Iðnmenntun og fasteignaskattar Drífa Snædal skrifar 3. júní 2022 12:01 Á fimmtudag var tíunda þing Samiðnar sett, en Samiðn er eitt af aðildarsamtökum ASÍ og vettvangur fagfólks í ýmsum iðngreinum. Mér hlaust sá heiður að ávarpa setninguna og lagði út frá nauðsyn þess að skólakerfið okkar gæti sinnt þeim fjölmörgu sem hafa áhuga á iðn- og tæknimenntun á öllum aldri. Í fyrra var 700 manns vísað frá iðn- og tæknimenntun og óttast er að það verði fleiri næsta vetur. Að auki er orðið erfitt um vik að bjóða aðfluttu fólki raunfærnimat því skólarnir eru misvel í stakk búnir til að taka við fólki sem hefur fengið hluta námsins metið. Ekki einungis erum við þannig að vísa frá fólki með vilja og áhuga á að læra iðn- og tæknigreinar heldur tekst okkur ekki að aðstoða aðflutt fólk að fá sína menntun og reynslu metna í nægjanlegum mæli. Þetta er á sama tíma og okkur sárvantar iðnaðarmenn þar sem grettistak í húsbyggingum er framundan og metfjöldi hælisleitenda hafa sótt um með þekkingu og reynslu, en líka í húsnæðisþörf. Einn helsti kostur okkar menntakerfis hefur verið sveigjanleiki og ég tel sjálfa mig vera afsprengi þess. Eins og svo mörg önnur hafði ég ekki hugmynd um framan af hvað mig langaði að gera. Ég flakkaði á milli fjölbrautar, háskóla og iðnskóla á yngri árum – svona eins og mörg gera. Auðvitað hafði öll menntun og reynsla mótandi áhrif, hvort sem hún endaði með brottfalli eða brautskrift, en annað og þriðja tækifæri reyndist nauðsynlegt í mínu tilviki sem er langt í frá einsdæmi. Að skilyrða inngöngu í menntun við aldur er feigðarflan því við sem tókum seinna við okkur vitum að við vorum síður en svo verri námsmenn eftir að smá lífsreynsla bættist í púkkið. Eftir samtal við fulltrúa á Samiðnarþinginu er ljóst að úrbætur í menntun standa iðnaðarmönnum nærri. Nægt framboð af iðn- og tæknimenntun verður örugglega eitt af áhersluatriðum í tengslum við kjarasamninga. Ef við svörum ekki kallinu er hætt við að fagmennska og vandað handbragð víki fyrir vanþekkingu og minnkandi framleiðni. Það viljum við síst af öllu að gerist og slíkt getur reynst dýrkeypt til lengdar. Fasteignamatshækkun sem á sér varla hliðstæðu Um mál málanna í vikunni vil ég þetta segja; nú reynir á nýkjörið sveitastjórnarfólk að láta hækkandi fasteignamat ekki fara sjálfkrafa inn í fasteignaskattana heldur endurmeta hlutfallið sem reiknað er eftir. Við munum fylgjast vel með því í haust þegar fjármálaákvarðanir sveitarstjórna fyrir árið 2023 eru teknar. Næsta vers er svo að endurmeta fasteignamatið sjálft og útreikninga á því. Nú verðum við að leggjast á eitt að stemma stigu við dýrtíð sem nú þegar er sligandi fyrir pyngjur heimilanna. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Fasteignamarkaður Skattar og tollar Skóla - og menntamál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á fimmtudag var tíunda þing Samiðnar sett, en Samiðn er eitt af aðildarsamtökum ASÍ og vettvangur fagfólks í ýmsum iðngreinum. Mér hlaust sá heiður að ávarpa setninguna og lagði út frá nauðsyn þess að skólakerfið okkar gæti sinnt þeim fjölmörgu sem hafa áhuga á iðn- og tæknimenntun á öllum aldri. Í fyrra var 700 manns vísað frá iðn- og tæknimenntun og óttast er að það verði fleiri næsta vetur. Að auki er orðið erfitt um vik að bjóða aðfluttu fólki raunfærnimat því skólarnir eru misvel í stakk búnir til að taka við fólki sem hefur fengið hluta námsins metið. Ekki einungis erum við þannig að vísa frá fólki með vilja og áhuga á að læra iðn- og tæknigreinar heldur tekst okkur ekki að aðstoða aðflutt fólk að fá sína menntun og reynslu metna í nægjanlegum mæli. Þetta er á sama tíma og okkur sárvantar iðnaðarmenn þar sem grettistak í húsbyggingum er framundan og metfjöldi hælisleitenda hafa sótt um með þekkingu og reynslu, en líka í húsnæðisþörf. Einn helsti kostur okkar menntakerfis hefur verið sveigjanleiki og ég tel sjálfa mig vera afsprengi þess. Eins og svo mörg önnur hafði ég ekki hugmynd um framan af hvað mig langaði að gera. Ég flakkaði á milli fjölbrautar, háskóla og iðnskóla á yngri árum – svona eins og mörg gera. Auðvitað hafði öll menntun og reynsla mótandi áhrif, hvort sem hún endaði með brottfalli eða brautskrift, en annað og þriðja tækifæri reyndist nauðsynlegt í mínu tilviki sem er langt í frá einsdæmi. Að skilyrða inngöngu í menntun við aldur er feigðarflan því við sem tókum seinna við okkur vitum að við vorum síður en svo verri námsmenn eftir að smá lífsreynsla bættist í púkkið. Eftir samtal við fulltrúa á Samiðnarþinginu er ljóst að úrbætur í menntun standa iðnaðarmönnum nærri. Nægt framboð af iðn- og tæknimenntun verður örugglega eitt af áhersluatriðum í tengslum við kjarasamninga. Ef við svörum ekki kallinu er hætt við að fagmennska og vandað handbragð víki fyrir vanþekkingu og minnkandi framleiðni. Það viljum við síst af öllu að gerist og slíkt getur reynst dýrkeypt til lengdar. Fasteignamatshækkun sem á sér varla hliðstæðu Um mál málanna í vikunni vil ég þetta segja; nú reynir á nýkjörið sveitastjórnarfólk að láta hækkandi fasteignamat ekki fara sjálfkrafa inn í fasteignaskattana heldur endurmeta hlutfallið sem reiknað er eftir. Við munum fylgjast vel með því í haust þegar fjármálaákvarðanir sveitarstjórna fyrir árið 2023 eru teknar. Næsta vers er svo að endurmeta fasteignamatið sjálft og útreikninga á því. Nú verðum við að leggjast á eitt að stemma stigu við dýrtíð sem nú þegar er sligandi fyrir pyngjur heimilanna. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun