskerfið í leit að réttlæti. Ákveðin stef í dómi bæði héraðsdóms og hluta af þríklofnum dómi Landsréttar bera einkenni drusluskömmunar og annars stigs ofbeldis gagnvart brotaþolum. Einungis einn dómarinn vísaði til héraðsdómsins, annar vildi sýkna þótt ljóst væri að brotaþoli hafi sannanlega álitið að ákærði hafi virt að vettugi vilja hennar. Sá þriðji taldi framburð brotaþola studdan gögnum og vildi sakfella. Allir þrír dómarar Landsréttar eru hins vegar sammála um að gera athugasemdir í garð héraðsdómsins um orðalag í dómnum sem talar ítrekað um “ætlaðan brotaþola” sem er í meira lagi gildishlaðið og ekki rétt skv. lögum. Brotaþoli er sá sem kemur fyrir dóm sem slíkur skv. lögum og ekkert “ætlað” við það. Þá er undirliggjandi stef í dómunum hvernig brotaþoli hagaði sér fyrir brotið en ekki jafn mikið vægi sett í hvernig hún hagaði sér eftir brotið, en það bar öll einkenni þess sem hefur orðið fyrir því alvarlega áfalli sem kynferðisbrot er. Þá er meira að segja fjallað um hvernig hún var klædd og hvað hún var að gefa í skyn með klæðnaði. Einungis um 10% þeirra brotaþola sem leita til Stígamóta reyna að fara í gegnum réttarkerfið í leit að réttlæti og viðurkenningu. Eftir nýfallinn dóm má spyrja, af hverju ættu brotaþolar að reyna það yfir höfuð? Af hverju að standa frammi fyrir kerfi sem véfengir þig, drusluskammar, gerir lítið úr afleiðingum og að lok um lýsa yfir sakleysi þeirra þar sem sekt þeirra var ekki nægilega sönnuð til þess að hægt væri að dæma þá í fangelsi. Þetta er gamalt og nýtt stef og þrátt fyrir allar tilraunir síðustu áratuga til að lappa uppá kerfið og reyna að gera það í stakk búið til að taka á kynferðisbrotum er það svo langt frá því að mæta brotaþolum, trúa þeim og taka afleiðingum brota alvarlega. Þrífklofinn dómur Landsréttar er birtingarmynd þess hvað dómskerfið, eins og samfélagið, á erfitt með að taka á þessum málum og koma í veg fyrir kynferðisbrot. Önnur leið sem brotaþolar hafa farið til að fá réttlæti, viðurkenningu og vara aðrar konur við ofbeldismönnum er að afhjúpa þá í opinberri umræðu, segja frá á samskiptamiðlum, í hlaðvörpum eða viðtölum. Þetta hefur leitt til háværra radda um „slaufunarmenningu“ sem er nýyrði og tekur ekki tillit til þess að brotaþolum allra tíma hefur hingað til verið slaufað, þær niðurlægðar, fengið heilu samfélögin upp á móti sér og þurftu jafnvel að flýja land. Þegar kastljósinu er beint að gerendum er slaufun hins vegar orðinn að alvarlegasta glæp sem um getur. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að fá réttlæti fyrir brotaþola, láta ofbeldismenn axla ábyrgð og ekki síst koma í veg fyrir kynferðisbrot? Hvernig náum við jafnrétti ef við látum kynferðisbrot viðgangast án afleiðinga? Á að halda áfram að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem virðir þá og afleiðangar brotanna einskis? Á að úthrópa brotaþola og saka þá um slaufun sem leita annarra leiða til réttlætis og viðurkenningar en í gegnum hið formlega kerfi? Eftir stendur þá að brotaþolar beri harm sinn í hljóði, mæta með skömm, kvíða og sjálfskaðandi hegðun til Stígamóta til að vinna úr afleiðingunum en þegja annars. Og ofbeldismennirnir geta þá haldið áfram óáreittir með þau skilaboð í farteskinu að það sé þeirra réttur að nauðga og meiða. Eitt er víst að það er ekki hægt að hvetja brotaþola til að fara í gegnum réttarkerfi sem sýnir þeim engan skilning og ítrekar ofbeldið í ýmsum myndum. Þennan sama dag var einnig kveðinn upp í Landsrétti dómur í öðru kynferðisbroti þar sem maður af arabískum uppruna var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Landsréttur var í því máli einhuga um að leggja framburð brotaþola til grundvallar fyrir sakfellingu. Áhugavert er að bera saman málin og velta því fyrir sér hvort Landsréttur hefði þríklofnað í afstöðu sinni ef ekki hefði verið um að ræða þekktan íslenskan landsliðsmann í fótbolta. Höfundur er talskona Stígamóta.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar